Gríma - 01.09.1945, Qupperneq 22
20
SAGA VÍÐIDALS EYSTRA
[Gríma
hann hinum sömu skil. Horfðu menn undrandi á
þetta, og það töldu allir víst, að á jafnsléttu mundi
hann hlaupa upp tófu. — Eru þetta fá dæmi af mörgum
um snarræði og fimi Sigfúss, og mætti lengi upp telja.
Jón Sigfússon líktist mjög föður sínum um alla atgervi,
en mun þó tæplega hafa verið jafnoki föður síns.
Svo sem áður er sagt, fluttist Sigfús frá Hvannavöll-
um í Víðidal vorið 1884; reisti hann bæinn á öðrum
stað en áður hafði verið, og var þar ekki snjóflóðahætt.
Bjó hann þar með konu sinni og Jóni syni sínum til
vorsins 1898, er þeir fluttust að Bragðavöllum í Geit-
hellnahreppi; býr Jón Sigfússon þar enn, nú kominn
á níræðisaldur. Víst er um það, að landkostir eru mikl-
ir í Víðidal og hafa alltaf verið, en örðugleikarnir eru
líka óvenju miklir, þegar litið er á fjarlægðina frá
byggð. Sömuleiðis er erfitt að smala hálendisöræfin að
haustlagi. Það er áreiðanlega víst, að enginn núlifandi
Austfirðingur er eins gagnkunnugur hálendinu milli
Víðidals og Snæfells og Jón Sigfússon á Bragðavöllum.
Mælingamenn þeir, er mældu þann hluta hálendisins,
höfðu, eftir bendingu annarra, snúið sér til Jóns, og
efast eg ekki um, að ýmis vitneskja frá honum hafi
komið þeim að góðu liði. — Jón hefur sagt mér þessa
sögu:
Þegar hann var drengur um fermingaraldur hjá
föður sínum á Hvannavöllum, var það seint um haust,
að þeir gengu báðir inn fyrir drög Geithellnadals.
Fann Jón þar tvö hagalömb og vildi reka þau til dals-
ins, en þau sóttu fast til norðurs inn á öræfin. Þegar
hann hafði elt þau langa leið, staðnæmdust þau að
lokum við stórt stöðuvatn, og þar gat hann snúið þeim
við. Hann tók eftir því, að úr vatninu rann stór lækur,
og sá þegar, að þarna voru upptök Geithellnaár. Þegar