Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 31
31BÚVÖRUSAMNINGAR | FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 mótaðar áherslur verkefna sjóðsins á samningstímanum. Stefnt skal að því að endurskoðuð lög taki gildi á árinu 2017. 14. gr. Erfðanefnd landbúnaðarins 14.1 Samningsaðilar eru sam- mála um að erfðanefnd landbúnað- arins skuli tryggð árleg afmörkuð framlög á samningstímanum vegna verkefna nefndarinnar eins og þau eru skilgreind í búnaðarlögum nr. 70/1998, með síðari breytingum. Þá skal nefndin einnig sinna verkefn- um sem sérstaklega varða verndun búfjárstofna. 15. gr. Gjaldtaka vegna veittrar þjónustu til notenda 15.1 Bændasamtök Íslands og aðrir aðilar sem fara með verk- efni samkvæmt búnaðarlögum nr. 70/1998, geta tekið gjald fyrir þá þjónustu sem þau veita á grundvelli þessa samnings, sbr. heimild til slíkrar gjaldtöku í 3. mgr. 3. gr. bún- aðarlaga nr. 70/1998 og samkvæmt gjaldskrám sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra staðfestir. 16. gr. Ábyrgð og málsmeðferð 16.1 Fjárhagsleg ábyrgð ríkis- ins vegna samningsins takmarkast við þær fjárhæðir sem eru tilgreind- ar í samningi þessum. 16.2 Bændasamtök Íslands bera ábyrgð á framkvæmd þeirra þátta samningsins sem þeim er falið að annast. 16.3 Bændasamtökum Íslands er heimilt að fela aðildarfélögum sínum og/eða félagi sem er í eigu samtakanna og starfar á ábyrgð þeirra verkefni samkvæmt samn- ingi þessum enda samræmist það 40. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015. 17. gr. Eftirlit með samningi 17.1 Sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra hefur eftirlit með framkvæmd samningsins. 17.2 Sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra skal hafa aðgang að öllum upplýsingum sem Bænda- samtök Íslands skrá vegna fram- kvæmdar samningsins. Bændasam- tökum Íslands ber að skrá hverjir eru viðtakendur framlaga sem þau ráðstafa á grundvelli samningsins, fjárhæð framlaga, verkefni sem framlög renna til og dagsetningu greiðslna. Bændasamtök Íslands skulu skrá sérstaklega formlegar kvartanir sem berast vegna fram- kvæmdar samningsins og enn frem- ur hvaða meðferð kvartanir fá hjá samtökunum. 17.3 Bændasamtök Íslands - vegs- og landbúnaðarráðherra um heildarfjárhæðir greiddra framlaga og skulu fjárhæðir vera sundur- greindar á milli verkefna eða við- fangsefna sem framlags geta notið. 17.4 Bændasamtök Íslands halda fjárreiðum sem samningur þessi nær til aðgreindum í ársreikn- ingi frá annarri starfsemi sinni. 18. gr. Tilfærslur 18.1 Heimilt er samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar búvörusamninga að færa upphæð- ir milli einstakra liða samningsins, allt að 20% árlega af hverjum lið. 19. gr. Verðlagsuppfærsla 19.1 Árleg framlög samkvæmt samningi þessum miðast við forsend- ur fjárlaga fyrir árið 2016, en taka árlegum breytingum í samræmi við verðlagsuppfærslu fjárlaga. Ef þróun meðaltalsvísitölu neysluverðs (með- altal ársins) verður önnur en verð- lagsforsendur fjárlaga á árinu, skal mismunurinn leiðréttur í fjárlögum næsta árs. 20. gr. Endurskoðun samnings 20.1 Endurskoðun samnings fer fram tvisvar á samningstímanum ár- in 2019 og 2023. Við endurskoðanir verður fyrst og fremst horft til þess gengið eftir og það metið í samhengi við samninga um starfsskilyrði garð- yrkju, nautgriparæktar og sauðfjár- ræktar. Við síðari endurskoðun geta aðilar ákveðið að hefja viðræður um nýjan samning sem geti tekið gildi árið 2025. 21. gr. Fyrirvarar 21.1 Samningur þessi er gerð- ur með fyrirvara um hugsanlegar breytingar á þjóðréttarlegum skuld- bindingum Íslands sem leiða af ákvörðun Alþingis. 22. gr. Gildistími og framkvæmd 22.1. Samningur þessi gildir frá og með 1. janúar 2017 til og með 31. desember 2026. 22.2 Sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra setur reglugerð um fyr- irkomulag styrkveitinga samkvæmt grein 5, 6, 7, 8, 9 og 10, þar sem kveðið skal á um umsóknarfresti, viðmiðanir við styrkveitingar, skilyrði fyrir greiðslum framlaga, upphæðir framlaga og skerðing- arákvæði. Jafnframt skal kveðið á um skráningu lands og spildna, úttektir og stærðarmörk vegna framlaga samkvæmt grein 5. Sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra setur einnig reglugerð um umsóknar- fresti, greiðslutilhögun, skilyrði fyrir greiðslum, skýrsluskil og birtingu niðurstaðna vegna styrkveitinga Framleiðnisjóðs landbúnaðarins samkvæmt grein 11.2. 22.3. Samningsaðilar skulu hafa reglubundið samráð um framkvæmd samningsins og fer það samráð fram á vettvangi framkvæmdanefndar bú- vörusamninga. Framkvæmdanefndin - inga um þróun framleiðslu og sölu á landbúnaðarafurðum, afurðaverð, - afurða, afkomuþróun í landbúnaði auk annarra upplýsinga sem hafa þýðingu fyrir framkvæmd samnings þessa, sem og framkvæmd samn- inga um starfsskilyrði nautgripa- ræktar, sauðfjárræktar og garðyrkju. Nefndin skal á grundvelli framan- greindra upplýsinga taka ákvarðanir um tilfærslur milli liða í samningi þessum og með sambærilegum hætti í samningum um starfsskilyrði naut- griparæktar, sauðfjárræktar og garð- yrkju. 22.5 Komi upp ágreiningur um framkvæmd samningsins eru aðilar sammála um að skipaður verði hverju sinni þriggja manna gerðardómur til að skera úr um ágreiningsefni. Aðilar tilnefni hvor fyrir sig einn mann í dóminn. Leitað skal til Hæstaréttar Íslands um að tilnefna formann dómsins, nema aðilar komi sér saman um oddamann. Úrskurður gerðardóms er bindandi fyrir samningsaðila. 22.6. Samningur þessi er undir- ritaður f.h. ríkisstjórnar Íslands með fyrirvara um nauðsynlegar lagaheimildir Alþingis. 22.7. Samningur þessi er gerð- ur í þremur samhljóða eintökum. Skulu Bændasamtök Íslands halda einu, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra einu og fjármála- og efnahagsráðherra einu. Bókun um byggðamál Samningsaðilar eru sammála um að ráðast í starf sem miðar að því að treysta innviði og bú- setu í sveitum. Í því felist meðal sem stuðla að aukinni sjálfbærni úrvinnslu matvæla ekki síst svo að meiri virðisauki verði í byggð- unum. Sérstaklega verði skoðuð uppbygging innviða, svo sem samgangna, fjarskipta og raforku. Einnig möguleika sveitanna og framlag þeirra til þátttöku í að- gerðum vegna loftslagsmála. Þá verði litið til úrræða til að treysta fjárhag bænda og greiða enn frekar fyrir ættliðaskiptum á bújörðum. Til þess að koma þessu í fram- kvæmd mun sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra skipa samstarfs- vettvang samningsaðila vorið 2016 tillögur um aðgerðir sem stuðla að ofangreindum markmiðum. Viðauki I Fjárhæðir í m.kr. Rammi 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 2025 2026 Leiðbeiningaþjónusta - 3. grein 519 503 486 467 450 432 414 396 378 359 Kynbótaverkefni - 4. grein 60 59 59 58 58 58 57 57 56 56 Jarðræktarstyrkir - 5. grein 369 366 365 361 359 356 353 350 347 344 Framleiðnisjóður landbúnaðarins - 13. grein 128 128 128 128 128 128 128 128 128 128 Þróunarfjármunir búgreina - 11. grein 92 91 91 90 90 89 88 87 86 86 Lífræn framleiðsla - 7. grein 35 34 34 34 34 33 33 33 33 32 Skógarafurðir - 12. grein 15 15 15 15 14 14 14 14 14 14 Fjárfestingastyrkir í svínarækt - 10. grein 99 98 98 97 48 0 0 0 0 0 Landgreiðslur - 5. grein 247 246 245 342 341 339 337 335 333 331 Mat á gróðurauðlindum - 8. grein 30 30 29 29 29 29 28 28 28 28 Nýliðun - 6. grein 128 127 126 125 124 123 122 121 120 119 Geitfjárrækt - 9. grein 15 15 15 15 14 14 14 14 14 14 Erfðanefnd landbúnaðarins - 14. grein 7 7 7 7 7 7 7 7 7 6 Samtals rammasamningur 1.743 1.719 1.699 1.766 1.697 1.622 1.595 1.569 1.542 1.516 Bændafundalota fram undan: Viðamikil kynning á samningunum Nýju búvörusamningarnir verða kynntir meðal bænda í funda- ferð sem hefst í vikunni eftir Búnaðarþing mánudaginn 7. mars. Þar gefst bændum kostur á að ræða niðurstöður samning- anna við forystumenn bænda sem koma m.a. fram með dæmi um áhrif breytinganna. Efni samninganna er aðgengi- legt á vefsíðu Bændasamtakanna, www.bondi.is. Til stendur að setja glærur með skýringum inn á Bændatorgið áður en fundaferðin hefst. Þá geta bændur mætt undir- búnir til leiks á fundina. Að sama skapi er minnt á reiknivél inni á vefsíðu Ráðgjafarmiðstöðvar land- búnaðarins þar sem bændur geta mátað sín bú inn í reiknilíkan. Nánar er fjallað um reiknivélina og nokkur dæmi tekin á bls. 33. Fundataflan er birt með fyrirvara um breytingar. Fundirnir verða nánar auglýstir á vefnum bondi.is og með útvarpsauglýsingum til áminningar þegar þar að kemur. /TB Dagsetningar Svæði Fundar- staður Tími mánudagur 7. mars Ísafjörður Hótel Ísafjörður 12:00 mánudagur 7. mars Hornafjörður Mánagarður í Nesjum 12:00 mánudagur 7. mars Kirkjubæjar- klaustur Kirkjuhvoll 20:30 þriðjudagur 8. mars Kjós Ásgarður 12:00 þriðjudagur 8. mars Rangárþing Goðaland 12:00 þriðjudagur 8. mars Árnessýsla Þingborg 20:30 þriðjudagur 8. mars Borgarnes Hótel Borgarnes 20:30 miðvikudagur 9. mars Strandir Sævangur 12:00 miðvikudagur 9. mars Snæfellsnes Breiðablik 12:00 miðvikudagur 9. mars Húnavatns- sýslur Víðihlíð 20:30 miðvikudagur 9. mars Dalir Dalabúð 20:30 fimmtudagur 10. mars Barðaströnd Birkimelur 12:00 fimmtudagur 10. mars Vopnafjörður Kaupvangur 12:00 fimmtudagur 10. mars Sauðárkrókur Langamýri 12:00 fimmtudagur 10. mars Egilsstaðir Hótel Iceland air 20:30 fimmtudagur 10. mars Eyjafjörður Hlíðarbær 20:30 föstudagur 11. mars Kópasker Fjallalamb 12:00 föstudagur 11. mars S-Þingeyjar- sýsla Breiðamýri 20:30 Mynd / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.