Gríma - 01.09.1945, Side 30

Gríma - 01.09.1945, Side 30
28 SYSTKININ FRÁ VÍÐIVALLAGERÐI [Grlma brynja. Þegar þú kemur á hana innanverða, má ganga þaðan rösklega á einum degi suður af að Hofi. En þess bið eg þig, að ef veður spillist, þegar þú kemur upp á brúnirnar, þá snúir þú aftur.“ Síðan kvaddi Ólafur prest og hélt leiðar sinnar allt að Sturluflöt; var þá loft orðið samskýjað og farið að hreyta snjó. Samt gaf hann sig ekki að því, en hélt áfram upp á brúnir og tók stefnu í suður. Gerði þá bleytuhríð með þoku og fjúki, svo að hann missti áttir og villtist; sótti hann gönguna rösklega allan daginn, unz að kvöldi leið; en er myrkva tók, fann hann, að halla tók undan fæti. Brauzt hann í ófærðinni niður bratta fjallshlíð, en er hann kom ofan á jafnsléttu, rakst hann innan stundar á lítinn kotbæ. Hugði Ólafur sig þá vera kominn til byggða sunnan fjallanna og drap á dyr, en er enginn kom til dyra, skreið hann upp á bæinn og rakst þar á gluggasmugu; leit hann inn og sá þar sitja kvenmenn tvo við ullarvinnu; var önnur öldruð og var með skinnsvuntu og óf vaðmál, en hin var ung og spann á snældu. Guðaði Ólafur þá á gluggann og baðst gisting- ar, en eldri konan tók undir og gekk þegar til dyra. Tók hún vel kveðju Ólafs og leiddi hann til baðstofu, lét hann taka sæti á rúmi, en ekki hirti hún um að draga vosklæði af honum, heldur settist hún aftur þegjandi að verki sínu. Unga stúlkan sat og þegjandi við verk sitt og skipti sér ekkert af gestinum. Sá Ólaf- ur, að konurnar voru mjög líkar í sjón að öðru en aldrinum. Sátu þau þrjú þarna í baðstofunni fram eft- ir vökunni, án þess að yrðast á, en þá kom að framan vænlegur maður, sem Ólafi virtist mjög líkur konun- um. Hann heilsaði Ólafi glaðlega og spurði, hvert hann væri að ferðast. „Eg er að fara suður að Hofi í Álftafirði með bréf frá séra Böðvari á Valþjófsstað,“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.