Bændablaðið - 21.07.2016, Qupperneq 39

Bændablaðið - 21.07.2016, Qupperneq 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Spá metuppskeru á korni: Rússar ætla að auka framleiðsluna gríðarlega Matvæla- og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna (FAO) spáir að heildar kornframleiðsla í heimunum á þessu ári verið ríflega tveir milljarðar tonna. Núverandi spá er talsvert hærri en sú sem var gefin var út í upphafi árs. Helsta ástæða þess að uppskeran er talin vera meiri en ætlað var er met- uppskera í Rússlandi. Veðurfar á árinu hefur víða verið hagstætt fyrir kornrækt og er búist við mjög góðri uppskeru í Bandaríkjunum, Kína og Indlandi. Útlitið er aftur á móti lakara í Tyrklandi. Talið er að heimsuppskera á hrís- grjónum verði rétt tæp 500 milljón tonn. Spár FAO gera ráð fyrir að heildaruppskera á korni muni aukast um 25% á næstu 15 árum. Árið 2015 ræktuðu Rússar 105 milljón tonn af korni en áætlanir þar í landi gera ráð fyrir að auka uppsker- una í 111 milljón tonn árið 2017 og í 130 milljón tonn á næstu fimmtán árum. Þær áætlanir gera ráð fyrir að kornræktarland í Rússlandi aukist úr 46 milljón í 49 milljón hektara. Rússland er stærsti framleiðandi og útflytjandi óerfðabreytts korns í heiminum í dag. Gangi áætlanirnar eftir verður korn önnur stærsta útflutningsvara Rússa á eftir olíu. /VH Tónlist: Neil Young rokkar fyrir Móður Jörð Hipparokkarinn baráttuglaði Neil Young er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. Í sumar hefur hann verið á tónleikaferð um Evrópu. Með honum í för er hópur aðgerðasinna sem kallast Global Village eða Heimsþorpið. Hópurinn sem fylgir Young hefur sett upp sýningar í nokkrum borgum þar sem lögð er áhersla á að vekja fólk til vitundar um mál sem tengjast landbúnaði og fæðuframleiðslu. Á sýningunum má meðal annars fræðast um lífræna ræktun og þá hættu sem stafar af erfðabreyttum matvælum og lyfjanotkun í land- búnaði. Málefni sem eru Neil Young hugleikin. Earth og The Monsanto Years Young, sem gaf út sína fyrstu plötu árið 1968, hefur haldið tónleika víða um Evrópu í sumar og kynnt nýju plötuna sína, Earth, sem er óður hans til Jarðarinnar. Hljómsveitin sem spilaði með honum kallast Promise Of The Real og er meðal annarra skipuð tveimur af sonum Willie Nelson. Young hefur oft látið málefni líð- andi stundar koma sér við og boðað ást og frið í lögum sínum. Á síðasta ári gaf hann út plötu sem heitir The Monsanto Years og inniheldur bar- áttulög til höfuðs risalandbúnaðarfyr- irtækinu Monsanto sem meðal annars framleiðir og selur erfðabreytt fræ og plöntueitur. Farmaid Árið 1985 hélt Young, ásamt Willie Nelson og John Mellencamp, tón- leika sem kölluðust Farmaid og rann ágóðinn til bænda í vanda. Í fram- haldi af því stofnaði hann samtökin Farmaid sem hafa að markmiði að styðja við bændur í Bandaríkjunum. Samtökin hafa lagt ríflega 50 milljón bandaríkjadali til stuðnings bændum í vanda. Þau hafa einnig lagt fé í að kynna lífræn matvæli beint frá býli. /VH Neil Young hefur haldið tónleika víða um Evrópu í sumar og kynnt nýju plötuna sína, Earth. Hitablásarar og rafstöðvar Hitablásari HDK 30T - 30Kw brennir steinolíu og dísil Hitablásari HDK 15T - 15Kw brennir steinolíu og dísil Rafstöð 1,36 kw - STE3000 Rafstöð 7,5 kw - STE8000 Rafstöð 1,3 kw - STE2000 Eigum einnig fyrirliggjandi | | Til sölu jörðin Skógar í Flókadal, Borgarbyggð Umtalsverðar veiðitekjur. Jörðin Skógar er sunnan Flókadalsár. Bláfinnsvatn er í útnorðurmörk- um, og Skógavatn, sem að mestu er í Skógalandi, er á mörkum Hæls og Skóga. Í þessum vötnum var stunduð veiði, einkanlega Skóga- vatni. Í Flókadalsá er töluverð lax- veiði og eru veiðitekjur Skóga u.þ.b. 2.8 millj. á ári en eignarhluti er um 12%. Jörðinni fylgir einnig veiði- og beitarréttur á Arnarvatnsheiði. Land jarðarinnar er allt slétt og víða vel gróið. Land Skóga sem talið er vera um 350 hektarar Húsakostur er allur gamall, en mjög snyrtilegur og að því er séð verður mjög vel um hirtur. Íbúðarhúsið hefur verið mikið endurnýjað en látið halda að mestu sínu upprunalega útliti. Góðar girðingar eru á jörðinni. Stutt í margar af helstu náttúruperlum Borgarfjarðar. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignasali magnus@fasteignamidstodin.is sími 550-3000 eða 892 6000

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.