Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Óbyggðanefnd hefur þurft að minnka umfjöllunarsvæði sín vegna þröngs fjárhagsramma enda hafa fjárheimildir hennar minnkað um helming frá því fyrir hrun. Nefndin ákvað nýlega að smækka þau svæði sem tekin eru fyrir og miðað við núverandi starfsáætlun er ekki við því að búast að nefndin ljúki störfum fyrr en eftir nærri tíu ár. Úrskurðar Óbyggðanefndar er að vænta í Borgarfirði á næstu mánuðum og málsmeðferð er hafin í Dalasýslu og Snæfellsnesi. Undrun vekur að kröfulýsingafrestur fjármálaráðherra á síðastnefndu svæðunum hefur margsinnis verið framlengdur, að því er virðist af litlu tilefni. Ef ástæðan er sú að lögmönnum hafi verið gefin fyrirmæli um að rökstyðja þjóðlendu- kröfur sínar betur er það vel, en land- eigendum hafa þótt kröfurnar handa- hófskenndar og engin tilraun gerð til þess að útskýra og rökstyðja á hvaða hátt þær eru byggðar á fyrirliggjandi gögnum. Þetta kom meðal annars fram í máli Arnars Bergssonar, for- manns Landssambands landeigenda á Íslandi (LLÍ) á aðalfundi sambandsins í síðustu viku. Í máli Arnars kom fram að Óbyggðanefnd á eftir að taka fyrir Vestfirði, Strandir og Austfirði. Það sé íþyngjandi fyrir landeigendur að eiga eftir að ganga í gegnum ferl- ið og úrskurðir dragist á langinn. Óbyggðanefnd hafi nú lokið málsmeðferð á 76% af landinu öllu og 92% af miðhálendinu. Af þeim hluta hálendisins sem nefndin hafi úrskurðað um séu 88% þjóðlendur og 12% eignarlönd. Verkefnið, sem taka hefði átt um áratug og ætlað var fyrst og fremst að skýra eignarhald á miðhálendi Íslands, hafi farið í allt annan farveg en Alþingi og hags- munaaðilar hafi ætlað í upphafi. Örn lýsti yfir vonbrigðum með að forsætisráðuneytið hafi hafnað óskum LLÍ um að fá endurupptökuákvæði í Þjóðlendulögin frá árinu 2012, finn- ist gögn sem gætu breytt niðurstöðu mála. Endurupptökuákvæði í lögun- um sjálfum hefði verið mjög gagn- legt, enda ekki að vænta mikils af endurupptökunefnd, sem sé sjálfstæð stjórnsýslustofnun sem hafni nær undantekningalaust upptöku mála. Örn fagnaði því að ríkt samráð hefði verið haft við LLÍ vegna nýrra laga um náttúruvernd sem tóku gildi þann 15. nóvember síðastliðinn. Gildistöku fyrri laga frá síðasta kjörtímabili hefði verið frestað, enda hefðu þau þótt ganga of langt í átt til stofnanavæðingar og ríkisforsjár. Örn taldi núverandi lög ásættanleg fyrir landeigendur og nefndi til dæmis að náðst hefði fram að landeiganda eða hans mönnum væri nú heimil för um sitt eigið land á vélknúnu ökutæki svo fremi sem það ylli ekki spjöllum á landi. Umhverfis- og samgöngunefnd náði ekki að klára skilgreiningu á svokölluðum almannarétti við loka- afgreiðslu laganna, en gert er ráð fyrir að því verði lokið á þessu ári. Örn upplýsti að samtökin verði köll- uð til samráðs um almannaréttinn á næstunni og benti á, sem ekki mætti gleyma, að komið hefðu fram óskir frá aðilum sem krefjist þess að eiga nýtingarrétt á landi í einkaeign og byggja starfsemi á slíkum notum án leyfis landeigenda. Við þessu þyrfti að bregðast af hörku. Loks hvatti Örn landeigendur til þess að standa vörð um samtökin sem væru að hefja sitt tíunda starfsár og náð hefðu þeim árangri að stjórn- völd viðurkenndu þau sem samtök sem opinberir aðilar leiti til þegar fjallað er um hagsmuni landeigenda á opinberum vettvangi. Samtökin stæðu sterk en full ástæða væri til að allir landeigendur gengju í þau, efldu og styrktu. Ekki síst í því ljósi að sótt væri að landeigendum úr mun fleiri áttum en áður. Samtökin hefðu fyrst og fremst verið stofnuð til að gæta hagsmuna landeigenda í þjóðlendu- málum, en í seinni tíð hefði ásókn og ágangur margfaldast af utanað- komandi aðilum í ferðaþjónustu og annarri atvinnustarfsemi, bæði inn á eignarlönd og þjóðlendur, sem skert gæti hefðbundinn rétt landeigenda. Fjölmargir tóku til máls á fundin- um og hvöttu samtökin til dáða til að verjast eignaupptöku og standa vörð um rétt landeigenda. Undir var tekið að vakningu þyrfti meðal þeirra fjölmörgu landeigenda sem stæðu fyrir utan samtökin þar sem brýnt væri að styrkja einu samtökin sem gætt gætu hagsmuna þeirra á fjöl- mörgum sviðum. Stjórn landssam- takanna var endurkjörin á fundinum að öðru leyti en því að Elín R. Líndal vék úr stjórn og situr í varastjórn, í hennar stað kom Björn Magnússon úr varastjórn inn í aðalstjórn- ina. Hana skipa að öðru leyti Örn Bergsson, formaður, Guðrún María Valgeirsdóttir, Sigurður Jónsson og Snorri Jóhannesson. Smáforrit sem les örmerki hrossa og heldur utan um skráningar hefur litið dagsins ljós. Hugmynd sem kviknaði úti í haga hefur nú fengið byr undir báða vængi því fjármögnun hennar var tryggð nýverið. Bændablaðið kíkti í heimsókn til Anitar ehf. Anitar ehf. er hugbúnaðar- og tæknifyrirtæki á sviði landbúnað- arlausna. ANITAR, sem stendur fyrir Animal Intelligent Tag Reader, er smáforrit og örmerkjalesari sem einfalda lestur, skráningar og utan- umhald húsdýra með lestri örmerkja þeirra. Um er að ræða hugbúnaðar- og tæknilausn fyrir landbúnaðinn sem og hinn almenna notanda. Með Anitar smáforritinu verður hægt að sjá allar helstu upplýsingar um dýrið í símanum, strax eftir lestur á örmerki. Örmerkjalesarinn sendir örmerkjanúmerið í appið og flettir því upp í þeim gagnagrunni sem notandi velur. Auðveldar hestamönnum lífið Hugmyndin fæddist haustið 2014 þegar Karl Már Lárusson var staddur úti í haga að sækja hross og sá þar tvo aðra í sömu erindagjörðum. „Þeir áttu í vandræðum með að þekkja eigin hross úr hópnum. Þeir notuðust við góðan örmerkjales- ara en þurftu þrátt fyrir það að keyra heim að bæ til að fletta upp örmerkinu í gagnagrunni íslenska hestsins, WorldFeng. Eftir að hafa séð þá gera þetta nokkrum sinnum hugsaði ég með mér að það hlyti að vera hægt að gera þetta á ein- faldari máta, þ.e. með örmerkjales- ara sem myndi sækja upplýsingar beint í WorldFeng. Þegar heim var komið hóf ég leit að þannig lausn án árangurs. Í framhaldi af því kynnti ég fyrir öðrum hestaeigendum hugmyndina að beinum samskipt- um milli örmerkjalesara og gagna- grunns. Hestaeigendurnir tóku mjög vel í þessa hugmynd og vildu sjá hana framkvæmda,“ segir Karl Már, sem setti að því búnu saman teymi sem vann að frumþróun hugmyndarinnar. Vinnuhópurinn samanstóð af Jóni Inga Stefánssyni, Níelsi Bjarnasyni og Sigríði ÓlöfuValdimarsdóttur ásamt Karli Má. Uppfæra forritið fyrir Landsmót Forritið, sem nú er aðgengilegt fyrir iOS og Android síma, býður upp á einfalda leit með örkmerja- númeri, eða FEIF-auðkenni hests- ins. Forritið flettir upp hrossinu í WorldFeng. „Anitar-appið getur komið að góðum notum og verið mjög skemmtilegt á hestamótum. Þá er mjög hentugt að geta flett upp nánari upplýsingum um þau hross sem eru á vellinum hverju sinni. Einnig höfum við séð lausnina virka vel hjá umsjónarmönnum hagagöngu, þeir geta þá sannreynt hvaða hross séu að koma eða fara úr hólfunum,“ segir Karl Már en fyrir Landsmót hestamanna á Hólum í sumar er áætlað að gefa út uppfært forrit með fleiri leitarniðurstöð- um, svo sem með einkunnum og afkvæmum. Þá verður einnig hægt að leita eftir nafni hestsins. Styrkur tryggir framtíðina Í lok árs 2015 hlaut Anitar stærsta verkefnastyrk sem Tækni- þróunarsjóður RANNÍS býður upp á og er þróun og starfsemi fyrir- tækisins því tryggð næstu þrjú árin. „Það kom okkur skemmtilega á óvart að hljóta verkefnastyrkinn enda mikil samkeppni um styrkinn meðal annarra frumkvöðla, stofnana og stærri fyrirtækja. Þá þykir afar sjaldgæft að hljóta verkefnastyrk Tækniþróunarsjóðs í fyrstu tilraun. Styrkurinn kemur sér virkilega vel fyrir okkur og gerir okkur kleift að þróa vörur okkar hraðar og koma þeim þannig fyrr til neytenda. Eins mun styrkurinn nýtast okkur til að sækja sýningar á erlendum vettvangi þar sem við getum sótt okkur frekari þekkingar á sviði örmerkinga,“ segir Karl Már en auk Tækniþróunarsjóðs nýtur Anitar góðs af samstarfi við KPMG, Bændasamtökin og Háskóla Íslands. Nýr örmerkjalesari í bígerð Framtíð fyrirtækisins er því tryggð og Karl Már segir að Anitar stefni að því að víkka svið forritsins. „Við vinnum að heildarlausn til nýskráningar og utanumhald dýra og má þar meðal annars nefna að árið 2017 gerum við ráð fyrir að hefja sölu á nýjum örmerkjalesara sem notendur munu geta tengt við snjall- síma sína, örmerkjalesarinn er bæði hannaður og framleiddur af okkur. Einnig vinnum við að einfaldri lausn fyrir nýskráningar á sauðfé, sú lausn sameinar örmerkjalesarann og hug- búnað okkar á snjalltækjum notenda. Við sjáum fyrir okkur að vinna með íslenskum bændum og almennum notendum næstu 3–4 árin áður en við förum að bjóða upp á lausn okkar á erlendum markaði.“ Anitar ehf. þróaði hugbúnað á snjallsíma og stefnir nú á framleiðslu örmerkjalesara: Hugmynd sem kviknaði í hrossahaga Uppl. í síma 893-8424 / set@velafl .is og á 694-3700 / gk@velafl .is Bjóðum nú uppá hina frábæru Dieci skotbómulyftara á góðu verði. Margar útfærslur í boði. HROSS&HESTAMENNSKA Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrun.hulda.palsdottir@gmail.com Sigríður Ólöf og Karl Már eru að koma sér fyrir á nýrri skrifstofu Anitar í Borgartúni. Fram undan er mikil vinna við áframhaldandi þróun smáforritsins og framleiðslu á örmerkjalesurum fyrir snjallsíma. Þau munu kynna uppfært forrit á Landsmóti hestamanna í sumar. Mynd / GHP Hvernig virkar Anitar? Anitar er frítt smáforrit sem nálgast má í gegnum vefsíðuna anitar.is. Eigendur hesta og aðrir sem vinna með eða umgangast hesta geta notað appið við uppflettingar í WorldFeng. Eins og appið er í dag er hægt að fletta upp upplýsing- um um hesta með því að slá inn örmerkjanúmer eða FEIF ID númer (IS númer) hestsins. Við uppflettingu hests í appinu koma fram eftirfarandi upplýsingar; nafn, IS númer, örgjörvanúmer, fæðingardagur, staðsetn- ing, litur, foreldrar, eigendur og ræktendur. Úr niðurstöðunum er svo hægt að velja foreldrana og sjá sömu upplýsingar um þau. Aðalfundur Landssambands landeigenda: Langvarandi réttaróvissa um þjóðlendur óboðleg og íþyngjandi fyrir landeigendur Örn Bergsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.