Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 1
4. tölublað 2016 ▯ Fimmtudagur 25. febrúar ▯ Blað nr. 461 ▯ 22. árg. ▯ Upplag 32.000 Enn lágt verð á minkaskinnum á uppboði í Danmörku − íslensku skinnin samt enn þau næstverðmætustu á markaðnum: Mikill ótti við blóðsjúkdóm í dönskum mink Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýra- bænda, segir að niðurstöður á skinnauppboði hjá Kobenhagen Fur, sem lauk á þriðjudag, séu svipaðar og búist var við. Verð sé enn lágt og muni haldast lágt allt þetta ár. Íslenskir minkabændur seldu um 40 þúsund skinn á uppboðinu og þar seldist allt sem í boði var, eða á sjö- undu milljón skinna. Björn segir að Íslendingar geti verið sáttir við að vera með næstbestu skinnin á heims- vísu og þar rétt á eftir Dönum. Þar hafi íslensku skinnin heldur verið að sækja á þau dönsku frá síðasta uppboði. „Við erum allavega enn þá að tryggja okkur nokkuð vel gagnvart Norðmönnum og höldum þeim vel fyrir aftan okkur,“ segir Björn. „Verðið á íslensku skinnunum var að meðaltali 213 danskar krón- ur að þessu sinni á móti um 214 krónum á síðasta uppboði í janúar. Niðurstaðan var allavega mun skárri en hún hefði getað verið.“ Björn segir að staðan á heims- markaði með loðskinn sé mjög erfið um þessar mundir. Rússar, sem voru stórkaupendur á loðskinnum um árabil, séu nær alveg horfnir úr kaup- endahópnum. Þótt margir framleið- endur hafi dottið úr skaftinu vegna mikillar verðlækkunar á skinnum, þá sé viðbúið að skinnaverð hald- ist lágt út þetta ár og jafnvel fram á árið 2017. Því sé þetta spurning um velvilja lánveitenda meðan þetta ástand varir. Blóðsjúkdómur vekur ugg Það er þó annað mál sem vekur ekki síður ugg meðal minkabænda. Í Danmörku berjast minkabændur nú við alvarlegan blóðsjúkdóm í dýrunum sem breiðst hefur um allt landið. Gert er ráð fyrir að sam- tök danskra minkabænda leggi sem svarar um tveimur milljörð- um íslenskra króna í baráttuna við sjúkdóminn á þessu ári. Búið er að lóga öllum dýrum á um 280 búum af þeim 1.500 sem þar eru starf- rækt. Ekki sér fyrir endann á þeim vanda. Talið er að smit hafi borist með fóðri en ekkert er þó vitað um upprunann. Lokað fyrir lífdýrainnflutning Íslenskir minkabændur hafa flutt inn fjölda lífdýra árlega frá Danmörku til að viðhalda sínum stofni, en hafa nú alveg lokað fyrir það. „Það verður ekki farið til Danmerkur eftir mink næstu árin, allavega ekki meðan ég er í forsvari fyrir íslenska minkabændur. Það verður ekki tekinn neinn séns í þessum efnum því sjúkdómsleys- ið hér á landi eru einhver mestu verðmætin sem fólgin eru í okkar dýrum,“ segir Björn. /HKr. Landbúnaðurinn hefur ekki fylgt ferðaþjónustunni eftir Hugmynd sem kviknaði í hrossahaga 182 þar í sveit. Hér er hann með tvo til reiðar á mótinu sem fram fór þann 6. febrúar síðastliðinn. − Sjá nánar um mótið á bls. 7. Mynd / Gunnar Rögnvaldsson. Sunnudaginn 28. febrúar nk. verður haldin sannköll- uð landbúnaðar- og matarhá- tíð í Hörpu á milli klukkan 11 og 17. Búnaðarþing verður sett við hátíð- lega athöfn í salnum Silfurbergi kl. 12.30 en yfir daginn verð- ur nóg við að vera í Hörpunni. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, setur þingið og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjáv- arútvegs- og landbún- aðarráðherra, ávarpar gesti. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, leikkona og bóndi á Mýrum, stýrir athöfn- inni en ýmsir vel valdir listamenn koma þar fram. Í fyrsta sinn verða veitt Hvatningarverðlaun Bændasamtaka Íslands og landbún- aðarverðlaunin verða á sínum stað. Bæði fyrir og eftir setningar- athöfn Búnaðarþings gefst gestum kostur á að kynna sér úrval íslenskra búvara hjá nokkrum úrvinnslufyr- irtækjum bænda, skoða búvélar og virða fyrir sér mannlífið í Hörpu. Fyrir utan tónlistarhúsið verður grillvagn sauð- fjárbænda, hamborgara- bíllinn Tuddinn, ásamt dráttarvélum og öðrum tækjabúnaði sem bænd- ur nota í sínum störfum. Allir eru velkomnir á landbún- aðar- og matarhátíð í Hörpu sunnu- daginn 28. febrúar. Búnaðarþing 2016: Landbúnaðar- og matarhátíð í Hörpu Sérblað um búnaðarsamninga fylgir blaðinu í dag: Samningarnir marka nýja sókn í landbúnaði 42 Gamli traktorinn Fulltrúar bænda og ríkisins skrif- uðu undir nýja búvörusamninga 19. febrúar sl. Þeir marka tímamót í landbúnaði og upphafið að nýrri sókn að mati landbúnaðarráð- herra og forsvarsmanna bænda. Um er að ræða rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnað- arins og samninga um starfsskilyrði garðyrkju, nautgriparæktar og sauð- fjárræktar á árunum 2017 til 2026. Samningarnir eru til 10 ára en gert er ráð fyrir að þeir verði teknir til endurskoðunar tvisvar á samn- ingstímanum, árin 2019 og 2023. Rökin fyrir löngum gildistíma eru þau að verið er að ráðast í umfangs- miklar breytingar. Meginmarkmið samninganna er að efla íslenskan landbúnað og skapa landbúnaðinum sem fjölbreyttust sóknarfæri. Samningunum er ætlað að auka verðmætasköpun í land- búnaði og nýta sem best tækifærin sem felast í sveitum landsins í þágu bænda, neytenda og samfélagsins alls. Til þess að ná þessum markmið- um eru í samningum fjölbreytt atriði sem ætlað er að ýta undir framþróun og nýsköpun í landbúnaði. Samningarnir fjórir eru allir prentaðir í heild sinni hér í blað- inu ásamt fleiri upplýsingum á bls. 29–36. Sindri Sigurgeirsson, for- maður BÍ, fjallar um áhrif samn- inganna á bls. 6. Sigurður Ingi Jóhannsson og Sindri Sigurgeirsson. Mynd / TB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.