Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Stundum er mikill draumur fyrir litlu efni og hryggan mann dreymir sjaldan gleði- lega drauma, segir í göml- um máltækjum. Alla menn dreymir og frá ómunatíð hafa þeir velt fyrir sér gildi og merkingu drauma. Sumir leggja trúnað í drauma og telja þá fyrirboða þess sem framtíðin ber í skauti sér. Efni drauma getur verið atvik sem þarf að túlka. Gríski heimspek- ingurinn Aristóteles taldi aftur á móti að draumar væru tengdir líkamsástandi og óháðir yfir- náttúrulegum öflum. Hann hafn- aði því að draumar gætu haft forspárgildi vegna þess að við gætum ekki munað framtíðina. Draumar höfðu mikla þýð- ingu í íslensku sveitasamfélagi og tekið var mark á berdreymnu fólki. Sagt var að draumar sem menn dreymdi á vaxandi tungli rættust fljótt en að draumar sem menn dreymdi á minnkandi tungli rættust seint. Sumir halda því fram að draumar rætist eins og þeir eru ráðnir og því eigi að ráða þá jákvætt. Jónas Jónasson frá Hrafnagili segir að ef menn dreymir brenni- vín eða drykkjuskap á vetrum boði það hálku og ef menn dreymir að þeir sjái margar sólir eða tungl á lofti boði það mannslát. Þeir sem ljúga upp draumum eða þegja yfir þeim missa draumgáfuna. Eitt öruggasta ráðið til að dreyma mikið er að fá sér draumamann eða draumakonu. Þetta er gert með því að biðja einhvern sem er rétt við andlátið að sjá um drauma sína. Sagt er að draumamenn eða -konur rotni að fullu í kirkjugörðum nema augun; þau halda sér með fullu lífi, sem lifandi séu. Þegar draumgjafinn fer að ljúga í draumi er maður feigur. Sagt er að draumar hafi mis- munandi merkingu fyrir hvern og einn, sama atvikið í draumi hefur ekki sömu merkingu fyrir alla. Samkvæmt þessu verður hver einstaklingur að læra að túlka sína eigin drauma og lítið gagn er í draumaráðningarbók- um og ráðningaformúlum. Í þjóðtrúnni hafa ákveðin fyrirbæri í draumum svipaða merkingu, til dæmis tákna blóm eða tré yfirleitt afkomendur eða ætt viðkomandi. Sólarupprisa eða skært sólskin boðar gott en sólmyrkvi erfiðleika, lygnt og tært vatn táknar hamingju og velgengni en úfið haf óstöð- ugleika, ósætti og leiðindi. Stundum kemur fyrir að menn dreymir að einhver þyngsli sitji ofan á þeim og kallast það martröð. Samkvæmt þjóðtrúnni stafa martraðir af einhvers konar kvikindi eða illum anda sem sækir á menn í draumi. Í Færeyjum er mara kven- vættur sem birtist mönnum á nóttinni í líki fagurrar konu og finnst þeim eins og þeir liggi glaðvakandi og mara komi upp í til þeirra. Hún skríður síðan upp á brjóst þeirra og þjarmar svo fast að þeim að þeir geta hvorki náð andanum né hreyft legg né lið. Mara leitast eftir því að stinga fingrunum upp í menn og telja í þeim tennurnar, takist henni það gefa þeir upp öndina. Freud hélt því fram að með draumum uppfyllti fólk óskir sínar og fengi útrás fyrir bælda kynóra. Hvort sem það er rétt eða ekki leynist nokkur sann- leiksbroddur í spakmælinu: „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið.“ /VH Svo rætist draumur sem hann er ráðinn STEKKUR UMHVERFISMÁL&LANDBÚNAÐUR Ari Trausti Guðmundsson Jarðfræðingur og rithöfundur Að spinna hundahár á halasnældu Hjá Heimilisiðnaðarskóla Heimilis iðnaðarfélags Íslands er á dagskrá námskeið í tóvinnu þar sem nemendur læra að kemba og spinna á halasnældu og rokk. Námskeið af þessu tagi hefur ávallt verið á dagskrá skólans því ætíð eru einhverjir sem áhuga hafa á að kynna sér þetta þjóðlega handverk. Unnið er með íslenska ull en eftir að hafa lært handtökin eru allir vegir færir og hægt að spinna úr margs konar þráðum, til að mynda hunda- hárum. Spinna má úr margs konar þráð- um, meira að segja hundahárum! Hægt er að safna hundahárum, kemba þau í lippur og spinna úr þeim band á halasnældu og prjóna svo með því rendur í húfu eða vett- linga. Hundahárin eru ekki slitsterk en mjúk og hlý og síðast en ekki síst sérstök og skemmtileg. Það má líka alltaf styrkja þráð með því að tvinna saman tvo þræði og fá þannig fram þá eiginleika sem sóst er eftir. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að leiðbeina í tóvinnu með sömu aðferðum og notaðar voru fyrrum, þ.e. að taka ofan af, hæra, kemba og spinna bæði á halasnældu og rokk. Spunnið er þel og tog, notaðir viðeigandi kambar, útskýrð gömul heiti og orðatiltæki um áhöld, ull og spuna. Sá eiginleiki íslensku ullar- innar að skiptast í tog og þel gerir hana sérstaka. Til þess að njóta þessara eigin- leika til fulls þarf að vinna ullina í höndum því ekki eru til vélar sem taka ofan af ullinni. Hér gefst gott tækifæri til að kynnast tóvinnu af eigin raun undir leiðsögn kunnáttu- manneskju en kennari á námskeiðinu er Marianne Guckelsberger. Námskeiðið hentar jafnt byrjend- um og þeim sem áður hafa kynnst tóvinnu. Námskeið er fimm kvöld, kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18.30–21.30, 3., 8., 14. og 16. mars í húsnæði Heimilisiðnaðarskólans í Nethyl 2e í Reykjavík. Nánari upp- lýsingar má nálgast á heimasíðunni www.heimilisidnadur.is og hjá Margréti Valdimarsdóttur, formanni Heimilisiðnaðarfélags Íslands, í síma551 5500 eða 848 0683, hfi@ heimilisidnadur.is, www.heimilis- idnadur.is I Í allmörg ár hafa stjórnvöld lagt verulega áherslu á nýsköpun og ýmis einkarekin fyrirtæki koma þar líka við sögu. Í kynningu frá fjár- málaráðuneytinu sem fylgir fjár- lögunum 2016 stendur: „Stutt er við nýsköpun og vísindi með verulega auknum framlögum til þessara mála. Aukningin nemur 2 milljörðum króna á næsta ári, á grundvelli stefnu Vísinda- og tækni- ráðs fyrir árin 2014–2016.“ Þarna bergmálar stefna sem mótuð var þegar eftir efnahagskoll- steypuna 2008. Samkvæmt henni er nýsköpun ein mikilvægra leiða upp úr öldudalnum djúpa. Vísinda- og tækniráð fjögurra ráðherra samþykkti 2014: „Stórauka á fjárveitingar til vísinda og nýsköpunar þannig að árið 2016 nái þær 3,0% af vergri landsframleiðslu (VLF) og verði sam bærilegt því besta sem þekkist innan OECD.“ II Fyrir nokkrum árum kom fram að 50 nýsköpunarfyr- irtæki, ekki þau stóru, heldur ung og rísandi fyrirtæki, veittu um 500 manns atvinnu og veltu á við með- alstórt álver. Mikilvægi nýsköp- unar þarfnast ekki marga orða til útskýringar. Því til staðfestingar er stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands 2006 (www.nmi.is) og nokkur fjöldi sjóða til hliðar við t.d. Tækniþróunarsjóð, Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og Framleiðnisjóð landbúnaðarins. Í heild er fjölbreytni nýsköpunar á Íslandi mikil og skorar landið ágætlega vel í samanburði við mörg lönd úr næsta nágrenni. III Nýsköpun á Íslandi hefur leitt fram stór og öflug fyr- irtæki á borð við Össur og Marel. Önnur eru minni en engu að síður öflug sprotafyrirtæki. Þau hafa með sér Samtök sprotafyrirtækja, næstum 50 talsins. Stundum snýst nýsköpunin um lausnir á verkefni sem ekki leiða til fyrirtækjastofnun- ar. Til dæmis um slíkt er tæknin og búnaðurinn sem þurfti að finna upp og búa til svo þrýsta mætti brenni- steinsvetni Hellisheiðarvirkjunar í vatn og dæla því ofan í jarðvarma- geyminn. Í fáeinum geirum efna- hagslífsins mynda nýsköpunar- og sprotafyrirtæki með sér klasa, t.d. í sjávarútvegi. Með klasamyndun eykst samvinna milli eininganna og virkni jafnt sem kynning styrkist. Til klasastofnunar í landbúnaði er raunar hvatt í tillögum sem starfs- hópur bænda skilaði atvinnuvega- ráðuneytinu 2014. (http://www. atvinnuvegaraduneyti.is/media/ atvinnustefna/Landbunadur--- greinargerd.pdf). IV Innan landbúnaðarins ber víða á nýsköpun og séráhersla á hana er t.d. viður- kennd með því að í febrúar 2014 var undirritað samkomulag um samstarf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (www.rml.is) og Landbúnaðarháskóla Íslands: „... um þætti sem snerta endur- menntun, kennslu og ýmiss brýn verkefni á sviði ráðgjafar og nýsköp- unar í landbúnaði. Mikilvægur þáttur samkomulagsins er að stofnað verð- ur til sameiginlegra faghópa til að greina þarfir, markmið og leiðir fyrir faglegt starf á sameiginlegu verksviði.“ Margt af nýsköpuninni í land- búnaði lýtur að sjálfsögðu að mat- vælaframleiðslu, hvort sem er að skyrkonfekti, heilsuvörum úr jurta- ríkinu eða nýju áleggi. Annað snýr að þjónustu, einkum í ferðamanna- útveginum (svo notað sé sjaldséð orð), og loks hafa allnokkrir bænd- ur þreifað fyrir sér við orkuöflun. Nýsköpun í framleiðslugrein er alls ekki alltaf fólgin í nýrri uppfinn- ingu, nýju tæki eða nýrri aðferð við t.d. framleiðslu. Ekki þarf ávallt að finna upp hjólið. Hún getur einnig falist í að nota aðferðir eða tól sem þekkt eru til þess að brydda upp á nýjungum eða aðlaga aðferðirnar íslenskum aðstæðum. V Sem borgarbúi heyri ég ansi oft talað um landbúnað og bændur á mjög gagnrýninn hátt. Sumt eru sleggjudómar eða niðr- andi tal og enda þótt ég sé alls ekki sérfróður um landbúnað, heyrist mér oft að þekkingarskortur eða misskilningur ráði miklu um skoð- anir fólks. Andsvörin við þessu eru margvísleg og koma auðvitað fyrst og fremst hjá þeim sem í greininni vinna, bæði á búum og í fyrirtækjum en einnig innan mennta- og rann- sóknargeira landbúnaðarins. Þá væri snjallt að fræða almenning um einmitt hvernig tækni hefur breytt starfsemi og möguleikum bænda. Og ekki síður um hvernig margir bændur hafa bryddað upp á nýjung- um, allt frá skógrækt til byggræktar, og hvernig áhugi á nýsköpun hefur leitt til þess að forvitnileg nýsköpun hefur gert vöru- og þjónustuframboð bænda fjölbreyttara en áður var. Þá koma nýju miðlarnir og sjónvarp sér vel. Og eitt skal á bent í þessu sambandi: Endurvinnsla úrgangs frá býlum landsins er ábótavant. Málmar (t.d. véla- og bílhræ), timbur og sumpart plastúrgangur er víða áberandi til sveita. Vel væri gert ef Bændasamtökin stæðu að átaki sem leiddi til þess að sem mest af þessu hyrfi til endurnýtingar. VI Í sumarbyrjun 2015 voru sýndir þættir um umhverfis- mál í Sjónvarpinu. Í einum þeirra tókum við Valdimar Leifsson dæmi af gerð loðdýrafóðurs úr sláturúr- gangi, skógrækt metanframleiðslu úr húsdýraúrgangi, svepparækt í sér- stökum rotmassa, tölvustýrðu gróð- urhúsi, byggökrum á fyrrum örfoka landi, lífrænni mjólkurframleiðslu og kjötverslun beint frá býli en komumst að því að listi yfir nýjungar var margfalt lengri. Áður sögðum við frá verkefninu Orkubóndinn sem Nýsköpunarmiðstöðin hefur gengist fyrir. Allt virtist þetta vekja athygli meðal almennings. Þessi afar jákvæðu þættir í landbúnaði minna á að þarna er verk að vinna, vegna framfara í landbúnaði og vegna ímyndar greinarinnar. Þörf er á skipulögðu og margþættu átaki við að efla nýsköpun í landbúnaði og gera um það áætlun um leið og samningar við ríki og svonefnda milliliði eru gerðir. Í skýrslu FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ) frá 2014 stendur: „Ýta á undir möguleika til að stunda nýsköpun á fjölskyldubúi á mörgum sviðum. Geta einstaklinga til nýsköpunar þróast með því að fjárfesta í menntun og þjálfun heimafólks.“ Nýsköpun í landbúnaði − 12. grein Mynd / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.