Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Keli vert hefur rekið Gistihúsið Langaholt í Staðarsveit á Snæfellsnesi í tíu ár: Ég lærði þar af mömmu, besta kokki í heimi − Verið að fjölga herbergjum í takt við þróun ferðamennskunnar á landsbyggðinni Keli vert, eða Þorkell Sigurmon Símonarson eins og maðurinn heitir fullu nafni, hefur rekið veitingarekstur og gistiaðstöðu á Langaholti á Snæfellsnesi um árabil. Hann stendur nú í nýbyggingu á staðnum þar sem hann hyggst fjölga herbergjum um 20. Flestir þekkja manninn undir nafninu Keli vert. Hann er líka þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir í þessum rekstri sem foreldrar hans hófu fyrir 38 árum. Þá voru þau frumkvöðlar í ferðaþjónustu í sveit sem mjög takmarkaður skilningur var þá á. Keli er líklega í hugum flestra þekktur sem listakokkur sem gjarn- an fer óhefðbundnar leiðir í sinni eldamennsku. Þegar blaðamann Bændablaðsins bar að garði laugar- daginn 20. febrúar, var hann að halda skírnarveislu fyrir barnabarn sitt. Hann lét það þó ekki trufla sig við að segja nokkur orð við komu- mann. Ferðaþjónustubrölt foreldranna þótti algjört rugl „Hér er ég fæddur og uppalinn og er búinn að reka starfsemina hér í tíu ár,“ segir Keli. „Foreldrar mínir byrjuðu í þess- um túristabransa 1978 og voru þá í frumkvöðlahreyfingu sem þá fór af stað. Þá var ákveðin vakning í ferðaþjónustu úti á landi. Áður fyrr voru það bara gömlu sveitahótelin og tjaldstæði og nánast ekkert þar á milli. Þá voru hótel á Laugavatni, Búðum, Bjarkalundi og á nokkrum öðrum stöðum. Upp úr 1980 fór fólk að sjá möguleika á að gera meira úr þessu og bjóða upp á heimagistingu og sölu á mat. Foreldrar mínir voru með þeim fyrstu sem byrjuðu á slíku og í dag er flokkað sem ferðaþjón- ustubændur. Það voru ákaflega skiptar skoð- anir á því sem þau voru að reyna að gera. Það var byrjað að byggja elsta hlutann af þessu húsi hér árið 1985. Þá vissu menn ekki hvert þau ætl- uðu með að vera að eyða peningum í slíka hluti. Það væri algjört rugl að vera að byggja sérstaklega yfir ferðamenn.“ Loðdýraræktin þótti meira aðlaðandi „Á sama tíma var verið að „agítera“ mjög stíft fyrir uppbyggingu í loð- dýrarækt um allt land. Það þótti miklu meira sexí, en að brölta í ein- hverri ferðamennsku. Var loðdýra- ræktin töluð mikið upp og miklum peningum í það veitt.“ Keli segir að stuðningurinn við ferðaþjónustuna hafi verið algjör andstæða við þetta og mótstaðan mikil lengi framan af. Í dag þykir þessi lýsing Kela sérkennileg í ljósi reynslunnar. Nú horfa menn með mikilli undrun á grotnandi mannvirki undir minkabú á ótrúlegustu stöðum víða á lands- byggðinni. Virðist fyrirhyggjan í þeirri uppbyggingu hafa verið víðs fjarri. Ekki var t.d. nægilega hugs- að um nauðsynlega þætti eins og þekkingaröflun og aðgengi að fóðri. Enda fór sem fór, flest þessara búa urðu gjaldþrota á skömmum tíma. Uppgangur loðdýraræktar á undanförnum árum byggir á allt öðrum forsendum. Þar hefur þekk- ingaröflun og náin tengsl við bestu minkabændur heims verið í fyrir- rúmi og árangurinn í takt við það. Mótlætið var kannski til góðs „Það var ferðaþjónustunni úti á landi kannski til happs hvað and- staðan var mikil í upphafi. Hún hefði varla orðið það sem hún er í dag nema vegna þess hversu baslið var mikið í upphafi. Það voru einungis þeir þrautseigustu sem héldu áfram. Þessir brautryðjendur voru nánast allir hugsjónafólk fram í fingur- góma. Þeir sem ekki voru með þau viðhorf entust ekki neitt. Þeir sem lögðu línurnar á níunda áratugnum og fyrr voru miklir eldhugar og margir litríkir einstaklingar voru í þeim hópi. Braust undan valdi Kaupfélagsins „Alla búskapartíð föður míns hafði hann eiginlega það eina markmið í öllu hokrinu að reyna að ná peningum út fyrir hringiðu Kaupfélagsins. Þá lögðu bændur auðvitað sínar afurðir inn í Kaupfélagið í Borgarnesi. Þar var byggingarvöruverslun og allt til alls og innlegg bænda var þá gjarnan Keli vert þykir fara skemmtilegar leiðir í sinni matargerð sem gestirnir kunna vel að meta. Hann lætur ekki einhver afturhaldsviðhorf takmarka sig við að gera tilraunir og fara út fyrir hinn hefðbundna ramma. Myndir / HKr. Langaholt og Ytri-Garðar í síðdegisbjarma febrúarsólarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.