Gríma - 01.09.1945, Blaðsíða 71
Gríma]
TRÖLLASÖGUR
69
c. Frá ílagSkonum vestra.
[Handrit Gísla Konráðssonar].
I.
Það sagði Vigfús Helgason Vigfússonar, faðir Ás-
gríms Hellnaprests,* 1) að eitt sinn, er hann var á ferð á
Jökulhálsi, aðrir segja á Fróðárheiði, sæi hann skessu
mikla og stefndi hún að sér. Tók hann það fangaráð,
að hann lét fallast af hestinum. Hún lagði krumlu
sína ofan á sessu í söðli hans, svo að hesturinn kiknaði
fyrir. Vigfús var mikill fyrir sér og hugaður vel, greip
hníf úr vasa sínum; í því var sem hún rétti að honum
höndina, ella fálmaði til, og í því skar hann um. þveran
lófa hennar. Leit hún í hann og glotti við. Hafði þá
hesturinn haldið áfram. Hljóp Vigfús eftir honum,
hljóp á bak og reið slíkt sem af tók. Skildi þar með
þeim. — Var því trúað, sem Vigfús sagði, því að hann
þótti óskjalsamur.-------
II.
Jón hét maður Hallsson, er bjó á Saurum, skilgóður
maður og skrumlaus. Hann gekk eitt sinn inn yfir Jök-
ulháls; var það fyrir fáum árum.1) Sá hann þá hjá
hömrum nokkrum kvikindi nokkurt, eigi stærra en
meðalmann á hæð, en ákaflega digurt. Sá hann það
ganga ilítið eitt til og frá. Líkast var það kvenmanni,
hrein ógurlega, og þótti honum það líkast hlátri.
Hræddist hann mjög og tók sem hraðast á rás og létti
eigi ferðinni fyrr en hann kom ofan að LFnnarstapa og
lá eftir þrjá daga, en batnaði síðan. — Ætlaði hann og
fleiri, að flagð nokkurt ella tröll hefði hann séð.
1) Vigfús var stúdent og spítalahaldari á Hallbjarnareyri. Hann
mun hafa dáið 1777. — J. R.
1) Þetta er ritað 1849. — J. R.