Gríma - 01.09.1945, Page 32

Gríma - 01.09.1945, Page 32
30 SYSTKININ FRÁ VÍÐIVALLAGERÐI [Grfma þeirra hjóna, en lét mér nægja, að þau særu mér trún- aðareiða og létu dvöl mína þar í dalnum afskiptalausa. Eftir það reisti eg kot þetta og hef hafzt hér við síðan með systur minni og dóttur okkar. Karl og kerling eru enn á lífi og búa hér skammt frá; höfum við aldrei haft samneyti við þau og lofum þeim að eiga sig að eigin vild.“ Ólafi þótti mikilsvert um frásögu Jóns og að hann hafði þarna fyrir hitt hin löngu horfnu syst- kin í góðu gengi. Dvaldi hann þarna um. kyrrt tvær nætur í góðu yfirlæti og hvíldist eftir hrakninginn, en að morgni þriðja dags fylgdi Jón honum á rétta leið og sagði honum til vegar, það sem eftir væri leiðar í Álftafjörð. Að skilnaði mælti hann við Ólaf: „Ef þú kemur ekki við hjá mér á heimleið að sunnan, þá bið eg þig fyrir kveðju mína til Böðvars prests, og skaltu færu honum frá mér bréf þetta og böggul; en í böggl- inum er vettlingur með peningum í, sem eiga að vera lítils háttar þóknun fyrir drengskap hans okkur til handa og fyrir ærnar, sem hann lét reka í Maríutung- ur forðum. — En fari svo, að þú lendir aftur í dal þess- um, þá máttu ekki fyrir nokkurn mun taka gistingu hjá karli og kerlingu, því að þau eru hverjum að- komumanni hættuleg, þótt gömul séu og hrum.“ Ól- afur þakkaði fyrir heilræðin, tók við bréfinu og böggl- inum og kvaddi síðan Jón. Hélt nú ólafur leiðar sinnar og miðaði drjúgum, en er fram á daginn leið, skall yfir svo glórulaus þoka, að hann sá varla handa sinna skil. Ráfaði hann um ramm- villtur fram í myrkur og fannst hann þá vera aftur kominn í þenna sama dal, þar sem hann hafði síðast gist; reyndi hann með öllu móti að finna bæ Jóns, en tókst það ekki, og að ilokum rakst hann á húskofa, sem hann kannaðist ekkert við. Hafði hann engin önnur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.