Gríma - 01.09.1945, Blaðsíða 23
Gríma]
SAGA VÍÐIDALS EYSTRA
21
hann hitti föður sinn og skýrði honum frá þessu,
kvaðst faðir hans ekki hafa vitað um vatn þetta.
Fyrstu árin, sem Sigfús bjó í Víðidal, voru vetur þar
hagsælir, þótt stundum væru jarðbönn í byggðum, en
þar voru þurrir snjóar, og í stormum sópaðist saman í
skafla, svo að hagar komu upp. Fullorðna féð gekk í
Kollumúla; þar var mikill skógur og gott skjól í hríð-
arbyljum. í gróanda á vorin kom gróður afar fljótt í
skóginum, og fé tók jafnhliða holdsbata. Ragnhildur,
kona Sigfúss, hefur sagt svo frá, að fyrstu dvalarár
þeirra hjóna í Víðidal hafi sauðfé þeirra fjölgað svo
hratt, að líkast því hefði verið sem tvö höfuð yrðu á
hverri kind. Einn hest höfðu þau heima hjá sér á vetr-
um, en liinum komu þau í fóður frammi í sveitum.
Tvævetrir sauðir lögðu sig á blóðvelli með 30—35 kg.
fall og 10 kg. mör, en annað fé eftir því.
Fyrstu árin í Víðidal var aðeins þrennt í heimili.
Ragnhildur húsfreyja var einbeitt og kjarkmikil kona,
sem ekkert hræddist. Annað haustið, sem þau voru í
dalnum, þurftu þeir feðgar að fara með fé til slátrunar
á Papós, en það eru tæpar tvær dagleiðir. Hér voru góð
ráð dýr; báðir hlutu feðgarnir að fara ferð þessa með
fé og hesta, en Ragnhildur var hvergi smeyk og kvaðst
ekkert kvíða einverunni þessa daga, sem þeir yrðu að
heiman. Þeir hrepptu vond veður í ferðinni og komust
ekki heim fyrr en á sjöunda degi, og var þá bærilegt
veður. Þegar þeir nálguðust bæinn, sáu þeir, að hann
var lokaður. Tóku þeir klyfjar af hestunum á hlaðinu,
en það þótti þeim furðulegt, að Ragnhildur lét ekki sjá
sig og ekkert til sín heyra. Þeir fundu bæjardyrahurð-
ina læsta og þótt þeir kölluðu og gerðu vart við sig með
höggum, bar það engan árangur. Skyggndust þeir þá
inn um stafnglugga b'aðstofunnar og sáu, að Ragnhild-