Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Sleipnishöllin á Selfossi: ABBA-tónleikar haldnir í vor Öll helstu og bestu lög hljóm- sveitarinnar ABBA verða flutt í Sleipnishöllinni, reiðhöll Selfyssinga, í vor. „Já, það er rétt, laugardaginn 7. maí ætlar Jórukórinn að halda upp á 20 ára afmæli með stórtón- leikum. Þemað verður ABBA, Jóhanna Guðrún söngkona mun syngja einsöng með kórnum og fullskipuð hljómsveit verður einnig með okkur. Þetta verða flottir og kröftugir tónleikar undir stjórn Stefáns Þorleifssonar,“ segir Laufey Ósk Magnúsdóttir, formaður kórsins, þegar hún var spurð um tóleikana. Tónleikarnir verða þeir fyrstu sem haldnir eru í reiðhöllinni en mikið verður lagt upp úr hljóði, ljósum og sviði. „Undirbúningur er í fullum gangi og við hlökkum mikið til, við vorum m.a. með æfingabúðir á Flúðum um síðustu helgi þar sem við tókum nokkur af ABBA-lögunum,“ segir Laufey Ósk. /MHH Stefán Þorleifsson er stjórnandi kórsins. Mynd / Laufey Ósk Jóhanna Guðrún söngkona mun syngja einsöng með kórnum á ABBA-tónleik- unum. Umsókn um orlofsdvöl Undirrituð/Undirritaður sækir hér með um: Umsóknina skal senda fyrir 20. mars nk. rafrænt á netfangið ho@bondi.is eða á póstfang Bændasamtaka Íslands: Bændahöllin v/Hagatorg, 107 Reykjavík, merkt Orlofsdvöl sumarið 201 Sumarið 201 Nafn umsækjanda Kennitala Heimilisfang Símanúmer Undirskrift félaga og dagsetning Póstnúmer og staður Hefur þú áður fengið úthlutað orlofsdvöl í sumarhúsi hjá Bændasamtökunum? Já Nei Orlofsdvöl að Hólum - Tímabilið: Orlofsdvöl á Flúðum - Tímabilið: Hér að neðan er að finna umsóknareyðublað um orlofsdvöl í húsunum að Hólum í Hjaltadal og á Flúðum, Hrunamannahreppi sumarið 201 . Það gildir fyrir félaga í búnaðarsamböndum og/eða búgreinafélögum sem eiga aðild að BÍ – Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 20. mars 201 . Mynd / Laufey Ósk Háskólafélag Suðurlands: Nýtt ferðamálanám hefst haustið 2016 „Viðskiptahugmyndin er í grunn- inn nám sem Háskólafélag Suðurlands er að þróa í samstarfi við Háskólann í Malaga á Spáni og UHI-háskólann í Skotlandi, og ráðgert er að hleypa af stokkun- um haustið 2016, en Háskólafélagið fékk styrk í fyrra úr Erasmus+ áætluninni. Námið ber vinnuheitið „Ferða- málabrú – Nýsköpun og stjórnun“ og er ætlað fyrir ferðaþjónustuaðila, bæði stjórnendur og starfsmenn. Hugmyndin hefur verið kynnt fyrir ferðaþjónustuaðilum á svæðinu, Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF), Rannsóknarmiðstöð ferðamála og fleiri aðilum. Segja má að aðilar séu sammála um það að veruleg þörf er á slíku námi fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Valgerður Pálsdóttir. Kynnti hún námið ásamt Ingunni Jónsdóttur, starfsmanni Háskólafélagsins og verk efnastjóra verkefnisins, í hádeg- isfyrirlestri í Fjölheimum á Selfossi nýlega. Kennslufyrirkomulag Ferðamála- brúarinnar verður að nokkru leyti byggt á sama fyrirkomulagi og var í Matvælabrúnni sem Háskólafélagið er með. Annars vegar verður um að ræða bóklega fyrirlestra og hins vegar svokallaða fyrirtækjavist en í henni gefst nemendum tækifæri til að kynn- ast öðrum ólíkum fyrirtækjum innan greinarinnar. Að auki er nýtt sérþekk- ing innan fyrirtækjanna til kennslu á afmörkuðu efni. „Markmið Ferðamálabrúarinnar er að auka þekkingu meðal starfsmanna og stjórnenda í ferðaþjónustunni til að auka gæði og framleiðni fyrirtækj- anna. Námið er eins árs diplómanám ætlað fyrir starfandi aðila í ferða- þjónustu þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og stjórnun en námið verður skipulagt í náinni samvinnu við ferðaþjónustuna sem er að verða ein mikilvægasta atvinnugreinin á Suðurlandi.“ /MHH Valgerður Pálsdóttir. Mynd / MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.