Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 hvort matarskammturinn sem þeir eru að bera á borð sé nógu stór, þá spyr ég á móti: Er þetta skammturinn sem þú myndir vilja fá? – Eins er það með aðra hluti, eins og aðstöðuna í gistiherbergjunum. Þá spyr ég hvern- ig herbergi myndi ég sjálfur vilja fá. Þetta eiga allir að hafa til hliðsjónar sem eru í þjónustustörfum. Ef það kemur kúnni og fær bara leiðinlegt viðmót hjá manni og afgreiðslu, þá á maður að spyrja sjálfan sig: Myndi ég vilja fá svona þjónustu annars staðar? Með slíkt viðhorf að leiðarljósi þá rambar maður yfirleitt á réttu lausnirnar. Auðvitað gerir maður þó oft mistök og verður þá að læra af reynslunni.“ „Við erum ekki moldrík af þessu“ Keli segir að starfsemin í Langa- holti hafi aldrei verið mjög stór eða mikil. „Við erum ekki moldrík af þessu. Ég kaupi og tek við þessu um ára- mótin 2005 til 2006. Síðan kom efnahagshrunið sem var „assskoti“ erfiður tími. Síðan hefur þetta verið að potast í rétt horf á ný. Við erum því að stækka til að bregðast við breyttum aðstæðum. Það voru aðrar kröf- ur hér áður fyrr. Fyrir 30 árum voru gestirnir umburðarlyndari gagnvart mismunandi aðstæðum. Núna er ferðafólk meira að velja sér áfangastaði eftir lífsmáta og veit hverju það er að sækjast eftir og er því meðvitaðra um hvernig hlutirnir eiga að vera. Við reynum því ekki að sinna öllum fjöldanum, heldur ákveðnum manngerðum. Nútíminn er þannig að maður er minna að vinna við veitingastaðinn sjálfur, heldur verður maður að vera með fólk í fullri vinnu, bæði kokka og þjóna. Þetta fólk þarf auðvitað að hafa eitthvað að gera, alltaf. Það dugar ekki lengur að fá nágranna í íhlaupavinnu í þrjá daga í einu.“ Með 20 herbergi og bæta öðrum 20 við „Sem stendur erum við einungis með 20 herbergi og það er of lítið til að halda uppi svona starfsemi allt árið. Reyndar hefur veitingastaður- inn verið mjög vinsæll og því skap- að næga vinnu undanfarin ár. Það er mest fólk sem kemur hér inn af veginum. Með því að bæta við okkur 20 herbergjum sem verða tilbúin í sumar, erum við meira að tryggja okkur að sá fjöldi sem gistir hjá okkur dugi til að halda uppi grunn- starfsemi á veitingastaðnum líka. Bókunarkerfið hefur líka breyst mikið. Áður dugði stílabók og faxtæki, en nú þarf maður að vera með manneskju til að sjá um þessi samskipti og þar þarf allt að gerast hratt. Öll svona þjónusta er minni stöðunum mjög erfið. Þeir verða að sinna sömu þjónustu og 100 herbergja hótel og til þess þarf mannskap. Þróunin er því þannig að minnstu staðirnir eru svolítið dæmdir til að stækka. Það er meiri kostnaður á bak við slíka starfsemi en áður og því hlutfalls- lega minna upp úr þessu að hafa. Þegar foreldrar mínir byrjuðu þá voru þau fyrst með svefnpokapláss sem þótti fínt. Svo var byggt við aftur og aftur og síðan bættust við kröfur um herbergi með baði eins og þetta er í dag. Nú eru bara önnur fyrirtæki sem sjá um svefnpoka- plássið.“ Samfélagsleg skylda mín að skaffa heilsársstörf Keli segir að bókanir hafi verið vel viðunandi. Vetrartraffíkin á Snæfellsnesi sé kannski ekki eins mikil og á fjölmennustu ferða- mannastöðunum en það sé vel merkjanleg aukning. „Þá finnst mér það samfélagsleg skylda mín, verandi með svona fyr- irtæki úti í miðri sveit, að skaffa hér heilsársstörf. Slíkt gerir fólki líka kleift að flytja til okkar og búa í sveitinni. Hvað sem mönnum finnst um ferðaþjónustuna á landsbyggð- inni þá er þetta bara búgrein. Ég segist því vera ferðaþjónustubóndi. Enda er ég að selja landsgæði þó ég sé að yrkja jörðina á annan hátt en þeir sem eru með húsdýr. Minn búsmali eru gestirnir og ég er með sérhönnuð hús fyrir þá, rétt eins og aðrir bændur eru með gróðurhús, fjós eða fjárhús. Þá veitir sveitinni ekkert af að fá fólk til að búa á staðnum. Það snýst um að geta haldið uppi samfélagi með eðlilegri þjónustu, eins og skól- um. Innviðirnir verða að vera í lagi. Ef ég get haft heilsárs starfsmenn, þá tel ég að mér sé svolítið að takast að sinna þessari samfélagsskyldu minni.“ Vill búa í sveitinni Keli segir að eins og stendur þá séu langflestir starfsmanna hans af höfuðborgarsvæðinu. Lítið sé af ungu fólki í sveitinni til að leita til. Það fólk sé flest í skólum og ekki komið á þann stað í lífinu að taka við búum foreldra sinna. Fyrir sex til átta árum voru allir starfsmenn hans úr sveitinni. Því sé mikið til vinnandi að auka fjölbreytnina í atvinnulífi sveitarinnar. Hann segir að vissulega henti ferðaþjónustan ekki öllum. Það þurfi ákveðna manngerð með mikla þjónustulund til að sinna henni vel. „Það fólk er jafn velkomið í þessa sveit og hver annar. Ég er að þessu af því að ég vil búa hér. Það er eiginlega eina ástæðan, þó ég gæti mögulega átt meiri tækifæri á öðrum stöðum eða við að gera eitthvað annað. Hér vill maður vera og þetta starf á vel við mig og ég held að ég sé ágætur í þessu. Þetta get ég gert þótt ég yrði hræðilegur bóndi í hefðbundnum skilningi,“ segir Keli. /HKr. Lýsuskarð, Lýsuhyrna, Þorgeirsfell og Þorgeirsfellshyrnan blasa við beint fyrir ofan Langaholt. Myndir / HKr. Keli við anddyrið í Langaholti. Það breytist væntanlega í sumar við til- komu nýbyggingar. Keli með afastrákinn, Sæbjart Goða. Grunnur lagður að 20 herbergja stækkun gistirýmis. „Ég er að þessu af því að ég vil búa hér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.