Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Auka þarf nýsköpun í landbúnaði og tryggja stöðugt framboð, segir Keli vert í Langaholti á Snæfellsnesi: Landbúnaðurinn hefur ekki fylgt ferðaþjónustunni eftir Samkvæmt Vinnumarkaðs- rannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 188.500 manns á aldrinum 16 til 74 ára á vinnu- markaði í desember 2015, sem jafngildir 81% atvinnuþátttöku. Launavísitalan hefur hækkað um 9,7%. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands segir að af þeim voru 184.900 starfandi og 3.600 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 79,4% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 1,9%. Atvinnuleysi hefur ekki mælst lægra í mælingum Hagstofu Íslands síðan í nóvember 2007 þegar það mældist 1,3%. Samanburður mæl- inga í desember 2014 og 2015 sýnir að það fjölgaði í vinnuaflinu um 4.800 manns, atvinnuþátttak- an jókst því um eitt prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 9.100 og hlutfallið af mannfjölda um 2,9 stig. Atvinnulausum fækkaði um 4.300 manns og hlutfall þeirra af vinnu- aflinu minnkaði um 2,4 stig. /VH Gistihúsið Langaholt í Staðarsveit á Snæfellsnesi hefur sérhæft sig svolítið í fiskréttum. Hefur hróður Kela verts, Þorkels S. Símonarsonar, borist víða og nýtur hann frábærra samskipta við sjó- menn, fiskmarkaði og útgerðar- menn á Snæfellsnesi. Hann segir þó skemmtilegt að vita til þess að nú sé að verða smá vakning í landbúnaðinum til að sinna ferða- þjónustunni, en þar þurfi að gera miklu betur. Í Langaholti er fullvinnslueld- hús. Fiskurinn er keyptur heill og flakaður á staðnum og beinin soðin í súpukraft. Þannig kaupir Keli á fjórða tonn af fiski á ári á fiskmark- aði. Keli segir að heimavinnsla á kjöti og öðrum afurðum landbún- aðarins sé enn af mjög skornum skammti á Snæfellsnesi. „Allavega ekki í þeim mæli sem veitingabransinn þarf. Þetta er þó allt í rétt átt.“ Of lítið framboð og stopul vinnsla Hann segir að gallinn við heima- vinnsluna fram til þessa sé að flestir séu að vinna vörur í mjög litlu magni og í stuttan tíma á hverju ári. Þetta sé í raun nákvæmlega eins og ferða- þjónustan var rekin á bernskuárum sínum. Ferðaþjónustan hafi hins vegar verið að þróast hratt og þeir sem eru með heimavinnslu hafi ekki skoðað nægilega vel hennar þarfir við breyttar aðstæður. Kjötvinnslan of mikið innstillt á þarfir stórmarkaða Að sögn Kela þekkja kunningjarnir og bændurnir í nágrenninu vel til gagnrýni hans á landbúnaðarkerfið sem slíkt. „Ef maður persónugerir kerfið, þá hefur það þumbast dálítið við að líta á þennan markað og tækifærin sem þar felast. Kjötframleiðslan í landinu er afskaplegalega mikið innstillt á hillupláss í stórmörkuðunum. Einnig neysluvenjur Íslendinga sem þjóðar. Nú erum við komin með yfir milljón ferðamenn á ári og þar er fólkið sem getur og hefur efni á að borða dýru og fínu bitana. Landbúnaðarkerfið hefur ekki kosið að líta í þá átt. Sem dæmi er mjög stór munur á því hvernig fiskiðnaðurinn hefur horft á ferða- þjónustuna. Sú grein njóti þess nú að hafa verið með öðruvísi mark- aðsstarf áratugum saman og við að þjónusta fólk af ólíkum uppruna víða um heim.“ Hákarlinn sannar hvað hægt er að gera „Fyrir tuttugu árum hefði enginn trúað mér að það kæmu milljón túristar til Íslands og hver einasti þeirra teldi sig ekki vera mann með mönnum nema hafa prófað að smakka hákarl. Slík fullyrðing hefði þótt fráleit fyrir nokkrum áratugum. Ef eitthvað er séríslenskt vekur það forvitni. Þetta sannar hákarlinn. Þótt okkur hafi kannski þótt hann óað- laðandi og vart bjóðandi, þá er bara spurningin að gera hann spennandi og það hefur tekist. Þessum óskum hefur sjávarút- vegurinn og ferðaþjónustan mætt. Ég hef því sagt að ef landbúnaður- inn hefði sýnt sama lit við að sinna markaðnum, þá væru svið í jafn miklum metum hjá ferðamönnum og hákarlinn.“ Tækifærin liggja í að sinna veitingahúsunum „Menn hafa bara ekki nýtt sér tæki- færin. Flest veitingahús séu ekki með fullvinnslueldhús og þurfi því meira unna vöru en heila skrokka. Þessi veitingahús þurfi helst að ákveða í dag kvað þau ætli að hafa á matseðlinum eftir hálft, eða heilt ár. Þar bregst landbúnaðurinn, því veitingahúsin geti ekki treyst því að fá nýunnið kjöt eða þróaðar kjötvörur þegar þau þurfi á því að halda. Þörfin og magnið sé samt stöðugt að aukast og menn neyðast þá til að leita til útlanda eftir slíku hráefni. Það er vissulega mikil gerjun á sumum sviðum landbúnaðar. Nú er t.d. íslenskt bygg í boði á öðrum hvorum matardiski á veitingastöð- um. Þetta gerðist í kjölfar þess að Eymundur í Vallanesi var búinn að reyna í mörg ár að fá okkur til að prófa íslenskt bygg í okkar matargerð. Nú borða erlendir túristar íslenskt bygg mörgum sinnum meðan þeir staldra hér við og Eymundur getur selt sína uppskeru. Menn þurfa því að vera vakandi yfir möguleikunum. Við getum selt túristunum okkar nánast allt. Við þurfum þó að gera það vel og ekki með lakari hætti en gert er á öðrum stöðum í heiminum.“ Eigum endalausa möguleika „Við eigum endalausa möguleika, en landbúnaðarkerfið sem slíkt hefur ekki viljað dansa með. Veitingamenn nenna ekkert að taka þátt í pólitískum hráskinnaleik hvað þetta varðar og fara bara auðveld- ustu leiðina. Ef það er erfitt að fá þá vöru sem óskað er á Íslandi þegar á henni þarf að halda, þá taka þeir bara innfluttar vörur í staðinn. Þróunin er samt að byrja í rétta átt. Það eru útlendingarnir sem munu borða smjörfjallið okkar og borða dýru bitana, á meðan við Íslendingarnir tökum bara það ódýrasta til að halda okkar heimili. Þegar maður reynir að ræða þessi mál við þá sem hafa eitthvað með kerfið að gera, þá grafa menn sig fljótt í skotgrafir og koma með upphrópanir. Oft líka án þess að vilja setja sig inn í málin. Veitingamenn eru bara að reyna að sinna sínu starfi. Þeim er umhugað um að koma með nýjungar og ef vel tekst til þá verður það vinsælt. Sama má gera úr öllu okkar hrá- efni eins og sviðunum. Ef þau eru hins vegar ekki til þegar á þarf að halda, þá seljast þau auðvitað ekki.“ Bráðum borða túristar meira en innfæddir „Ferðamenn eru alltaf til í að prófa skrítinn mat og við getum gert miklu meira ef við leggjum okkur eftir því. Bráðum verður það svo að túristarnir borða meiri mat hér á landi en þjóðin. Þó ég segi þetta, þá eru fyr- irtæki í landbúnaðinum sem eru að gera mjög góða hluti. Þeir hjá Fjallalambi fyrir austan eru t.d. að standa sig feikilega vel og með afburða þjónustu miðað við aðrar afurðastöðvar,“ segir Keli vert á Snæfellsnesi. /HKr. − Sjá viðtal við Kela á bls. 26-28 Hagstofa Íslands: Atvinnuleysi ekki minn frá 2007 Fréttir Þátturinn Í hlaðvarpanum, sem er fræðsluþáttur um landbúnað- armál, hóf nýverið göngu á dag- skrá sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN á mánudagskvöldum kl. 21.30. Í þættinum næstkomandi mánu- dag verður fjallað um mikilvægi þess að framleiða og nota lífrænan áburð, auk þess sem rætt verður við ungan bónda á Vesturlandi. Í síðasta þætti var fjallað um hættur af innflutningi hrárra matvæla og plantna, auk þess sem spjallað var við ungan kúabónda á Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum. Hægt er að sjá hann og fyrri þætti á á heimasíðu ÍNN, inntv.is. Þáttastjórnendur eru þau Áskell Þórisson blaðamaður og Berglind Hilmarsdóttir bóndi. Í Hlaðvarpanum á ÍNN: Nýr þáttur í loftið á mánudaginn Lífland mun hefja innflutning tilbúins áburðar í vor og er þetta í fyrsta sinn sem félagið býður upp á slíka vöru. Í fréttatilkynningu frá Líflandi segir að meginástæða þess að félagið fetar þessa braut er stefna sem mörkuð hefur verið um að geta boðið bændum landsins upp á heildarlausnir í búrekstrarvörum. Áburðurinn er markaðssettur undir heitinu „LÍF“ og slagorðinu „Fáðu LÍF í tún og Akra“ sem vísar beint í eiginleika áburðarins og nafn Líflands. Áburðurinn kemur frá írska fyrirtækinu Grassland Agro og uppistaða vöruframboðsins eru fjölkorna blöndur. Grassland Agro er virt fyrirtæki á írska áburðar- markaðinum og um þeirra hendur fer um fjórðungur alls áburðar sem seldur er á Írlandi þar sem þeir reka þrjár blöndunarstöðvar. Verða alls níu vörutegundir á boðstólum þetta árið, m.a. nokkr- ar selenbættar. Nánari upplýsingar um vöruúrvalið og tilhögun flutn- ingstilboða veita söluráðgjafar Líflands. /VH Lífland hefur áburðarsölu Mynd / HKr. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.