Gríma - 01.09.1938, Qupperneq 80
15.
Sigurður í Oddakoti.
[Handrit frú Jónu Eggerz á Akureyri].
Fyrir suðurströnd landsins er sem kunnugt er
hafnlaust útgrynni og þar af leiðandi mjög illt að kom-
ast á sjó, en þar sem Vestmannaeyjar voru góð út-
versstöð og lengi aðalkaupstaður fyrir Skaftafells-
og Rangárvallasýslur, þá lætur að líkindum, að oft
var teflt á tæpasta vaðið að komast milli lands og
eyja, og varð oft æði tilfinnanlegt manntjón í brim-
lendingunni, þar sem aðeins var farið eftir kenni-
leitum, sem oft voru mjög óglögg, og veður einnig
fljótt að breytast þar.
Það mun hafa verið um 1830, að atburður sá skeði,
er hér fer á eftir. Vermenn voru að fara til Vest-
mannaeyja nokkru eftir miðjan vetur frá Hallgeirs-
eyjarsandi í Austur-Landeyjum. Eitt skipið var kom-
ið út fyrir brimgarðinn, en annað fékk sjó á sig, sló
upp og hvolfdi. Margt manna var í „sandi“; varð þess
vegna fljótt um björgun, en drukknuðu þó nokkrir.
Voru veikir og drukknaðir fluttir til næstu bæja.
Einn meðal þeirra, er álitnir voru drukknaðir, var
Sigurður nokkur frá Oddakoti, — en þangað er all-
löng bæjarleið. í Fagurhól bjuggu hjón, er Pétur og
Ólöf hétu. Var Ólöf í sandi að fylgja manni sínum,
er var á skipi því, er út var komið. Að Fagurhól er