Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist í vor við stækk- un Búrfellsvirkjunar og að þær standi yfir til miðs árs 2018. „Það er mjög ánægjulegt að mínu mati að framkvæmdir við Búrfell 2 skuli vera í þann veginn að hefj- ast. Það er búið að liggja fyrir um nokkurt skeið að farið verði í þetta verkefni. Raunverulega var það fyrir 35 árum eða svo sem fyrstu tilburðir til þessara framkvæmda hófust. En það var svo ákveðið að setja aðrar virkjanir framar í röðina. Aðstæður eru í raun afar hagstæð- ar. Lónið er til staðar og rask sem fylgir virkjuninni verður tiltölulega lítið. Kostnaður er mér sagt að verði 13–15 milljarðar. Ef við setjum það í samhengi við Búðarháls þar sem kostnaður var um 28 milljarðar og framleiðslu- geta 90 megawött (MW) á móti 100 MW í Búrfelli 2,“ segir Kristófer Tómasson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveitarfélagið hefur samþykkt framkvæmdaleyfi virkjunarinnar. Ráðgert er að gangsetja stækkunina í aprílmánuði 2018. Um 150 manns munu fá vinnu við byggingu virkj- unarinnar. Fasteignagjöldin til sveitarfélagsins Kristófer segir að íbúar sveitarfé- lagsins verði örugglega varir við framkvæmdirnar þegar þær fara af stað. „Já, þetta mun þýða talsverða umferð um sveitarfélagið meðan á framkvæmdum stendur og við reiknum með að heimamönnum, ekki síður en öðru fólki, muni standa til boða störf við framkvæmdirn- ar. Framtíðarstörfum við Búrfell mun þó ekki fjölga að neinu ráði. Varla nema tvö til þrjú ársverk. Sveitarfélagið mun fá fasteignagjöld af stöðvarhúsi virkjunarinnar, vissu- lega munar um það,“ segir hann. − En er almenn sátt um stækk- unina í sveitarfélaginu? „Já, ég met það svo að full sátt sé um framkvæmdina meðal íbúa sveitarfélagsins. Ég hef ekki heyrt nokkurn einasta íbúa lýsa van- þóknun á að virkjunin verði byggð. En auðvitað get ég ekki útilokað að leynst geti fólk sem ekki er sátt við framkvæmdina.“ Lítið áberandi mannvirki „Um 14% af rennslisorku við Búrfellsstöð, eða sem nemur um 410 GWst, renna að jafnaði ónýtt fram hjá stöðinni á hverju ári. Stækkuð Búrfellsvirkjun mun bæta nýtingu á því rennsli. Er það í samræmi við hlutverk fyrirtækisins að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálf- bæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi,“ segir Ívar Páll Jónsson, sérfræðingur á samskiptasviði Landsvirkjunar. Auk þess segir hann að lögð verði áhersla á að mannvirki verði sem minnst áberandi. Mest áberandi mannvirkin verða aðrennslisskurður, frárennslisskurð- ur og inntaksmannvirki virkjunar- innar. „Stöðvarhúsið verður stað- sett neðanjarðar í Sámsstaðaklifi. Landsvirkjun mun tryggja aðgengi að útivistarsvæðum í nágrenni Búrfellsstöðvar. Enn fremur er ætl- unin að skoða möguleika á að tengja þau svæði við upplýsingamiðstöðv- ar í Þjórsárdal,“ bætir Ívar Páll við. Áformað er að uppsett afl nýrr- ar stöðvar verði 100 MW með einni vél, en gert er ráð fyrir að síðar verði hægt að stækka stöðina um allt að 40 MW. Með stækkun Búrfellsvirkjunar má auka orku- getu raforkukerfisins um allt að 300 Gígawattstundir (GWst) á ári. /MHH Skeiða- og Gnúpverjahreppur: Fimmtán milljarðar fara í stækkun Búrfellsvirkjunar Veittir eru styrkir úr jöfn- unarsjóði sveitarfélaga til að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum í dreifbýli samkvæmt reglugerð nr. 973/2000 með síðari breytingum. Rafrænar umsóknir skal fylla út á Bændatorginu eigi síðar en 1. mars 2016. Með umsókn skal fylgja staðfest kostnaðar- og framkvæmdaáætlun. Rafrænt umsóknarform og reglugerð er að finna á Bændatorginu. Aðeins er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið. Styrkir til frumbýlinga í sauðfjárrækt Hér með er auglýst eftir umsókn- um um styrki til frumbýlinga í sauðfjárrækt samkvæmt ákvæð- um núgildandi sauðfjársamnings og reglugerð nr. 1221/2015, VIÐAUKA IV, Verklagsreglur um úthlutun bústofnskaupa- styrkja til frumbýlinga. Rafrænar umsóknir skal fylla út á Bændatorginu eigi síðar en 1. mars 2016. Rafrænt umsóknar- form og reglugerð er að finna á Bændatorginu. Aðeins er tekið á móti umsóknum í gegnum Bændatorgið. Lýsingarbúnaður í gróðurhúsum Veittir eru styrkir til uppsetn- ingar á lýsingarbúnaði sam- kvæmt aðlögunarsamningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða og reglugerð nr. 1222/2015, VIÐAUKA I, Verklagsreglur um úthlutun styrkja vegna uppsetningar á lýsingarbúnaði. Rafrænar umsóknir skal fylla út á Bændatorginu eigi síðar en 1. mars 2016. Rafrænt umsóknar- form og reglugerð er að finna á Bændatorginu. Aðeins er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið. Gæðastýring í sauðfjárrækt Í byrjun janúar fengu þeir sauð- fjárbændur sem eru þátttakend- ur í gæðastýrðri sauðfjárfram- leiðslu, en höfðu ekki gengið frá skýrsluhaldsskilum í Fjárvísi vegna skýrsluhaldsársins 2015, bréf frá Matvælastofnun þar sem vakin var athygli á því að samkvæmt reglugerð um gæða- stýringu þá falla þeir út úr gæða- stýringu sem skila ekki skýrslu- haldi fyrir tilsettan tíma. Rétt er að vekja athygli á því að það nægir að ganga frá haustskilum í Fjárvísi (sjá forsíðu Fjárvísar). Nú fer að líða að því að Matvælastofnun, búnaðar- málaskrifstofa, fer í það verk að ganga frá fyrirframgreiðslu gæðastýringarálags til bænda, en greiðsluna skal inna af hendi í mars. Greiðslukerfi landbún- aðarins, AFURÐ, skoðar þá sjálfkrafa hvort skilyrði um skil á skýrsluhaldi séu fullnægjandi í Fjárvísi. Uppfærsla landbótaáætlunar Matvælastofnun vekur athygli bænda sem taka þátt í gæða- stýrðri sauðfjárframleiðslu á að frestur til að uppfæra land- bótaáætlanir er til 1. mars nk. sbr. bráðabirgðaákvæði í reglu- gerð nr. 536/2015 um gæða- stýrða sauðfjárframleiðslu. Landbótaáætlun skv. 15. gr. skal gera fyrir beitiland sem uppfyllir ekki kröfur samkvæmt viðauka I í reglugerð nr. 1160/2013. Framleiðandi sem ekki uppfyllir skilyrði reglugerðar um landnýt- ingu og ástand lands í landbóta- áætlun uppfyllir ekki skilyrði um gæðastýrða sauðfjárfram- leiðslu sbr. 16. gr. reglugerðar nr. 536/2015. Bændum er bent á að hægt er að leita aðstoðar Landgræðslu ríkisins við gerð landbótaáætlana og eru bændur hvattir til að setja sig í samband við héraðsfulltrúa hennar, óski þeir aðstoðar eða nánari upplýsinga vegna þessa. Greiðslumark í mjólk og sauðfé Bændur geta nú séð greiðslu- mark ársins í mjólk og sauð- fé á Bændatorginu í liðnum Bú-yfirlit (hægra megin á síð- unni fyrir miðju). Búnaðarmálaskrifstofa: Stuðningsgreiðslur ...frá heilbrigði til hollustu Búrfellsstöð. Mynd / HKr. Kristófer Tómasson sveitarstjóri. www.VBL.is REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 GOTT ÚRVAL - HAGSTÆTT VERÐ BEISLISHLUTIR - REKSTRARVÖRUR Sjá nánar í vefverslun okkar á VBL.is undir beislishlutir Búrfell og Þjófafoss í Þjórsá. Búrfellsstöð er í hlíð Búrfellsins að vestanverðu. Mynd / HKr. ofan við Búrfell. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.