Bændablaðið - 25.02.2016, Page 54

Bændablaðið - 25.02.2016, Page 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Í janúar 2016 heimsótti höfund- ur þessar greinar nokkra jarðar- berjaræktendur í Þýskalandi og Hollandi með það markmið að fá meiri þekkingu af jarðarberja- ræktun og bera saman fram- leiðslu þar og á Íslandi til að sjá hvað er hægt að bæta í jarðar- berjaræktun á Íslandi. Í Þýskalandi og Hollandi eru jarðarber ræktuð í stórum stíl. Fyrst og fremst eru jarðarber ræktuð úti í röðum í heilum spildum. Einnig eru jarðarber ræktuð á hryggjum, sem eru huldir svartri plastfilmu og undir henni eru vökvunarkerfi sett upp. Filman kemur í veg fyrir upp- gufun vatnsins og spírun illgresis. Með réttu vali á yrki er hægt að lengja uppskerutímabilið en ýmsar fleiri aðferðir eru til. Til dæmis er hægt að rækta jarðarberin í ein- földum plastgróðurhúsum sem er færð hvert ár. Í þannig gróður- göngum eru jarðarberin ræktuð í asparhryggjum. Þetta er tiltölulega fyrirhafnasamt ferli en plönturnar fá vernd gegn veðri og það er hægt að fá þroskuð ber 2–3 vikum fyrr en við ræktun án ganga í heilum spildum. Göngin eru 5,50–8,50 m breið og 2,30–3,90 m á hæð. Það er hægt að hafa annað hvort þrjá til fimm hryggi með tvöföldum röðum eða fimm til sjö hryggi með einni röð. Ef ekki er hægt að ferja göng, er hægt að rækta í föstum gróður- göngum (mynd 1). En til að koma í veg fyrir plöntusjúkdóma og verja uppskeruöryggi er nauðsynlegt að rækta í pottum sem settir eru ofan á svarta plastfilmuna. Með því má ábyrgjast að jarðarberjaræturnar koma ekki í snertingu við jörðina. Annar möguleiki er að rækta í gróðurhúsum í pottum á háum beðum. Dúkur er breiddur yfir plönturnar þar til blómgun hefst. Með þessari aðferð er hægt að að fá þroskuð ber meira en einni viku fyrr en án dúks (mynd 2). Til að framleiða jarðarber allt árið um kring eru raflýst og upphituð gróðurhús nauðsynleg. Garðyrkjustöð eins og sjá má á mynd 3 var með sambærileg skilyrði fyrir jarðarber eins og í jarðarberjatilraunum á Reykjum. Munurinn var bara plöntuþéttleiki, þau voru með 12 jarðarberjaplöntur af yrkinu 'Sonata' á metra, sem gaf 10 plöntur á fermetra en við vorum með þrengri göng og því með 12 plöntur á fermetra. Þau fengu 60 ber á plöntu með 700 g söluhæfa uppskeru á plöntu á 6 vikna upp- skerutímabili. Meðalþyngd bers var 11,7 g (þyngdin lækkaði frá 30 niður í 10 g yfir uppskerutímabilið). Markmið okkar á Íslandi verður því að ná sama árangri. Vonandi næst það í næstu jarðarberjatilraun. Jarðarberjaræktun í útlöndum Jarðarberjaræktun á óhefðbundnum tíma á Íslandi Uppskerutímabil af íslenskum jarðarberjum hefur verið um það bil frá maí til október og því eru íslensk jarðarber ekki í boði vetur og vor. Hins vegar vilja íslenskir neytendur gjarnan líka borða jarðarber yfir veturinn og þess vegna eru jarðarber flutt til landsins. En í Hollandi og Belgíu er nokkurra áratuga hefð fyrir ræktun jarðarberja í upphituðum gróðurhúsum. Svo eru einnig Norðmenn að prófa sig áfram með gróðurhúsa- ræktun jarðarberja yfir veturinn. Vetrarræktun í gróðurhúsum á Íslandi er algjörlega háð aukalýs- ingu. Viðbótarlýsing getur því lengt uppskerutímann og komið í stað inn- flutnings að vetri til. Grænmetið er ræktað yfir veturinn með lýsingu og spurning hvort ekki er hægt að lengja vaxtarskeið jarðarberja á sama hátt. Í ljósi þessa var Landbúnaðarháskóli Íslands að prófa vetrarræktun jarðar- berja með það markmið að sjá, hvort það er mögulegt á Íslandi og hvort ljósstyrkur hefði áhrif á uppskeru og gæði jarðarberja. Einnig var hag- kvæmni slíkrar ræktunar skoðuð. Verkefnisstjóri var Christina Stadler og verkefnið var unnið í samstarfi við jarðarberjabændur og styrkt af Sambandi garðyrkjubænda. Tilraunaskipulag Gerðar voru tvær tilraunir með jarðarber (Fragaria x ananassa, yrki 'Sonata'), sú fyrri (A) frá janúar til maí 2015 og sú síðari (B) frá miðjum maí til loka júlí 2015, í tilraunagróð- urhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum. Jarðarber voru ræktuð í pottum í fimm endurtekningum með 12 plöntur/m2 undir topplýsingu frá háþrýsti-natríumlömpum (HPS) með tvenns konar ljósstyrk (150 W/m2 og 100 W/m2) að hámarki í 18 klst. Daghiti var 16° C og næturhiti 8° C, CO2 800 ppm. Jarðarberin fengu næringu með dropavökvun. Í hluta A og hluta B voru áhrif ljósstyrks prófuð og framlegð reiknuð út. Niðurstöður og umræða Það tók 1-2 daga frá blómgun til frjóvgunar. Fjöldi blóm / ber náði 60 í hámarki við hærri ljósstyrk en um 55 við lægri ljósstyrk í hluta A. Hins vegar var fjöldi í öfugri röð í hluta B við næstum 60 blóm / ber við lægri ljósstyrk og næstum 55 við hærri ljósstyrk (mynd 1). Eftir að ná hámark, minnkaði fjöldi því jarðar- berin voru byrjað að tina. Ávextir voru þroskaðir eftir 42 daga í hluta A og í hluta B eftir 33-35 daga. Í upphafi uppskerutímabils gaf meðferð með hærri ljósstyrk nokkrum dögum fyrr þroskuð ber en við 100 W/m2 (mynd 2). Í lok uppskerutímabils fengust 600 g/ plöntu markaðshæfrar uppskeru við 150 W/m2 en 500 g/plöntu við 100 W/m2 í hluta A, en munurinn var ekki tölfræðilega marktækur. Í hluta B fengust 450 g/plöntu við 150 W/ m2 en rúmlega 350 g/plöntu við 100 W/m2 sem var heldur ekki tölfræði- lega marktækur munur. Jákvæð áhrif hærri ljósstyrks á markaðshæfa upp- skeru var aukning um 13 % / 19 % (hluta A / hluta B). Munurinn milli mismunandi ljósstyrks þróast í upp- hafi uppskerutímabils. Ástæðan fyrir meiri uppskeru við hærri ljósstyrk var aukinn fjöldi jarðarberja í úrvalsflokki, en meðal- þyngd minnkaði eftir því sem leið á uppskerutímabilið frá 15–23 g/ber til um 7 g/ber og var aðeins hærri við 150 W/m2 í hluta B en ekki í hluta A (mynd 2). Það virðist sem ómarkaðshæf uppskera hafi minnkað við hærri ljósstyrk. Hlutfall uppskerunnar sem hægt var að selja var 90–94 % í hluta A og 86–88% í hluta B. Hærra hlutfall ómarkaðshæfrar uppskeru í hluta B var vegna hærri hluta af jarðarberjum sem voru illa löguð vegna ófrjóvgunar (tafla 1). Þegar hærri ljósstyrkur var notað- ur, þá jókst uppskera um 0,8 kg/m2 (1 % hækkun í ljósstyrk jók uppskeru um 0,3-0,4 %) og framlegð um 900 ISK/m2 í hluta A og 1.500 ISK/m2 í hluta B. Hærri rafmagnsgjaldskrá breytir framlegð næstum ekkert. Það skiptir ekki máli hvort gróðurhús er staðsett í þéttbýli eða dreifbýli, fram- legð er svipuð. Ályktun Frá hagkvæmnisjónarmiði er mælt með því að nota hærri ljósstyrk til að auka uppskeru og framlegð jarðar- berja. Nú eru aftur farnar af stað tilraunir við LbhÍ þar sem prófuð verða áhrif ljósstyrks yfir hávetur- inn 2015/2016 á tvö jarðarberjayrki, 'Sonata' og 'Elsanta'. Niðurstöður verður kynntar í Bændablaðinu þegar þær liggja fyrir. Christina Stadler, LbhÍ, Reykjum, Hveragerði Föst göng fyrir jarðarberjaræktun í janúar. Hlutfallsleg skipting söluhæfra og ósöluhæfra jarðarberja eftir ljósstyrk í hluta A og hluta B úrvalsfl. 1. fl. 2. fl. of smá mygluð illa löguð græn Hluti A Hluti B Söluhæf uppskera Ósöluhæf uppsker

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.