Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Er komin meiri blíða og blóm í haga í íslenskum kúabúskap? Eða er það eintómur njóli sem skyggir á raunverulegt ástand í framtíðar- sýn mjólkurframleiðslunnar? Ekki ætla ég að daga úr bjartsýni um betra gengi mjólkurframleiðsl- unnar eða segja, „Þetta minnir um of á upphaf hrunsins“ þ.e.a.s. ný fjós, breytt fjós, snaraukin framleiðsla mjólkur og þá allra mest umfram kvóta eða s.k. umframmjólk. Ja, því ekki? Gott mál, fáir á höttunum eftir kvóta og mjólka allt hvað þeir geta, þ.e. tilkostnaður við aukinni fram- leiðslu getur ekki verið lægri, engin kvótakaup, bara hey og kjarnfóður, og svo auðvitað fleiri kýr, og það hefur auðvitað haft áhrif á verð kúa til mjalta svo ekki sé nú talað um fyrsta kálfs kvíga komnum að burði, líklega nú í lok ársins 2015, 250–270 þúsund + vsk. Undirritaður sem starfað hefur með mjólkurframleiðendum í tugi ára getur vitnað um það að sala og áhugi mjólkurframleiðenda fyrir uppbyggingu og eflingu mjólkur- framleiðslunnar er með eindæmum og hef ég þó starfað með mjólkur- bændum í 35 ár. Sala á mjaltaþjónum tekur stökk Sala á mjaltaþjónum hefur tekið margfalt stökk upp á við og hafa mjaltaþjónar hreinlega flætt inn í landið, bygging nýrra fjósa í sögu- legu hámarki og víða stórfelldar breytingar eldri fjósa og aflagðra hlaðna. Sem dæmi hefur sala Delaval mjaltaþjóna og fylgibúnaðar sleg- ið allar áætlanir á hliðina og verið margfalt meiri en gert var ráð fyrir. Eitthvað eru þó bankarnir mis- áhugasamir að lána mjólkurfram- leiðendum fyrir uppbyggingar- kostnaði en sem dæmi má reikna með að bygging nýs fjóss með öllum búnaði, þ.m.t. mjaltaþjóni, kosti um 120–140 milljónir. Fer auðvitað einnig eftir því hvort heimamenn séu laghentir eða a.m.k. duglegir við að bjarga sér og geti því allt að því byggt fjósið sjálfir með smá aðstoð fagmanna, þá er þetta hægt fyrir innan við 100 millj. kr. Auk hefðbundinnar mjólkur- framleiðslu með sölu mjólkur í samlag hefur áhugi á „með sölu“ þ.e. beint frá býli stóraukist og eru vörur merktar „Beint frá býli“ orðn- ar afar vinsælar, jafnvel þótt þær séu oft dýrari en markaðurinn almennt. „Færanlegt mjólkursamlag“ Og nú fyrir stuttu sá ég fjall- að um hugmynd Halldórs Karlssonar mjólkurfræðings um „Færanlegt mjólkur- samlag“ þ.e.a.s. Halldór ætlar að byggja stóra kerru eða aftanívagn sem dreginn yrði milli bæja sem hefðu áhuga á að framleiða mjólk- urafurð úr hluta eða allri til- fallandi mjólk á viðkomandi bæ tímabundið, skyr, jógúrt, margar tegundir osta o.s.frv. og yrði síðan markaðssett sem „Beint frá býli“. Þessi hugmynd varð ofarlega í samkeppni um nýsköpunarverkefni en fékk ekki alveg nægilega margar tilnefningar til að hljóta fjár- framlag sem er að mínu viti synd, en stórhuginn Halldór er ekki af baki dottinn og hyggst halda áfram með hug- myndina og að mínu viti væri meira vit í að setja peninga í þessa hugmynd en margar aðrar sem hafa hlotið náð fyrir augum „vitringa“, sem sé, gangi þér vel, Halldór minn, þú ert sannarlega ferskur og framsýnn. Lífrænar landbúnaðarafurðir Nokkuð hefur gustað um framleiðslu á lífrænum landbúnaðarafurðum og sú tegund búskapar sem ég þekki best til, þ.e.a.s. mjólkurframleiðslan, hefur ekki haft erindi sem erfiði á þessari skilgreiningu framleiðslunn- ar þrátt fyrir að borgað er eða a.m.k. var, 25% hærra verð fyrir lífræna mjólk. Raunar hef ég eftir langt starf sem mjólkureftirlitsmaður ákveðna skoðun á lífrænni framleiðslu mjólk- ur og þótt áhugi margra kaupenda sé umtalsverður tel ég að ofmat og röng vitneskja um tilurð, mat og kröfur fyrir lífrænni vottun sé mjög algeng. Margir kaupendur halda að þetta sé jafngildi gæðavottunar, hrein- leikastimpils, lágrar líftölu (gerla- magn) snyrtilegheit, góða umgengni o.s.frv. Að lífræn mjólk sé miklu betri og hollari en hefðbundin mjólk. Málið er hins vegar það að lífræn vottun tekur ekki til neins þessara þátta, heldur einvörðungu kröfur um að heyfengur viðkomandi sé tilkominn án tibúins áburðar og ákveðin efni bönnuð við heyskap, lyfjanotkun fyrir skepnurnar er háð takmörkunum og útskolunartími lyfja er lengri, gjöf kjarnfóðurs er háð ákveðnu efnainnihaldi o.s.frv. og e.t.v. hef ég gleymt einhverju. En eins og einn vottunaraðili sagði við mig, við erum ekki að votta gæði mjólkur, umgengni eða hrein mjólkurhús og fjós, okkur kemur það ekkert við. Sem sé vottunin að mestu leyti hvað kýrnar mega éta. En í stuttu máli, lífræn mjólk er hvorki betri né verri en „venjuleg“ mjólk. Óska þeim sem reyna að standa áfram að lífrænum búskap alls hins besta. Eins og mörgum kúabændum er ljóst verður framleisðlukvóti skertur um 4 millj. lítra 2016 og víst að búvörusamningurinn, sem ekki er tilbúinn til umræðu, en stefnir í að apa eftir ES allt bæði gáfulegt og heimskulegt, þ.e.a.s. að fella niður kvótann og láta frumskógarlögmálið gilda. Eins hefur ákvörðun MS um fulla greiðslu fyrir alla mjólk, þ.e. sk. umframmjólk komið sérlega einkennilega á sama tíma og fram- leiðsluréttur er skorinn niður. Ég ætlaði að lesa mér til um málið í grein Jóhanns í Hildisey hér á síðum naut.is en, Jóhann minn, þessi grein hefði þurft að vera þrískipt svo menn sofnuðu síður yfir henni og skreyta pínulítið með myndum svo þetta verði ekki eins og greinin er, grá af letri og allt of löng, en engu að síður er greinin upplýsingalega góð, full af visku og upplýsingum og mundi gagnast flestum væri hún ekki svona svakalega langdregin og menn stelast til að hlaupa yfir hell- ing, áfram? Auðvitað! Led-lýsing í fjósum Á seinna hundraðinu sá ég áhuga- verða umfjöllun, grein um Led- lýsingu í fjósum og líðan gripa vegna lýsingar, hafa bændur hugað um lýsingu sem eitt af stóru málun- um? Held almennt ekki, þarna hvet ég bændur til að fylgjast nú vel með Led- væðingunni því af Led stafar lítil rafsegulsviðsmengun vegna miklu minni orku- þarfar, hún gengur köld og eyðir eins mörgum sinnum minni orku en hefðbundin halogen- eða glóperu-lýsing og er auk þess vanalega mun bjartari, þ.e.a.s. meiri birta fyrir margfalt minna verð, þ.e. þegar búið er að vinna upp muninn á verði stofn- kostnaðar sem er nokkuð hærri í Led, en ekki gleyma borgun til baka í betra heil- brigði gripa og þegar það er metið með er Led-lýsing betri og ódýrari til lengri tíma litið. Takið hiklaust stefnuna á LED í ný fjós. Með von um bjartan kúabú- skap og góð mjólkurár, Kristján Gunnarsson Heyrt fyrir norðan Við undirritaðir höfum verið beðnir um nánari útfærslu á hugmyndum okkar um ýmsa þætti ferðamála sem við höfum birt að undanförnu. Er okkur ljúft að verða við því. Lykilatriði málsins er þetta: Það er útilokað að íslenska þjóð- in geti búið við þá happa- og glappaaðferð sem ríkir í dag. Við óbreytt ástand verður ekki unað. Við leggjum til að erlendir ferða- menn sem ætla að skoða og ferð- ast um landið greiði 5.000 kr. í aðgangseyri, sem vel mætti kalla Íslandsgjald. Fyrsta árið gerir það 5 milljarða króna miðað við eina milljón gjaldskyldra ferðamanna. Þeir fjármunir og þeir sem síðar innheimtast verði notaðir undan- bragðalaust í uppbyggingu innviða og rekstur vegna löggæslu hrepp- stjóra eða svæðisumsjónarmanna. Kostnaður vegna fræðslu um landið og rekstur björgunarsveita einnig innifalinn. Sumir ráðamenn vilja borga brúsann úr ríkissjóði. Með pening- um sem ekki eru til eða ættu frekar að fara í annað. Það teljum við mis- ráðið. Þeir sem koma gagngert til að njóta hins stórkostlega íslenska náttúruundurs eiga að greiða fyrir það sanngjarnan aðgangseyri. Til að við getum varðveitt landið fyrir komandi kynslóðir. Koma í veg fyrir örtröð. Grunur okkar er sá að erlendir ferðamenn muni almennt skilja það og greiða sinn hluta með ánægju. Og fá fyrir það ýmsa þjón- ustu sem þeir njóta ekki í dag. Þeir verða ánægðir þegar þeir verða varir við að allt sé á hreinu sem hægt er. Þeir sem ekki una gjald- tökunni munu þá fara annað. Þeir koma bara seinna. Enda takmark- að hvað Ísland þolir af erlendum ferðamönnum. Þar hljóta að vera einhver mörk. Íslendingar eiga svo að njóta góðs af þessu er þeir ferðast um eigið land. Kemur þar margt til. Eftirfarandi kostnaðartölur yfir það sem hér er rætt um leggjum við fram, með tilvísun til fyrri greinar. Þetta eru auðvitað frum- stæðar hugmyndir leikmanna að vestan, sem hafa kannski lítið vit á því sem þeir eru að tala um. En samt. Hreppstjórar Við höfum lagt til að þeir verði 100 talsins, starfi undir stjórn lög- reglustjóra og sýslumanna og fái sérstakt erindisbréf. Reiknað er með að kostnaður við hvert emb- ætti verði um 10 milljónir kr. á ári og hreppstjórarnir starfi meira og minna allt árið. Góð tilhugsun að endurreisa gömul embætti á nýjum grunni. Í þau verði ráðnir samkv. umsóknum menn af báðum kynj- um sem gjörþekkja allar aðstæður á heimaslóðum. 1. Laun hreppstjóra 4,200,000 2. Launatengd gjöld 2,500,000 3. Bílaleigubíll 2,000,000 4. Húsnæði 1,000,000 5. Annar kostnaður 300,000 10,000,000,- x 100 = Alls einn milljarður Salernisaðstaða Það sem við meinum með sal- ernisaðstöðu er laglegt hús með kannski 10 salernum, sameigin- legu rými með vöskum, hand- klæðum, speglum, lítilli sölubúð með hreinlætisvörur og aðstöðu fyrir eftirlitsmann. Hæfileg bíla- stæði. Mega vera ómalbikuð fyrst í stað. Þar sem ekki er rafmagn frá samveitu verði settar upp sól- arrafhlöður og gas til upphitun- ar. Húsakostur verði boðinn út í heilu lagi. Rekstur einnig boðinn út. Ókeypis aðgangur fyrir alla! 50 einingar til að byrja með. 1. Stofnkostnaður 50 x 50,000,000 = 2,500,000,000,- 2. Rekstur 50 x 9,500,000 = 475,000,000, 3. Stjórnun, eftirlit o.fl. = 25,000,000,- Alls þrír milljarðar Fræðsla og björgunarsveitir Fræðsla um Ísland. Reyndir leiðsögumenn og ferðaskrif- stofufólk sjái um þennan þátt. Eðli málsins samkvæmt yrði sú starfsemi einkum á Keflavíkurflugvelli. Kostnaður, ósundurliðað = 500,000,000,- Björgunarsveitir Björgunarsveitir kæmu að þessu með því að sjá um fræðslu eink- um fyrir þá sem ætla sér að ferð- ast um hálendi landsins og aðra fáfarna staði. Síðan eru þær alltaf í startholunum að vanda. Verði jafnvel á ferðinni vítt og breitt til að leiðbeina. Verði sýnilegar. Standi jafnvel vaktir á hættulegum stöðum í samráði við hreppstjóra og lögreglu. Virkt forvarnarstarf! Framlag, ósundurliðað =500,000,000,- Alls allur pakkinn fimm milljarðar króna Rúsínan í pylsuendanum Svo er það rúsínan í pylsuendan- um. Hver á að sjá um innheimt- una? Því er fljótsvarað: Það eiga flugfélögin að gera. Hjá þeim er myljandi hagnaður af ferðamönn- um sem eru komnir til að skoða landið. Eru ekkert of góðir til að sjá um smá viðvik í staðinn fyrir allan gróðann. Fyrir Ísland og komandi kynslóðir. Enginn mun njóta eins góðs af tillögum okkar í beinhörðum peningum. Þeir ættu auðvitað að hafa forystu í málinu ef vel ætti að vera. En sjálfsagt verður bent á að þetta sé óframkvæm- anlegt. Þeir munu varla þekkja sinn vitjunartíma ótilneyddir. En hver veit! Hallgrímur Sveinsson, Bjarni G. Einarsson, Guðmundur Ingvarsson Erlent ferðafólk mun greiða Íslandsgjaldið með ánægju Lesendabás Bændablaðið á bbl.is og líka á Facebook Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.