Gríma - 01.09.1938, Qupperneq 79
JÓN ÚLFALDI
77
Það var eitt kvöld að Jón sagði fólkinu í Skjalda-
bjarnarvík, að þá nótt mundu Hælvíkingar koma
þangað, en Hælavík eða Heljarvík, sem er réttara, er
austan Hornbjargs við Hælavíkurbjarg. — Um þær
mundir þóttu Hælvíkingar griplsamir, einkum tveir
eða þrír þeirra, og lét Jón því um kvöldið stóra hellu
fyrir eldhúsdyrnar, en hún var svo þung, að enginn
gat hreyft hana nema hann. Það fór eins og hann
hafði sagt fyrir. Um nóttina komu tveir menn úr
Hælavík og ætluðu að stela úr eldhúsinu, en þar var
mikið af hangikjöti og magálum. Þeir höfðu báðir
reynt að flytja helluna, en gátu ekki bifað henni, þó
að Jóni yrði lítið fyrir einum að flytja hana í burtu
daginn eftir.
Úlfalda-nafnið fékk Jón hjá Strandamönnum
vegna þess, hversu mikill kraftajötunn hann var.
Einu sinni hélt hann einn teinæringi í miklu brimi,
meðan borinn var á hann viðarfarmur, og það svo
rammlega, að báturinn sveif aldrei frá. — Jón var
lengi í Skjaldabjarnarvík, en stundum brá hann sér
yfir í Barðastrandarsýslu. Hann kom einu sinni í
Garpsdal til síra Tómasar, sem líka var mikill krafta-
maður. Þá sagði prestur: „Hér er kominn Samson úr
Skjaldabjarnarvík“, — og greip um leið utan um
úlnlið hans, en Jón hristi hann óðara af sér og greip
um axlir prests. Síra Tuma þótti Jón átakaharður og
vildi ekki eiga meira við hann, en bauð honum inn
og veitti vel. — Einu sinni fór Jón suður að finna
Eirík sýslumann hálfbróður sinn, en á leiðinni norð-
ur aftur gisti hann á Kolbeinsá; en þar varð hann
veikur og andaðist.1)
U Sbr. Lbs. 1029 4to.