Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Það er full ástæða til að óska bæði bændum og neytend- um til hamingju með nýgerða búvörusamninga. Og jafnframt að flytja forystumönnum land- búnaðarins og landbúnaðarráð- herra þakkir og óska þeim til hamingju með samningana. Nú sjá bændur langt fram í tímann því samningarnir eru til tíu ára, þetta skiptir miklu máli í allri áætlanagerð í atvinnugrein sem þarf langan tíma til að sjá kálf verða að kú og lamb að á. Fljótt á litið sýnist mér að stærstu tíðindi þessa búvöru- samnings og mestu kostir hans séu hversu langt fram í tímann hann nær. Jafnframt að samstaða hafi tekist í ríkisstjórninni um að uppfæra magntolla í mjólkund- anrennudufti og ostum til þess raunverðs sem gilti 1995. Enn fremur að nú skuli nautakjöts- framleiðslan efld og nautabændur fái stuðning, vonandi til að gera Ísland að einu besta nautaeldis- landi Evrópu, það er hægt. En samningana þarf að skýra vel fyrir bændum sem taka ákvörðun um framtíð hans í atkvæðagreiðslu. Einnig þarf framkvæmd samn- ingsins að liggja ljós fyrir svo sem verðlagningin í mjólkinni og hvernig verður að henni staðið. Hörfað með aflagningu á greiðslumarkskerfinu Forystumennirnir halda hins vegar áfram að boða byltingu á greiðslumarkskerfinu þótt þeir hafi hörfað frá því að leggja það af eins og til stóð, en megn óánægja í grasrót kúabænda réð því að þeir bökkuðu. Svokölluð Ragnarsskýrsla sýndi fram á að slík ákvörðun hefði leitt af sér kjaraskerðingu og valdið átök- um milli bænda og innan búgrein- anna. Ég fann vel á mjög fjöl- mennum fundi í Þingborg í Flóa hvernig Birgir Þór Runólfsson prófessor útskýrði á mannamáli kjarnann í Ragnarsskýrslunni og bændunum var brugðið. Nú verður það stórt verkefni næstu tvö árin að vega og meta hvort greiðslumarkskerfið haldi áfram út samningstímann eða það verði fellt niður í atkvæðagreiðslu meðal bænda. Fróðlegt væri að vera á fundi þar sem hagfræðingurinn, sem bæði bændaforystan og ráð- herra styðjast við, Daði Már Kristófersson, og hins vegar Ragnar Árnason prófessor rök- ræddu afleiðingarnar sem fylgdu breytingunni sem til stóð að knýja í gegn. Líka hagur neytenda Fullyrða má að þessi samning- ur skiptir neytendur ekki síður en bændur, miklu máli, en þeir vilja íslensk matvæli á sitt borð og standa með bændum. Búvöru- samningurinn er trygging þess að landbúnaðurinn mætir nýjum tímum af þrótti. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra hefur talað máli land- búnaðarins og aldrei dregið af sér í þeim efnum, hann segir nú í Morgunblaðinu um búvörusamn- ingana: „Alsiða er að ríkið komi í ein- hverri mynd að gerð kjarasamn- inga á almenna markaðnum og í grunninn séu samningar um búvöruframleiðsluna sáttmáli um kjör bænda. Þar hangir þó meira á spýtunni, svo sem markmið um framleiðslu heilnæmra afurða, gjaldeyrissparnaður, auðlinda- nýting og byggðastefna.“ Njála í Borgarleikhúsinu Borgarleikhúsið hefur ráðist í það stórvirki að setja Njálu, áhrifa- ríkustu sögu okkar Íslendinga, á svið. Margir ráðlögðu mér að fara ekki á sýninguna, þeir töldu að ég myndi sennilega ganga út í hléi. Nú er frá því að segja að ég fór, borðaði kjötsúpuna og hlustaði á Óttar Guðmundsson geðlækni flytja skemmtilegt erindi í upp- hafi. Með kvíða í maganum sett- ist ég svo í troðfullan salinn og bjóst við öllu. Skemmst er frá því að segja að ég tel að þessi Njálusýning sé langstórbrotn- asta verk sem sýnt hefur verið í íslensku leikhúsi um langt skeið. Sýningin er hlaðin söngvum og dönsum og handbragði lista- manna. Sögumaður rekur söguna og allir stærstu atburðirnir, allt frá uppvexti Hallgerðar Langbrókar til Njálsbrennu, koma fyrir. Leikritahöfundar velja það að sýna tilfinningaríkustu senurn- ar úr Njálu, persónur fornaldar ganga ljóslifandi um sviðið í frá- bærum leik og skrafa á gullaldar- máli. Ég hvet fólk til að bregða undir sig betri fætinum og sjá sýninguna sem markar tímamót í leikhúsi. Auðvitað hefði eitt- hvað mátt missa sig í sýningunni sem ég „fílaði“ ekki en hvað um það, svona er lífið. Svo hefði mátt gera eitthvað enn áhrifa- ríkara. Ég saknaði t.d. Þórðar litla Kárasonar, að hann skyldi ekki vera á sviðinu í brennunni, leikinn af ungum dreng, því það eru einhver stórbrotnustu örlög Íslendingasagnanna þegar hann kaus að deyja með afa sínum og ömmu. Svo hefði ég kosið í hinni stórkostlegu senu á Þingvöllum eftir víg Höskuldar Hvítanesgoða að Skarphéðinn hefði kastað hinum bláu kvenbrókum í Flosa. Ég bæði hló og felldi tár á þessari stórbrotnu sýningu. Og flottur var Karlakór Kópavogs þegar hann í lok brennunnar söng Brennið þið vitar og Heyr himnasmiður. Guðni Ágústsson − rithöfundur og fyrrverandi landbúnaðarráðherra: Til hamingju með nýgerða búvörusamninga Fréttir Mynd / Austurbrú Uppbyggingarsjóður Austurlands: Tæplega 60 milljónir til 90 verkefna Uppbyggingarsjóður Austurlands hefur úthlutað tæplega 60 millj- ónum króna til 90 verkefna sem efla munu atvinnuþróun og menningu í landshlutanum. Þetta er önnur úthlutun sjóðsins sem hefur það hlutverk að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni í samræmi við sóknaráætlun lands- hlutans. Alls bárust 150 umsóknir sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Áætlaður heildarkostnaður við þessi 150 verk efni er rúmar 807 milljón- ir króna. Sótt var um rúmar 221 milljón en til úthlutunar komu 55,5 m.kr. sem er örlítið lægri upphæð en í fyrra þegar 58 milljónum var úthlutað. Signý Ormarsdóttir, verk- efnastjóri Uppbyggingarsjóðs Austurlands, segir á vef Austurbrúar ánægjulegt hversu margar umsóknir bárust. Ákveðið var í haust að þýða helstu umsóknargögn yfir á ensku og telur hún að það hafi skilað sér í auknum fjölda umsókna sem margar hverjar voru afskaplega fag- lega unnar. Signý segir að það hafi líka vakið athygli hversu öflugar umsóknir um skógræktarverkefni hefðu borist. Þessi atvinnugrein hafi vissulega verið áberandi í styrkút- hlutunum áður en aldrei með jafn fjölbreyttum og áhugaverðum verk- efnum og nú. Tanni Travel fékk hæsta styrkinn Hæsta styrkinn að þessu sinni fær Tanni Travel, eða 4,3 m.kr., til tveggja verkefna; 3,5 m.kr. til verk- efnisins Fly Europe sem snýr að sölu flugsæta með beinu flugi Discover the World milli Egilsstaðaflugvallar og Lundúna sumarið 2016 og 800 þúsund kr. til Meet the locals en það verkefni snýst um að heima- menn taki á móti ferðamönnum á persónulegum nótum. Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, hlýtur 2,7 m.kr. til tveggja verk- efna; 2,1 m.kr. til sýningardagskrár Skaftfells 2016 og 600 þúsund kr. til fræðsluverkefnis miðstöðvarinnar. Þá hlýtur LungA – listahátíð ungs fólks á Austurlandi 2,5 m.kr. og Wasabi Iceland ehf. fær 2,2 m.kr. til vefjaræktunar á wasabi í rann- sóknaraðstöðu. /MÞÞ Orf líftækni: Sérþróað bygg gegn kampýlóbakter Verulega má draga úr bakteríunni kampýlóbakter í kjúklingi með því að nota sérþróað bygg með fóðri fuglanna. Þetta eru niðurstöður rannsóknar ORF Líftækni og Háskólans í Bristol. ORF Líftækni hefur fengið samþykki fyrir styrk frá Tækni- þróunarsjóði og Evrópu sambandinu í gegnum Eurostars-verkefnaáætlun upp á 45 milljónir til að þróa vöru út frá rannsókninni. Kampýlóbakter-sýking stórt vandamál Matareitrun vegna kampýlóbakter úr kjúklingum er stórt vandamál víða um heim. Samkvæmt tölum frá breska matvælaeftirlitinu má áætla að á hverju ári megi rekja 80 dauðsföll og 15.000 sjúkrahúsinn- lagnir í Bretlandi til matareitrunar af völdum kampýlóbakter úr kjúklingi. Árlegur kostnaður breska ríkisins vegna þessa nemur rúmlega 120 milljörðum króna. Ísland er í hópi fárra landa þar sem lítið er um kampýlóbakter-mengun í kjúklingum. Dregur verulega úr smiti Í fréttatilkynningu frá Orf segir að niðurstöður rannsóknanna bendi til að koma megi fyrir næstum öll dauðsföll þessu tengd og snarlækka kampýlóbakter í kjúklingi með því að blanda litlu magni af byggi sér- þróuðu til að vinna gegn kampýló- bakter saman við fóður fuglanna. Nýjustu niðurstöður rannsókna benda til þess að áhrifin séu veru- leg, en engin kampýlóbakter fannst í tæpum þriðjungi þeirra kjúklinga sem fengu byggið í rannsókninni. Birtar rannsóknir gefa til kynna að ef kampýlóbakter í kjúklingum fækkar 1.000-falt þá geti það leitt til 300 færri tilfella af matareitrunum þeim tengdum í þeim löndum þar sem slík vandamál eru til staðar. Tilefni til bjartsýni Dr. Hákon Birgisson, yfirmaður markaðsþróunar lífvísindavara hjá ORF, segir niðurstöðurnar mjög spennandi og gefa tilefni til bjart- sýni um framhaldið. „Í dag eru engar lausnir til sem taka almennilega á þessum vanda og væri þessi vara að þróun lokinni því sú fyrsta af sínu tagi. Hingað til hafa niðurstöð- urnar sýnt að áhrifin eru eingöngu bundin við kampýlóbakter á meðan aðrar náttúrulegar bakteríur sem eru kjúklingunum mikilvægar verða ekki fyrir áhrifum. Okkur er því mikið í mun að halda þróun áfram af krafti og er því kærkomið að hljóta þennan styrk. Auk þess eru mörg af stærstu fóðurframleiðslufyrirtækjum heims nú farin að ræða við okkur og sýna vörunni áhuga.“ /VH - -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.