Gríma - 01.09.1945, Qupperneq 30
28 SYSTKININ FRÁ VÍÐIVALLAGERÐI [Grlma
brynja. Þegar þú kemur á hana innanverða, má ganga
þaðan rösklega á einum degi suður af að Hofi. En þess
bið eg þig, að ef veður spillist, þegar þú kemur upp á
brúnirnar, þá snúir þú aftur.“ Síðan kvaddi Ólafur
prest og hélt leiðar sinnar allt að Sturluflöt; var þá
loft orðið samskýjað og farið að hreyta snjó. Samt gaf
hann sig ekki að því, en hélt áfram upp á brúnir og
tók stefnu í suður. Gerði þá bleytuhríð með þoku og
fjúki, svo að hann missti áttir og villtist; sótti hann
gönguna rösklega allan daginn, unz að kvöldi leið; en
er myrkva tók, fann hann, að halla tók undan fæti.
Brauzt hann í ófærðinni niður bratta fjallshlíð, en er
hann kom ofan á jafnsléttu, rakst hann innan stundar
á lítinn kotbæ. Hugði Ólafur sig þá vera kominn til
byggða sunnan fjallanna og drap á dyr, en er enginn
kom til dyra, skreið hann upp á bæinn og rakst þar á
gluggasmugu; leit hann inn og sá þar sitja kvenmenn
tvo við ullarvinnu; var önnur öldruð og var með
skinnsvuntu og óf vaðmál, en hin var ung og spann á
snældu. Guðaði Ólafur þá á gluggann og baðst gisting-
ar, en eldri konan tók undir og gekk þegar til dyra.
Tók hún vel kveðju Ólafs og leiddi hann til baðstofu,
lét hann taka sæti á rúmi, en ekki hirti hún um að
draga vosklæði af honum, heldur settist hún aftur
þegjandi að verki sínu. Unga stúlkan sat og þegjandi
við verk sitt og skipti sér ekkert af gestinum. Sá Ólaf-
ur, að konurnar voru mjög líkar í sjón að öðru en
aldrinum. Sátu þau þrjú þarna í baðstofunni fram eft-
ir vökunni, án þess að yrðast á, en þá kom að framan
vænlegur maður, sem Ólafi virtist mjög líkur konun-
um. Hann heilsaði Ólafi glaðlega og spurði, hvert
hann væri að ferðast. „Eg er að fara suður að Hofi í
Álftafirði með bréf frá séra Böðvari á Valþjófsstað,“