Gríma - 01.09.1945, Blaðsíða 40
38
NOKKRAR ÖRNEFNASAGNIR
[Gríma
b. Skothúsklauf.
Nokkru norðar, milli sömu bæja og norðan í Tungu-
öxl, er grjótbyrgi, sem refaskyttur hlóðu sér; egndu
þær með hrossskrokki nálægt kofanum og skutu tóf-
urnar, þegar þær komu í ætið. Þar heitir síðan Skot-
húsklauf.
c. Svarikjöftubolli.
Nálægt þessum stað, niður á flatlendinu, er djúpur
bolli, nokkuð stór um sig, sem heitir Svartkjöftubolli.
Eftirgreind sögn skýrir frá ástæðu til nafnsins. Bóndi
nokkur á Snæbjarnarstöðum átti kú, sem var hvít með
svartar granir og eyru og var kölluð Svartkjafta. Kýr
þessi hvarf að sumarlagi og var þá komin að burði. A
þeim tíma var landið allt þar í grennd skógi vaxið, og
afar illt að finna skepnur, sem vantaði. Sagt er, að
bóndi hafi látið leita að kúnni, en það bar engan ár-
angur. Þá tók hann það ráð, sem margir gerðu á þeim
tímum, — en það var á 14. eða 15. öld — að heita á Þor-
lák helga Skálholtsbiskup, og lofaði að gefa honum
kálfinn eða hans virði, ef kýrin fyndist. Þegar heitið
var fest, fannst kýrin borin með vænum kálfi í fyrr-
nefndum grasbolla, sem hefur síðan heitið Svartkjöftu-
bolli. Rétt fyrir sunnan hann er skilarétt Suður-
Fnjóskdælinga.
d. Prestsvarða.
Á milli Háls í Fnjóskadal og Vagla, næsta bæjar fyrir
sunnan, er varða, sem er kölluð Prestsvarða. Henni
fylgja þau munnmæli, að í kaþólskum sið hafi prestur
frá Hálsi orðið þar úti á heimleið hjá vörðunni. Hann
átti að hafa verið á heimleið frá embættisverkum sín-