Gríma - 01.09.1938, Side 77

Gríma - 01.09.1938, Side 77
FLOGA-SVEINN 75 Bjarna lá við sturlun, svo að prestur sá, að ekki mátti svo búið standa. — Þá bjó í Búðarnesi, hinum megin Hörgár, Bjarni Gunnlaugsson, sem var nafn- kunn refaskytta og járnsmiður góður. Brá prestur sér yfir að Búðarnesi, hitti Bjarna að máli og bað hann að smíða fimm væna járngadda til þess að reka niður í leiði Sveins. Tók Bjarni erindinu lið- lega, en þó var sagt, að hann hefði engan trúnað lagt á sögur þær, er gengu af afturgöngu Sveins. Smíðaði hann svo gaddana, en nóttina eftir varð fólkið í Búð- arnesi þess vart, að Bjarni fór skyndilega á fætur, greip hníf, sem stóð þar uppi undir í baðstofunni, hvarf fram í g'öngin og var lengi burtu. Morguninn eftir var hann spurður að, hvert erindi hann hefði átt út um nóttina. Kvaðst Bjarni þá ekki vera í vafa um, að eitthvað væri hæft í sögunum um Floga- Svein, því að hann hefði vaknað við það um nóttina, að Sveinn hefði staðið framan við rúmstokkinn og ógnað sér. En af því að Bjarni var maður einhuga, lét hann sér ekki bilt við verða, heldur brá sér fram úr, greip hnífinn og bjóst til að ráðast að Sveini. Hörfaði hann þá undan, en Bjarni fylgdi fast eftir, rak hann fram göngin og út á hlað, og þannig barst leikurinn alla leið yfir að Myrká. Skildi þar með þeim, og þorði Sveinn aldrei að snúast í móti. En það lét Bjarni verða sitt fyrsta verk þenna morgun að fara yfir að Myrká og reka gaddana niður í leiði Sveins. — Við þessar aðgerðir brá svo, að upp frá því varð enginn Floga-Sveins var.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.