Gríma - 01.09.1945, Blaðsíða 16
14
SAGA VÍÐIDALS EYSTRA
[Grima
sinni eða austur um sveitir. — Bæjarhúsin lét hann
standa, og lagðist byggð niður í dalnum um nokkurra
ára skeið.
b. Þorsteinn Hinriksson.
Þorsteinn tók sér bólfestu í Víðidal næstur á eftir
Stefáni Ólafssyni. Ekki verður vitað með vissu, hvaða
ár hann fluttist þangað, en líklega hafa liðið þrjú til
fimm ár, frá því er Stefán fór þaðan. Hagnýtti hann sér
öll bæjarhúsin, en þegar Stefán varð þess var, krafðist
hann greiðslu af Þorsteini; var því tekið dauflega af
hans hendi. Kona Þorsteins hét Halldóra, og minnir
mig hún væri systir konu Árna bónda, sem þá bjó á
Hvannavöllum, býli innarlega í Múladal í Álftafirði.
Þau Þorsteinn og Halldóra áttu eina dóttur bama,
þegar þau settust að í Víðidal. Ekki veit eg með vissu,
hvað mörg ár þau bjuggu þar, en mörg hafa þau ekki
verið; um það leyti hafa verið einna mest góðæri á
nítjándu öld, enda er eigi annars getið en að þeim hafi
liðið sæmilega vel fyrstu árin. Var þó víst ekki fleira
fólk í heimili þar en þau hjónin og dóttirin, sem fyrr
var nefnd. Síðar fæddist þeim annað barn, sem var á
fyrsta ári eða um það að vera ársgamalt, þegar atburð-
ur sá gerðist, sem nú verður greint frá.
Á milli þrettánda og þorra hlóð niður feiknamikl-
um snjó í logni; ofan á það gerði svo þíðviðri af suðri
eða suðaustri, sem hélzt meirihluta dags. Skömmu eftir
dagsetur fór konan og dóttirin fram í eldhús til að
hlása upp eldinn og kveikja ljós. Þegar þær voru að
enda við það, heyrðu þær gný mikinn, líkt og skdða
félli eða þruma riði yfir, en húsin nötruðu við. í dauð-
ans ofboði flýtti konan sér áleiðis til baðstofu, og dótt-