Gríma - 01.09.1945, Page 23

Gríma - 01.09.1945, Page 23
Gríma] SAGA VÍÐIDALS EYSTRA 21 hann hitti föður sinn og skýrði honum frá þessu, kvaðst faðir hans ekki hafa vitað um vatn þetta. Fyrstu árin, sem Sigfús bjó í Víðidal, voru vetur þar hagsælir, þótt stundum væru jarðbönn í byggðum, en þar voru þurrir snjóar, og í stormum sópaðist saman í skafla, svo að hagar komu upp. Fullorðna féð gekk í Kollumúla; þar var mikill skógur og gott skjól í hríð- arbyljum. í gróanda á vorin kom gróður afar fljótt í skóginum, og fé tók jafnhliða holdsbata. Ragnhildur, kona Sigfúss, hefur sagt svo frá, að fyrstu dvalarár þeirra hjóna í Víðidal hafi sauðfé þeirra fjölgað svo hratt, að líkast því hefði verið sem tvö höfuð yrðu á hverri kind. Einn hest höfðu þau heima hjá sér á vetr- um, en liinum komu þau í fóður frammi í sveitum. Tvævetrir sauðir lögðu sig á blóðvelli með 30—35 kg. fall og 10 kg. mör, en annað fé eftir því. Fyrstu árin í Víðidal var aðeins þrennt í heimili. Ragnhildur húsfreyja var einbeitt og kjarkmikil kona, sem ekkert hræddist. Annað haustið, sem þau voru í dalnum, þurftu þeir feðgar að fara með fé til slátrunar á Papós, en það eru tæpar tvær dagleiðir. Hér voru góð ráð dýr; báðir hlutu feðgarnir að fara ferð þessa með fé og hesta, en Ragnhildur var hvergi smeyk og kvaðst ekkert kvíða einverunni þessa daga, sem þeir yrðu að heiman. Þeir hrepptu vond veður í ferðinni og komust ekki heim fyrr en á sjöunda degi, og var þá bærilegt veður. Þegar þeir nálguðust bæinn, sáu þeir, að hann var lokaður. Tóku þeir klyfjar af hestunum á hlaðinu, en það þótti þeim furðulegt, að Ragnhildur lét ekki sjá sig og ekkert til sín heyra. Þeir fundu bæjardyrahurð- ina læsta og þótt þeir kölluðu og gerðu vart við sig með höggum, bar það engan árangur. Skyggndust þeir þá inn um stafnglugga b'aðstofunnar og sáu, að Ragnhild-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.