Bændablaðið - 21.07.2016, Side 48

Bændablaðið - 21.07.2016, Side 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2016 Jóhann Pálmason og Lára Odd- steins dóttir keyptu Skammadal 2 og 45 prósenta hlut af Skammadal 1 af þeim bræðrum Guðgeiri og Árna Sigurðssonum í júní árið 2014 og fluttu þangað í lok desem- ber það sama ár. Með í kaupunum fylgdu 7 kýr og 14 ær. Fyrir áttu þau um 40 kindur og nokkur hross. Býli: Skammidalur 1 og 2. Staðsett í sveit: Í Mýrdalshreppi, Vestur-Skaftafellssýslu. Ábúendur: Jóhann Pálmason og Lára Oddsteinsdóttir Fjölskyldustærð og gæludýr: Saman eigum við synina Daða Stein, 8 ára og Andra Berg, 6 ára, fyrir átti Jóhann dótturina Hörpu Rún, 19 ára, sem býr á Suður-Fossi hér í sveit og Lára átti Þuríði Ingu, 18 ára og Sigurð Ásgrím, 15 ára, sem búa hér í Skammadal. Hundurinn á bænum heitir Skotta Stærð jarðar? Ræktað land tæpir 30 ha, óræktað mýrlendi um 70 ha, auk þess óskipt heiðarlendi. Gerð bús? Nautgripir, sauðfé og ferðaþjónusta. Fjöldi búfjár og tegundir? Í dag eru nautin tæplega 80, rúmlega 100 kindur, 9 hross, 10 hænuungar og 1 hundur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Gegningar alla daga í fjósi og fjárhúsi þegar féð er á gjöf. Ferðaþjónustan er svo í miklum uppgangi hér í Mýrdalnum og njót- um við góðs af því, svo henni þarf að sinna því eftir því sem bókanir segja til um. Við vinnum svo af og til eitthvað utan bús. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Okkur finnst öll bústörf vera skemmtileg. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipað og í dag nema aðeins fleiri nautgripir, eftir að við höfum breytt fjósinu öllu í lausagöngu. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Fylgjumst lítið með þeim og getum þar af leiðandi litla skoðun haft á þeim. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Við teljum að honum muni vegna vel, ef passað verður áfram upp á heil- næmi og hreinleika afurða. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Meiri og markvissari markaðssetning á heilnæmum afurðum, bæði nauta- og sauðfjár- afurðum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, ab-mjólk og smjör. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Sumir myndu vilja kjötsúpu í öll mál, aðrir pitsu, en húsbóndinn myndi aldrei velja fisk fengi hann matseðlinum ráðið. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ætli það sé ekki þegar við slepptum fénu okkar á nýja heimahaga haustið 2014 og fyrstu nautkálfarnir komu í fjósið. Annars var allt árið 2014 eftirminnilegt, þráláti draumurinn um búsetu í sveit rættist loksins. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Plokkfiskur í skyrrúgbrauði og Omnom-súkkulaði á ítalskri matarhátíð Laugardaginn 9. júlí síðastliðinn var matreiðsluhátíðin „Chef Portico 2016“ haldin í Portico di Romagna á Ítalíu. Heiðursgestur hátíðar- innar var Michelin-kokkurinn frá Malmö, Tweety Qvarnström. Sænski kokkurinn er eigandi Bloom í Park í Malmö, sem á síð- asta ári eldaði meðal annars fyrir Nóbelsverðlaunahafa. Þrettán mat- reiðslumenn tóku þátt í hátíðinni og þar á meðal tveir frá Íslandi – undirritaður og Georg Arnar Halldórsson, yfirmatreiðslumaður á Kolabrautinni í Hörpu. Við kynnt- um klassíska íslenska rétti en settum þá í nýstárlegan búning. Íslenskri plokkfiskuppskrift var vel tekið ásamt súkkulaðirétti frá Omnom. Kokkarnir komu víða að og elduðu undir sólhlífum Fjöldi kokka víða að úr Evrópu eldaði undir sólhlífum fyrir gesti ásamt staðbundnum herrum, rekstraraðilum eina hótels og veitingahúss bæjarins, pabba Gianni Cameli og bræðrunum Massimilaino og Matteo. Formúlan á hátíðinni var ekki breytt eftir áralanga hefð. Á Via Roma, aðalgötu Portico di Romagna, þar sem að jafnaði búa um 300 íbúar, eru sett borð fyrir 1.000 sælkeragesti sem vilja smakka alþjóðlega rétti í bland við klassíska rétti. Hver gestur velur, spjallar og skoðar uppskriftir og aðferðir og velur sér eins marga rétti og hann kýs. Gestirnir kaupa miða fyrir hvern rétt (€ 7.00 hver) og líka fyrir vínglösin (€ 3,00 og gestir fá flott glerglas með € 5,00 tryggingu). Skemmtileg hátíð sem íslensk sveitarfélög gætu tekið sér til fyrirmyndar. Plokkfiskur vafinn í skyrrúgbrauð Undirbúningstími: 10 mínútur Eldunartími: 15 mínútur › 500 g ýsa eða þorskur (eldaður) › 500 g kartöflur (soðnar og skrældar) › 1 hvítur laukur, fínt hakkaður › 350 ml mjólk › 55 g smjör › 3 matskeiðar hveiti › salt og svartur pipar › 2 matskeiðar graslaukur eða aðrar ferskar kryddjurtir til skrauts Aðferð 1) skinn- og beinlaus fiskurinn er soðinn og brotinn í flögur. 2) Skrælið og skerið niður kartöflur. 3) Sjóðið mjólkina hægt upp í potti. 4) Í öðrum potti bræðið smjör og eldið laukinn yfir miðlungs hita. Ekki leyfa honum að brúnast. 5) Stráið hveiti yfir laukinn, hrærið vel og eldið í 1–2 mínútur. Smám saman bætið við heitri mjólkinni og hrærið stöðugt. Látið malla í 3–4 mínútur, hrærið oft og vel á meðan. 6) Bætið í soðnum þorski eða ýsuflögum og hrærið rösklega til að brjóta upp fiskflögurnar. Kryddið með salti og mikið af svörtum pipar. 7) Bætið við kartöflum og hrærið varlega. Eldið yfir lágum hita þar til plokkfiskurinn er hitaður í gegn. Sumir vilja baka plokkfiskinn í ofni (með viðbættum osti) eða rúlla honum upp eins og var gert á matarhátíðinni í Ítalíu. Þá er gott að leggja þunnskorið rúgbrauðið á plastfilmu eða smjörpappír og rúlla upp eins og burrito. Soðið rúgbrauð með skyri › 125 g rúgmjöl › 70 g hveiti › 80 g heilhveiti › 250 ml skyr › 160 ml síróp › 1 tsk. matarsódi › 1 tsk .salt Allt hrært saman. Deilist í þrjár niðursuðudósir (eða glerkrukkur með loki). Smyrjið niðursuðudósirnar að innan og setjið smjörpappír í botninn. Fyllið dósirnar til hálfs með deiginu. Setjið þær í pott og látið vatn ná upp á miðjar dósirnar. Leyfið suðunni að koma upp og lækkið þá á minnsta straum og sjóðið í um 2–4 klst. Hægt er að nota súrmjólk í staðinn fyrir skyr. Framreiðið þunnar sneiðar með mjúkum plokkfisk og skreytið með kryddjurtum og kryddjurtabættu íslensku smjöri. Omnom ganache-súkkulaðikrem › 50 g mjólk › 70 ml rjómi › 50 g eggjarauður › 40 g sykur › 165 g 32% ljóst súkkulaði (eða 250 g hvítt súkkulaði) › 10 g kakóduft (sleppa ef notað er hvítt súkkulaði) Aðferð Látið rjómann og mjólkina sjóða. Blandið sykri og eggjarauðu. Hitið að 85°C (nær suðu). Hellið yfir 32% súkkulaði til að gera ganache (súkkulaðikrem). Bætið í kakódufti. Setjið í sprautupoka og fyllið í glös. Berið fram með ferskum og frosnum hindberjum eða komið og smakkið réttinn á Kolabrautinni! Undir ítölsku sólinni var kremið borið fram með hvítu Omnom- súkkulaði með malti, rauðrófusafa með ólífuolíu, íslensku sjávarsalti, ferskum kryddjurtum og frosnum muldum hindberjum. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Skammidalur 1 og 2 Fjölskyldan við fermingu Sigurðar Ásgríms árið 2015. Íbúðarhúsið í Skammadal.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.