Gríma - 01.09.1945, Blaðsíða 52
50
DRAU GASÖGUR
[Gríma
sýslu, eflaust frá brunanum í tíð Briems, en þessar
menjar voru ofar í jarðveginum en hauskúpan.1)
(Eftir sögn Andrésar, sonar Þorsteins Hannessonar,
en hann var fulltíða maður, þegar þetta gerðist, og var
einn af þeim, sem unnu að uppgreftinum. Segir
Andrés, að steinarnir í undirstöðu veggjanna hafi ver-
ið svo stórir, að eigi hafi þeir verið hreyfanlegir nema
með vogstöngum og böndum).
c. Hljóðin í Haganesi.
[Eftir handriti Sigríðar Jónsdóttur á Geirastöðum við Mývatn, 1906.]
Um 1885 bar svo við eitt vetrarkvöld í Haganesi
við Mývatn, er allt fólk sat inni í baðstofu við vinnu
sína, konur þeyttu rokka og börn voru með ærsl og
hávaða, að allir heyrðu þrjú sár hljóð útan af bað-
stofuþekjunni; var fyrsta liljóðið hæst og tók yfir
allan hávaða inni fyrir. Engum varð þar um kennt, og
engan gest bar að garði um kvöldið, en snemma morg-
uns daginn eftir, kom þar á glugga Kristján nokkur,
sem kallaður var s æ t i. Hann þótti blendinn maður,
og lá sterkur grunur á, að hann hefði heyrt neyðaróp
manns, sem drukknaði ofan um ís á Mývatni, og jafn-
vel séð til hans, en hvorki sýnt sjálfur neina viðleitni
til að bjarga honum né gert öðrum aðvart. — Fleiri
1) Andrés segir mér, að Guðmundur Þorláksson hafi sagt sér, að
fyrr á tíð hafi aftökur sakamanna farið fram að Seylu, og hafi höfuð
þeirra, sem höggnir voru, verið sett á stjaka, og eigi ótítt, að ástvinit
þeirra líflátnu léti stela þeim um nætur. Gat hann þess til, að höfuðið
myndi svo til komið, að átt hefði síðar að koma því í vígða mold, því
að eigi er kunnugt, að kirkja eða grafreitur væri á Hjaltastöðum. —
Guðmundur lét þess einnig getið, að verið gæti að höfðinu hefði verið
náð í þeim tilgangi, að nota það við kukl á þeirri tíð, er galdratrúin
var í blóma.