Gríma - 01.09.1945, Page 11

Gríma - 01.09.1945, Page 11
Gríma] SAGA VÍÐIDALS EYSTRA 9 c. Systkinin írá Víðivallagerði. Fyrr á öldum, eftir það er stóri-dómur var lögleidd- ur (1564), voru á vist í Víðivallagerði í Fljótsdal systkin tvö, Jón og Sigríður að nafni. Þau voru einkar vel lát- in og ákaflega samrýnd. Eitt vor leyndi það sér ekki, að stúlkan væri með barni, og olli það vinum þeirra og vandamönnum mikilli áhyggju, því að grunur lék á, að bróðir hennar ætti sök á því. Leið svo fram undir fardaga, en þá var það eina nótt, að systkinin hurfu bæði og fundust hvergi, þótt leitað væri víðs vegar. Þau áttu kindur eigi allfáar, og hurfu þær einnig um sama leyti. — Sóknarpresturinn að Hofi í Álftafirði, Guðmundur að nafni, var skólabróðir prestsins á Val- þjófsstað, og var þeim vel til vina. Þess er einnig getið, að Valþjófsstaðapresturinn hafi verið þeim systkinum mjög hlynntur og tekið sér hrösun þeirra nærri. — Leið svo fram yfir lestaferðir um sumarið og fram á slátt. Vinnumenn á Valþjófsstað tóku eftir því, að þetta sumar voru fleiri mjölhálftunnur fengnar til heimilisins en venja var til. Sömuleiðis tóku þeir eftir því, að prestur var stundum á ferli á nóttum, og hafði hann aldrei áður lagt það í vana sinn. Eina nótt, er halla tók sumri, var prestur mjög lengi úti við, og skiptu heimamenn sér eigi af því, en litlu síðar var eftir því tekið þar á staðnum, að mjölhálftunnur og einhver smávægileg búsáhöld voru horfin af skemmu- loftinu. Liðu svo tímar fram, en á hverju sumri þótt- ist fólk á staðnum verða þess vart, að ýmiss konar mat- vara og annað fleira, svo sem tóvinnuáhöld, járn og verkfæri af ýmsu tægi hyrfu af skemmuloftinu. Var lítið orð á þessu haft, en getgátur um það höfðu vinnu- hjúin í lágmælum sín á milli.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.