Gríma - 01.09.1945, Qupperneq 55
Gríma]
DRAUGASÖGUR
53
slitinni prjónabrók og engum buxum öðrum, en í
hríðarhempu var hann þá jafnan. Hlýjaði hann sér þá
stundum á því að eta hálfan sauðarmagál og pund af
smjöri í einu. Hinn djarfasti var hann í öllum svaðil-
förum, og brá honum lftt við váveiflega hluti.
Einn vetur hafði ríki Þorsteinn lömb á beitarhúsi í
Geitey. Er sú eyja í Mývatni fram undan Geiteyjar-
strönd, en tilheyrir Reykjahlíð. Milli eyjarinnar og
austurlandsins eru kallaðir Bolir. Er þar autt nema í
aftökum, og ís stendur þar aldrei lengi. Þorsteinn
peddi hirti lömbin og var á nóttum í Neslöndum, því
að þaðan er styttra til eyjarinnar en frá Reykjahlíð og
ís traustur þeim megin. — Eina nótt gekk á grimmdar-
stórhríð. Bolirnir höfðu verið auðir, en nú rak í þá
krapstellu. Um morguninn fór Þorsteinn að vitja
lamba sinna, þótt illfært væri. Hann var að vanda
berhentur og berhöfðaður. Hann komst klaklaust til
eyjarinnar og fór að gefa lömbunum. En þegar hann
kom fram í tóttardyrnar með fyrsta hneppið, sá hann,
að annar fyrrnefndra Kálfastrandarbræðra stóð framan
við garðahöfuðið og studdi sinni liendi á hvora stoð.
Þótt Þorsteinn væri fullhugi hinn mesti, þegar við
náttúrlega hluti var að etja, varð honum svo við sýn
þessa, að hann greip ótti mikill. Kastaði hann frá sér
hneppinu, þaut fram garðann og flaug á drauginn.
En hann hvarf þá sem reykur, eins og háttur er
drauga við slíkar aðgerðir. Þorsteinn stökk nú niður
úr garðanum og reif opnar dyrnar. En þá stóð hinn
bróðirinn á haugnum framan við húsið. Blindbylur
var á, en Þorsteinn skeytti þvf ekki, heldur þaut beint
af augum út á nýrenndan ísinn, berhentur, húfulaus
og staflaus; ekki gaf hann sér heldur tíma til að fara í
hempu sína. Stefndi hann beint á Geiteyjarströnd.