Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Ásgerður María Hólmbertsdóttir amh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefsíða blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Prentsnið – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 9.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgarar kostar 4.950 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Landbúnaðarstefna Evrópu sambands- ins, „The common agricultural policy,“ eða CAP, er eins og búvörusamningum á Íslandi, ætlað að hjálpa bændum við að framleiða næga fæðu handa íbúunum. Búvörusamningur ríkisins við íslenska bændur á sér því hliðstæður sem finna má í flestum ríkjum heims, meira að segja í landi frelsisins – Bandaríkjunum. Þótt þjóðir heims telji mikið til vinnandi að veita miklu fjármagni til landbúnaðar svo tryggja megi fæðuöryggi þegnanna, þá er ekki þar með sagt að það sé sama hvernig það er gert. Hvort sem nýgerðir búnaðarsamningar á Íslandi verða sam- þykktir möglunarlaust eða ekki, þá verður að skoða áfram alla möguleika á að gera kerfið skilvirkara og sem ódýrast. Auka enn frekar öryggi matvælanna og rekjanleika auk þess að setja það sem höfuðmarkmið að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Hefja þarf markvissa vinnu við að gera íslensk- an landbúnað eins sjálfbæran og nokkur kostur er. Það mun gera gæfumuninn, bæði fyrir bændur, sem og þjóðina alla, þegar til framtíðar er litið. CAP, sem upphaflega var sett í gang árið 1962, er einnig ætlað að tryggja að fæðan sem framleidd er sé örugg (meðal annars í gegnum rekjanleika). Að bændur sé vernd- aðir fyrir verðsveiflum og markaðshruni. Þeim sé hjálpað við að fjárfesta til að nútímavæða sinn búskap. Búa til og verja störf í matvælageiranum. Vernda umhverfið og stuðla að velferð dýra. CAP er líka ætlað að verja veikar byggðir í dreifbýlinu með því að skjóta fjölbreyttari stoðum undir efnahagslífið. Þar hefur kerfisköllum í Brussel reyndar hrapallega mistekist. Eftir hálfa öld undir þessum samningi, sem í grundvallaratriðum hafði verið lítið breytt, voru gerðar nokkrar breytingar á CAP 2013. Þar var samt aðaláherslan enn lögð á fæðuöryggið, „food security“. Í nýjum CAP-samningi var einnig bent á spá sem gerir ráð fyrir að íbúum jarð- ar muni fjölda úr 7 í 9 milljarða fram til 2050. Að hlýnun jarðar muni valda miklum bú sifjum í landbúnaði víða um heim. Því sé afar mikilvægt að halda dreifðum byggðum Evrópu á lífi svo þær geti þegar á þarf að halda verið reiðubúnar til að takast á við aukna matvælaframleiðslu. Fram til 2050 verði heimsbyggðin nefnilega að tvöfalda landbúnaðarframleiðslu sína ef allt þetta fólk eigi að geta dregið fram lífið. Það þýðir að baráttan um brauðið mun harðna og það verulega. Einn angi af lífsbaráttunni er baráttan um vatnið. Hún er ekki aðeins óraunveru- leg martröð úr fjarlægri framtíð, því hún er staðreynd þegar í dag. Þetta gat heims- byggðin m.a. séð í fréttum í byrjun þessarar viku af baráttu um vatn í indverskri stór- borg. Bandaríkjamenn eru nú að ganga inn í slíka martröð líka. Skiptir þetta Íslendinga engu máli? Erum við kannski hafin yfir aðrar þjóðir varðandi skyldu okkar til að vera sjálf- bjarga um frumnauðsynjar, mat og vatn? Það mætti ætla af umræðunni að við séum ósnertanleg í þessum efnum. Hér getum við hagað okkur eins og fífl og stólað á að einhverjir aðrir sjái alla tíð um að framleiða matinn ofan í okkur. Kaupum bara frá útlöndum matvælin sem greidd eru niður af almenningi í viðkomandi löndum. Líkt og bankamenn og fjárfestar stóluðu á að almenningur á Íslandi og í útlöndum borgaði brúsann af þrifunum þegar þeir voru búnir að drulla upp á bak. Fólk með slíkan þankagang mætti alveg fara að gera sér það ljóst að framleiðsla á mat gerist ekki af sjálfu sér. Kjöt og græn- meti vex ekki í kæliborðum verslana frekar en fiskurinn sem sjómennirnir okkar veiða. /HKr. Ekki ósnertanleg Ísland er land þitt Úr Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Mynd / HKr. Skrifað var undir nýja búvörusamninga þann 19. febrúar síðastliðinn. Samningarnir eru til 10 ára en gert er ráð fyrir að þeir verði teknir til endurskoðunar tvisvar á samningstímanum, árin 2019 og 2023. Það er nýmæli að gildistíminn sé þetta langur, en ástæða þess er að með samningunum er verið að ráðast í umfangsmiklar breytingar á starfsumhverfi landbúnaðarins sem kallar á langtímahugsun. Meginmarkmið samninganna er að efla íslenskan landbúnað og skapa greininni sem fjölbreyttust sóknarfæri. Markmiðið er að auka verðmætasköpun í landbúnaði og nýta sem best tækifærin sem felast í sveitum lands- ins í þágu bænda, neytenda og samfélagsins alls. Til þess að ná þessum markmiðum eru í samningum fjölbreytt atriði sem ætlað er að ýta undir framþróun og nýsköpun í greininni. Enn fremur fylgir samningnum bókun þar sem gert er ráð fyrir frekari viðræðum um innviði hinna dreifðu byggða og almenn atriði er varða byggðastefnu stjórnvalda. Gerð er hagræðingarkrafa í samningun- um sem nemur 0,5% fyrstu 5 ára samning- anna en 1% næstu 5 ár á eftir. Þetta á við um alla þætti samninganna nema þeim sem lúta að niðurgreiðslu raforku og framlögum til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Heildarútgjöld ríkisins vegna samninganna verða nánast þau sömu í lok samningstímans (á föstu verðlagi) og þau eru nú. Sett er þak á stuðning í alla samning- ana þannig að enginn framleiðandi getur fengið meira en ákveðið hlutfall af heildarframlögum. Mjólkursamningur tekur breytingum Í nautgriparæktarsamningi er stefnt að viðamikl- um breytingum. Vægi greiðslna út á framleidda mjólk auk gripagreiðslna eykst en á móti er gert ráð fyrir að vægi greiðslna út á greiðslumark verði þrepað niður. Viðskipti með greiðslumark verða jafnframt takmörkuð en aðlögunartími er talsverður. Horft er til þess að hægt verði að afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu en ákvörðun um það verður ekki tekin fyrr en við fyrri endurskoðun árið 2019. Atkvæðagreiðsla verði meðal mjólkurframleiðenda um málið áður en til þess kemur. Ný verkefni eru einkum að nú verður tekinn upp stuðningur við nauta- kjötsframleiðslu, en innlend framleiðsla hefur ekki annað eftirspurn síðustu ár. Enn fremur verður mögulegt að fá stuðning við fjárfestingar, sem líka er nýmæli. Þá mun ráðherra beita sér fyrir því að tollvernd á ákveðnum mjólkurvörum verði færð til raungildis, en hún hefur verið óbreytt í krónum talið frá árinu 1995. Garðyrkjusamningur Samningur garðyrkjubænda er um margt áþekkur fyrri samningum og engar snöggar eða áhrifamiklar breytingar eru fyrirsjáanlegar vegna hans. Kveðið er á um hlutdeild ríkisins í kostnaði við dreifingu og flutning raforku, en undanfarin ár hafa verið gerðir sérstakir samn- ingar um þá þætti, utan búvörusamninga. Áfram munu papriku-, gúrku- og tómataframleiðendur fá beingreiðslur vegna framleiðslu sinnar. Sett hefur verið viðmið um hámarksstuðning til einstaka bænda vegna beingreiðslna og niður- greiðslna á flutnings- og dreifingarkostnaði raforku í því skyni að þeir fjármunir sem til ráðstöfunar eru nýtist sem best. Breyttar áherslur í sauðfjárræktinni Í sauðfjárræktarsamningi eru breyttar áherslur frá fyrri samningi. Markmið nýja samnings- ins er að efla íslenska sauðfjárrækt í sátt við samfélag og náttúru þar sem sérstaða, sjálf- bærni, fjölbreytni, verðmætasköpun og góðir búskaparhættir eru hafðir að leiðarljósi. Að auki á að hlúa að þeirri einstöku íslensku menningu sem tengist sauðfjárrækt um leið og stuðlað er að framþróun, nýsköpun, nýliðun og eflingu byggðar um allt land. Vægi álagsgreiðslna gæðastýringar er aukið og greiðslur út á greiðslumark þrepaðar niður á móti. Teknar verða upp gripagreiðslur í sauðfjárrækt þegar liðið er á samninginn, en á öðru ári hans hefjast greiðslur sem kallast býlisstuðningur og eru sérstaklega ætlað- ar til að styðja við minni bú. Einnig verður kostur á fjárfestingastuðningi í sauðfjárrækt og stuðningur við svæði sem eru sérstaklega háð sauðfjárrækt verður aukinn. Nýtt verkefni er í samningnum um aukið virði afurða sem er ætlað til margs konar aðgerða til að auka verðmæti framleiðslunnar. Bændur munu nú greiða atkvæði um samn- ingana og Alþingi fjalla um lagabreytingar sem þeim tengjast. Búast má við mikilli umræðu á næstu vikum og mánuðum sem er eðlilegt enda málið stórt. Bændur eru tilbúnir í þá umræðu. Hvað þýða samningarnir fyrir neytendur? Stundum er spurt hvað samningarnir feli í sér fyrir neytendur. Stutta svarið við því er að stuðningur við landbúnað gerir greininni kleift að framleiða afurðir á hagstæðara verði fyrir neytendur. Það er varla til sá staður þar sem að stjórnvöld hlutast ekki á einhvern hátt til um landbúnað – með stuðningi, verndaraðgerðum eða hvoru tveggja. Svo er einnig raunin hér. Okkur er ekki frekar en öðrum sama um hvort það er landbúnaður hérlendis eða ekki. Einhliða ákvörðun okkar um að hætta stuðningsaðgerð- um yrði einfaldlega til þess að greinin hefði ekki sanngjarna samkeppnisstöðu. Stuðningurinn hérlendis gerir bændum kleift að selja afurð- ir sínar frá sér á lægra verði. Þetta eru engir bankabónusar – heldur er þessu að langmestu leyti skilað aftur í formi lægra verðs fyrir alla. Væri það ekki gert myndi stuðningurinn þurfa að færast inn í afurðaverðið. Samfélag okkar styður við margs konar starfsemi.Vissulega er það réttur hvers manns að hafa á því skoðun hvort það sé stutt við landbúnað eða ekki, en menn verða að gera sér ljóst hvaða þýðingu stuðningsaðgerðir hafa og bera saman fyrir- komulagið með sanngjörnum hætti. Landbúnaðarframleiðslan hefur víðtæka þýðingu fyrir landið í heild. Á hverju ári á sér stað mikil verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði. Árið 2014 var verðmæti landbún- aðarafurða 51 milljarður kr. en að viðbættri annarri starfsemi 54 milljarðar. Um 4.200 lög- býli eru í notkun hér á landi og tæplega 4.000 manns starfandi í landbúnaði samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Alls munu um 11.000 störf tengjast landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Íslenskur landbúnaður er mikilvægur þáttur í virðiskeðjunni og skilar hann og við- skipti með landbúnaðarvörur miklum skatt- tekjum til ríkisins. Búnaðarþing fram undan Búnaðarþing verður sett um hádegi næstkom- andi sunnudag í Hörpu. Á þinginu verða samn- ingarnir án efa áberandi, en við setninguna gefst öllum áhugasömum kostur á að öðlast nokkra innsýn í þá fjölbreyttu starfsemi sem landbúnaðurinn tengist. Fyrirtæki sem byggja á afurðum greinarinnar eða þjónustu við hana kynna starfsemi sína, landbúnaðarverð- launin verða veitt og ný hvatningarverðlaun Bændasamtakanna. Verið velkomin í Hörpu sunnudaginn 28. febrúar. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands sindri@bondi.is Nýir búvörusamningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.