Bændablaðið - 21.07.2016, Side 32

Bændablaðið - 21.07.2016, Side 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Á ferðalagi um Japan: Hof, vatn, mosi og grjót – Higashi Honganji-hofið og Shosei-en-garðurinn í Kyoto Kyoto, fyrrverandi höfuðborg jap- anska keisaraveldisins, er einstak- lega falleg borg og meðal annars þekkt fyrir hallir, hof og fallega garða. Þar er hægt að eyða mörg- um vel skipulögðum dögum og skoða ekkert annað. Fæstir eru þó eins mikl- ir sérvitringar og tíðindamaður Bændablaðsins og undanlátssöm samferðakona hans sem vörðu allri heimsókninni til Kyoto í að skoða, hof og garð. Þegar gengið er út um einn útganginn á aðallestarstöðinni í Kyoto blasir við snældulaga útsýnis- turn ofan á Kyoto Tower-hótelinu. Higashi Honganji-hofið og Shosei- en-garðurinn eru í sömu átt og turninn. Ekki er nema fimm mínútna gangur að hofinu og tíu mínútur í garðinn eftir að farið hefur verið yfir götuna í átt að útsýnisturninum og beygt til vinstri. Hofið og garðurinn eru prýðileg sýnishorn fyrir þá sem vilja kynnast slíkum dásemdum á einum til tveimur klukkustundum og verja svo deginum í að skoða eitthvað annað af öllu því sem borgin hefur upp á að bjóða. Saga hofsins Higashi Honganji-hofið er annað af meginhofum Shin-búddisma í heim- inum. Á máli heimamanna kallast það Austurhofið eða Hinn heiðvirti herra Austur. Hofið, sem er byggt á grafreit frá 12. öld, var sett á fót árið1602 eftir að einn af mörgum stríðsherrum Japans klauf Shin-búddaregluna í herðar niður og skipti henni í tvær einingar til að draga úr völdum hennar. Eftir það er talað um austur- og vestur- -Shin-búddisma. Um miðbik 20. aldar logaði austurreglan í pólitískum og fjár- hagslegum deilum og klufu margir meðlimir hennar sig burt og stofn- uðu eigin reglur. Í dag eru meðlimir Higasgi Honganji-reglunnar ríflega 5,5 milljónir. Eitt stærsta timburhús í heimi Garðurinn umhverfis hofið og aðrar byggingar sem tengjast því, minni hof, og heimili munka, er tæpir tíu hektarar að stærð. Meginhofið og tilbeiðslustaður þeirra sem tilheyra austur-Shin- búddisma og allt snýst um í garðinum er eitt af stærstu timburbyggingum í heimi, 76 metrar að lengd, 58 metr- ar að breidd og 38 metrar að hæð. Núverandi hof er frá 1895. Þakið er gert úr 175 þúsund handgerðum steinskífum og haldið uppi af 90 súlum úr tré. Sagan segir að það hafi tekið 16 ár að reisa hofið og að 1,3 milljónir manna hafi tekið þátt í byggingu þess. Shosei-en-garðurinn Handan við götuna, eilítið í austur, gegnt aðalinnganginum að Higashi Honganji-hofinu, er hálfgerður leynigarður sem er vel fyrirhafnar- innar virði að leita uppi og heim- sækja. Garðurinn kallast Shosei-en eða Kikoku-tei og til að komast að honum þarf að fara inn á litla hliðar- götu þar sem er meðal annars verslun sem selur alls konar smávörur. Nafnið Kikoku-tei er dregið af appelsínutrjáalundum sem eitt sinn umluktu garðinn en eru nú að mestu horfnir. Aftur á móti hefur töluvert af appelsínutrjám verið plantað í garðinn undanfarna áratugi. Elsti hluti garðsins er sagður vera frá 10. öld og eru tjarnirnar í honum að mestu óbreyttar frá þeim tíma. Stærstur hluti garðsins, eins og hann er í dag, var byggður 1641 og hugsaður sem afdrep og hvíldar- staður fyrir heimsþreyttanæðsta prest stórrar búddareglu í Kyoto. Allar byggingar í garðinum brunnu til grunna í eldsvoðanum 1858 og 1864, og núverandi hús eru byggð á árabilinu 1865 til 1868. Í garðinum er auk þess íbúðarhús, tehús, lítið hof, tjarnir, grjóthleðslur, stein- og timburbrýr, fallega mótaðar furur, appelsínu- og kirsuberjatré, fossar og lækir, mosavaxnir steinar og óvenju stór grasflöt fyrir japansk- an garð. Talið er að hönnuður garðsins hafi verið Ichikawa Jozan aðalsmaður, listamaður og meistari í tesiðum. Í dag er garðurinn hluti af Higashi Þegar gengið er út af aðal- lestarstöðinni í Kyoto blasir við snældulaga útsýnisturn ofan á Kyoto Tower-hótelinu. Higashi Honganji- sömu átt. Drekagosbrunnur í hofgarðinum. Myndir / VH Ein af mörgum steinbrúum í garðinum. blómstra. Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is - með þér alla leið - 569 7000 Lágmúla 4 www.miklaborg.is Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn Valdimarsson löggiltur fasteignasali sími: 695 5520 jon@miklaborg.is Sala jarða og fasteigna Skoða og verðmet jarðir og aðrar eignir um allt land • Fagleg þjónusta löggilts fasteignasala • Góð kynning á eignum í vefmiðlum og dagblöðum • Vönduð ljósmyndataka af eignum, m.a. loftmyndir Einkunnarorð Mikluborgar eru gæði, fagmennska og árangur í starfi, en mikil áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð starfsmanna og gagnkvæman ávinning allra hlutaðeigandi í viðskiptunum. Hjá okkur geta eigendur fasteigna verið öryggir um að eign þeirra fái hámarkskynningu og einstaka þjónustu. Við leggjum mikla áherslu á að vera áberandi í störfum okkar með auglýsingum í blöðum og á netinu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.