Gríma - 01.09.1945, Side 80
78
SKRÍMSLASÖGUR
[Gríma
bakkann og læddist út með honum til þess að athuga
skepnuna sem nákvæmast áður en eg réðist að henni.
Mér virtist hún á stærð við vetrung og ljósbleik á lit;
hún stóð í hnipri þannig, að báðir framfætur lágu
beygðir aftur á milli afturfótanna; ekki sá eg móta
fyrir neinum hálsi. Þegar eg var kominn beint fram
undan skepnu þessari, sá eg, að eg mundi ekki ná til
hennar, nema eg stykki upp á bakkann; en rétt um
leið og eg var kominn með annað hnéð upp á hann,
teygði hún fram úr hausnum trjónu eða rana beint á
móti mér. Var rani þessi svo mjór fremst, að þar hefur
hann ekki verið meira en svo sem þumlungur að þver-
máli, en að lengd hefur hann verið um 6—10 þuml-
ungar. Mjög stutt virtist mér vera frá kjaftvikjum til
augnanna, sem voru meinleysisleg og vatnsblá á lit.
Áður en eg gæti látið nokkuð til mín taka, var skepnan
risin svo hátt upp, að eg rétt náði til hennar með svip-
unni og gat slegið hana í kviðinn, svo að buldi í, en í
sama vetfangi stakk hún sér út í vatnið. Þegar eg sneri
mér við, var hún komin í kaf, og sá eg í einn fótinn
sem snöggvast; virtist mér vera sundfit á honum og
hann spyrna við vatninu. Ekki heyrði eg eins mikið
skvamp eins og eg hafði búizt við af svo stórri skepnu.
Utan á henni sýndist mér fremur vera roð en hvelja;
get eg þó ekki fullyrt, að svo væri, því að á meðan á
þessu stóð, var allur hugur minn bundinn við það, að
leggja skepnu þessa að velli.
Þess ber að geta, að það hefur lengi verið trú manna,
að skrímsli væri í vatni þessu. Hafa ýmsir þótzt sjá það
í námunda við vatnið, og stundum margir í senn.