Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Um áramót fluttist starfsemi Búnaðarstofu Bændasamtaka Íslands til Matvælastofnunar í samræmi við breytingar á búvörulögum sem voru sam- þykkt frá Alþingi í júlí 2015. Matvælastofnun breytti skipuriti sínu um áramót. Inn í skipurit Matvælastofnunar var m.a. bætt inn nýrri skrif- stofu, búnaðarmálaskrifstofu. Búnaðarmálaskrifstofa er stað- sett á 2. hæð í Bændahöllinni. Starfsfólk Búnaðarstofu, fjög- ur talsins, fluttist frá Bænda- samtökunum yfir í búnaðarmála- skrifstofu Matvælastofnunar. Samtals er þetta starfsfólk með yfir 140 ára starfsreynslu hjá Bændasamtökunum, Búnaðar- félagi Íslands og Framleiðslu- ráði landbúnaðarins. Hin nýja skrifstofa mun halda utan um stuðningsgreiðslur til bænda í tengslum við búvörusamninga og búnaðarlagasamning, tölur um framleiðslu og sölu búvara, hagtölur um búfjáreign bænda, hjarðbækur o.fl. Þann 3. febrúar sl. var haldið upp á opnun búnaðar- málaskrifstofunnar og mættu um 90 manns. Jón Gíslason, forstjóri Matvæla- stofnunar, og Jón Baldur Lorange, fram- kvæmdastjóri hinnar nýju búnaðarmála- skrifstofu, buðu gesti velkomna og Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega- og nýsköpunar ráðherra, og Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, for- maður Bændasamtaka Íslands, ávörpuðu gesti. ...frá heilbrigði til hollustu Búnaðarstofa BÍ flutt: Orðin búnaðarmálaskrifstofa Matvælastofnunar Fréttir Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri hinnar nýju búnaðarmálaskrif- stofu MAST, ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, við formlega opnun skrifstofunnar í Bændahöllinni. Guðrún S. Sigurjónsdóttir og Auður Oddgeirs- dóttir við brjóstmynd af Halldóri Pálssyni sem var búnaðarmálastjóri frá 1963 til 1980. Nýjar reglur um velferð gæludýra: Ítarlegri ákvæði um dýravelferð Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um velferð gæludýra. Með gildis- tökunni hafa nýju dýravelferðarlögin verið útfærð fyrir allar helstu dýrategundirnar sem löggjöfin nær yfir. Matvælastofnun og ráðuneytið halda málþing fyrir gæludýraeigend- ur og aðra áhugasama fimmtudaginn 3. mars þar sem farið verður yfir reglugerðina, kröfur hennar og helstu nýmæli. Tilgangur reglugerðar- innar er að tryggja velferð og heilbrigði gæludýra með góðri meðferð, umhirðu og aðbúnaði. Leitast skal við að þau geti lifað í samræmi við sitt eðlilega atferli, eins og framast er unnt. Í reglugerðinni koma fram lágmarkskröfur um einstök atriði og er Matvælastofnun falið að hafa eft- irlit með framkvæmd hennar. Ítarlegri ákvæði um velferð dýra Í fréttatilkynningu vegna nýju regln- anna segir að nokkur nýmæli séu í reglugerðinni en að stofni til er hún endurskoðun á reglugerð nr. 1077/2004 um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni. Með nýrri reglugerð eru sett mun ítarlegri ákvæði um velferð gæludýra svo sem nákvæmari skilgreiningar á hugtökum og gerðar eru ákveðn- ar kröfur til gæludýraeigenda um þekkingu og hæfni til að eiga og halda gæludýr. Þeim sem selur eða afhendir gæludýr er skylt að veita móttakanda upplýsingar um dýrið og eiginleika tegundarinnar, þarfir þess og rétta meðferð. Tilkynningarskylt gæludýrahald svo sem gæludýraverslanir, dýra- miðlanir og ræktendur með vissan fjölda dýra þurfa að veita skriflega eða aðgengilega rafræna fræðslu til kaupenda. Ákvæði um aðgerðir á dýrum Enn fremur koma inn ný ákvæði um aðgerðir á gæludýrum, sem í sam- ræmi við lög um velferð dýra skulu aðeins framkvæmdar af dýralæknum og við sársaukafullar aðgerðir eða meðhöndlun skal ávallt deyfa eða svæfa þau og veita þeim verkjastill- andi meðhöndlun. Að undanþegnum ófrjósemisaðgerðum og geldingum gæludýra eru skurðaðgerðir til að fjarlægja líkamshluta ekki leyfðar nema af læknisfræðilegum ástæðum. Skurðaðgerðir í tilgangi fegrunar, svo sem að fjarlægja spora og stýfa eyru eða rófu/skott, eru bannaðar. Ekki má nota tíkur áfram til undan- eldis sem hafa tvisvar gengist undir keisara og ekki má þvinga tík til pör- unar ef hún sýnir augljós merki um óþægindi eða hræðslu. Tilkynningarskylda um dýrahald í atvinnuskyni Auk tilkynningarskyldu á dýrahaldi í atvinnuskyni verður umfangsmikið dýrahald einnig tilkynningarskylt samkvæmt skilgreiningu í reglu- gerð. Í kaflanum um dýrahald í atvinnuskyni eru nýjar greinar um smitvarnir og slysavarnir og í því sambandi má nefna að hús- næði þar sem dýr eru vistuð skal búið virkum eldvörnum svo sem reykskynjara og slökkvitæki. Enn fremur getur Matvælastofnun gert kröfu um að vistarverur dýra þar sem stunduð er tilkynningarskyld starfsemi eða dýrahald séu búnar sjálfvirkum viðvörunarbúnaði tengd- um loftræstingu, hitastigi, vatnsflæði eða eldvörn- um, ef það er nauðsyn- legt til að tryggja öryggi dýranna. Sleðahundahaldi eru einnig settar nánari skorður í reglugerðinni. Örmerkja skal hunda, ketti og kanínur Í reglugerðinni er gerð krafa um örmerkingar allra hunda, katta og kanína. Settar eru tak- markanir á umfangsmik- ið búrahald hunda í ferða- búrum. Notkun, sala og dreifing á útbúnaði sem gefur hundum rafstuð eða hálsólum með gadda eða hvassa kanta innan á ól er bönnuð. Hálsól skal þannig gerð að hún geti ekki herst að hálsi þannig að það geti takmarkað öndun eða skaðað dýrið á annan hátt. Varað við offitu gæludýra Í viðaukum með reglugerðinni eru að finna mun ítarlegri ákvæði en voru í eldri reglugerð, m.a. er nú talin upp sú atvinnustarfsemi sem telst tilkynningarskyld til Matvælastofnunar. Þá er að finna holdastuðla fyrir hunda, ketti, kan- ínur og búrfugla, sem munu auð- velda dýraeftirlitsmönnum að meta fóðrun og holdafar gæludýra og gera viðeigandi kröfur til úrbóta þegar það á við. Vakin er athygli á að í reglugerðinni kemur fram að offóðr- un og offita gæludýra er ekki góð meðferð, rétt eins og vanfóðrun og rýrt holdafar. Málþing um velferð gæludýr Matvælastofnun heldur opið mál- þing um velferð gæludýra fimmtu- daginn, 3. mars kl. 13–16 í fundarsal atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytisins í Sjávarútvegshúsinu að Skúlagötu 4 í Reykjavík. Á mál- þinginu verður farið yfir kröfur reglugerðarinnar og helstu nýmæli. /VH Í reglugerðinni er gerð krafa um örmerkingar allra hunda, katta og kanína. Sala á jörðum á Íslandi: Talsverð aukning Áhugi á jarðakaupum er að aukast aftur eftir hrun að sögn fasteigna- sala. Hann segir áhuga væntan- legra kaupenda bæði snúast um jarðir undir búskap og til annarra nota. Hækkun á fasteignaverði húsnæðis hefur áhrif til hækkunar á jarðaverði. Magnús Leópoldsson, fasteigna- sali hjá Fasteignamiðstöðinni, segir að sala á jörðum hafi smám saman verið að aukast undanfarið eftir að hún datt alveg niður eftir hrun. „Ég er ekki að segja að eftirspurnin núna sé eins mikil og hún var þegar mest var fyrir hrun en hún er að aukast og er meiri í dag en á sama tíma fyrir ári.“ Áhugi fyrir jörðum hefur aukist „Satt best að segja datt salan alveg niður eftir hrunið og það er ekki fyrr en á síðustu mánuðum sem hún hefur verið að aukast aftur. Aðdragandinn af því að fólk kaupir jörð er yfirleitt langur og ég finn greinilega fyrir auknum áhuga því fyrirspurnum um jarðir til sölu hefur fjölgað umtals- vert. Í venjulegu árferði hafa um hundr- að jarðir skipt um eigendur á ári þó að fjöldinn hafi reyndar verið mun meiri á árunum fyrir hrun.“ Fasteignaverð að hækka Að sögn Magnúsar er misjafnt hvort væntanlegir kaupendur ætli sér að vera með búskap á jörðunum eða annars konar rekstur, svo sem eins og ferðaþjónustu. Það er yfirleitt dýrt að kaupa jörð og ætla að hefja búskap. Í sumum tilfellum þarf að endurnýja húsnæði mikið og kaupa bústofn og til þess þarf talsvert mikið eigið fé.“ Magnús segir að áður hafi menn setið lengur á jörðum sínum og dreg- ið saman í stað þess að bregða búi og að algengara hafi verið að afkomend- ur tækju við búrekstrinum af foreldr- um sínum en í dag. „Hækkun á fasteignaverði á höf- uðborginni og annars staðar á landinu er að hafa þau áhrif að verð á jörð- um er einnig að hækka. Þeir sem bregða búi verða í flestum tilfellum að kaupa sér húsnæði annars staðar og því dýrara sem það er því hærra verð þurfa þeir að fá fyrir sína eign.“ Verðið skiptir mestu Magnús segir að áhugi á jörðum sé svipaður um allt land, þó meira út frá þéttbýli. „Verð á jörðum er svip- að í dag og það var á árunum 2005 og 2006 og það er verðið sem ræður mestu um það hvort kaupin gangi í gegn eða ekki.“ /VH Magnús Leópoldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.