Gríma - 01.09.1945, Side 55

Gríma - 01.09.1945, Side 55
Gríma] DRAUGASÖGUR 53 slitinni prjónabrók og engum buxum öðrum, en í hríðarhempu var hann þá jafnan. Hlýjaði hann sér þá stundum á því að eta hálfan sauðarmagál og pund af smjöri í einu. Hinn djarfasti var hann í öllum svaðil- förum, og brá honum lftt við váveiflega hluti. Einn vetur hafði ríki Þorsteinn lömb á beitarhúsi í Geitey. Er sú eyja í Mývatni fram undan Geiteyjar- strönd, en tilheyrir Reykjahlíð. Milli eyjarinnar og austurlandsins eru kallaðir Bolir. Er þar autt nema í aftökum, og ís stendur þar aldrei lengi. Þorsteinn peddi hirti lömbin og var á nóttum í Neslöndum, því að þaðan er styttra til eyjarinnar en frá Reykjahlíð og ís traustur þeim megin. — Eina nótt gekk á grimmdar- stórhríð. Bolirnir höfðu verið auðir, en nú rak í þá krapstellu. Um morguninn fór Þorsteinn að vitja lamba sinna, þótt illfært væri. Hann var að vanda berhentur og berhöfðaður. Hann komst klaklaust til eyjarinnar og fór að gefa lömbunum. En þegar hann kom fram í tóttardyrnar með fyrsta hneppið, sá hann, að annar fyrrnefndra Kálfastrandarbræðra stóð framan við garðahöfuðið og studdi sinni liendi á hvora stoð. Þótt Þorsteinn væri fullhugi hinn mesti, þegar við náttúrlega hluti var að etja, varð honum svo við sýn þessa, að hann greip ótti mikill. Kastaði hann frá sér hneppinu, þaut fram garðann og flaug á drauginn. En hann hvarf þá sem reykur, eins og háttur er drauga við slíkar aðgerðir. Þorsteinn stökk nú niður úr garðanum og reif opnar dyrnar. En þá stóð hinn bróðirinn á haugnum framan við húsið. Blindbylur var á, en Þorsteinn skeytti þvf ekki, heldur þaut beint af augum út á nýrenndan ísinn, berhentur, húfulaus og staflaus; ekki gaf hann sér heldur tíma til að fara í hempu sína. Stefndi hann beint á Geiteyjarströnd.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.