Gríma - 01.09.1945, Page 49
Gríma]
DRAUGASÖGUR
47
verið grafinn, en reimleikinn datt niður eftir þetta.
Hafa menn haldið, að hann muni hafa staðið í sam-
bandi við beinagrindina.
b. Hauskúpan á Hjaltcstöðum.
[Handrit Jóns Jóhannessonar fiskimatsmanns á Siglufirði. Sögn
Andrésar Þorsteinssonar.]
Árið 1909 var reist íbúðarhús á Hjaltastöðum í
Blönduhlíð í Skagafirði. Þar bjó þá Þorsteinn Hann-
esson, maður draumspakur og dulskyggn,1) (sbr. Þjóð-
trú og þjóðsagnir O. B., Ak. 1908, bls. 75—77). — Þeg-
ar verið var að grafa fyrir undirstöðum hússins, — en
það stendur sunnanvert við gamla bæinn, — komu
þeir, sem við það unnu, niður á gamla veggjahleðslu,
svo sem skóflustungu neðan við grassvörðinn. Þegar
grafið var til, reyndist þetta vera bústótt, ævaforn og
allstór, hlaðin úr tómu grjóti, og stóðu veggir vel, þar
sem til var grafið. Var grafið nokkru lengra en þurft
hefði vegna byggingarinnar, til þess að ná í grjótið,
sem svo var notað í undirstöður hússins. Var grafið
upp vesturhorn hleðslunnar að norðan og nokkuð af
norður- og vesturvegg. Tótt þessi virtist hafa verið
hlaðin á föstum grundvelli, sem þá hefði verið efsta
jarðlag. Veggirnir voru mjög haglega hlaðnir, úr stór-
björgum neðst, en grjótið smærra því ofar sem dró í
vegginn. Eigi var grafið svo langt, að séð yrði, hversu
stór tóttin var öll, en auðséð var það, að hún hafði ver-
ið mjög stór og að þetta hafði verið stórhýsi, sennilega
skáli. Eigi var heldur grafið svo rækilega innan í tótt-
ina, að séð yrði, hvort þar var gólfskán, en sennilegt er,
1) Þorsteinn lézt vorið 1910.