Gríma - 01.09.1945, Blaðsíða 14

Gríma - 01.09.1945, Blaðsíða 14
12 SAGA VÍÐIDALS EYSTRA [Gríma foldar 1891, eftir Ásmund Sveinsson. Sigfús hefur í mörgu stuðzt við frásögu Ásmundar um Stefán. Á meðan Stefán dvaldist á Aðalbóli, andaðist húsbónd- inn þar, en ekkja hans, Anna að nafni, giftist síðan Stefáni, að talið er; fluttust þau eftir fá ár að Litlavík í Borgarfirði og bjuggu þar um hríð. Þar urðu þau brotleg við landslög, sem lesa má um í þjóðsög- um Sigfúss í áðurnefndum þætti og í fyrsta hefti afreksmannasagna í' þætti Hafnarbræðra. Þau voru dæmd til hýðingar af Páli Melsted, sem þá var sýslu- maður í Norður-Múlasýslu og bjó á Ketilsstöðum á Völlum. Sonur Páls sýslumanns, Páll sagnfræðingur Melsted, minnist á atburð þann í Endurminningum sínum, í sambandi við frásögn um Hjörleif sterka og syni hans. Eftir það er þau Stefán og Anna höfðu tekið út refsingu fyrir afbrot sitt, vildu þau fyrir hvern mun komast burt úr Borgarfirði og í eitthvert fjarlægt hérað. Telja má, að Stefán liafi í því skyni tekið sér ferð á hendur til systur sinnar Valgerðar, sem bjó að Hlíð í Lóni; en Jón Markússon, maður Valgerðar, var þaulkunnugur í Kollumúla og Víðidal og hefur vafalaust lýst landkostum fyrir Stefáni, og eftir tilvís- un Jóns hefur Stefán farið inn úr Stafafellsfjöllum í könnunarferð. Verður nú fylgt frásögn Sigfúss Sig- fússonar um bólfestu og búskap Stefáns í Víðidal. Ekki dró Stefán í efa, að nágranna hafi hann átt í Kollumúla, þegar hann flutti í dalinn. Voru það tröll, sem áttu bústað þar. Þegar hann kom þar í fyrsta sinn á skoðunarferð, er svo að sjá, að hann hafi fyrst komið í Kollumúla og því næst gengið á heiðina milli hans og dalsins. Lagðist hann þar til svefns og svaf um stund. Dreymdi hann þá, að til hans kæmi tröllkona, mikil vexti. Fannst honum hún láta í Ijós andúð á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.