Bændablaðið - 25.02.2016, Side 22

Bændablaðið - 25.02.2016, Side 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist í vor við stækk- un Búrfellsvirkjunar og að þær standi yfir til miðs árs 2018. „Það er mjög ánægjulegt að mínu mati að framkvæmdir við Búrfell 2 skuli vera í þann veginn að hefj- ast. Það er búið að liggja fyrir um nokkurt skeið að farið verði í þetta verkefni. Raunverulega var það fyrir 35 árum eða svo sem fyrstu tilburðir til þessara framkvæmda hófust. En það var svo ákveðið að setja aðrar virkjanir framar í röðina. Aðstæður eru í raun afar hagstæð- ar. Lónið er til staðar og rask sem fylgir virkjuninni verður tiltölulega lítið. Kostnaður er mér sagt að verði 13–15 milljarðar. Ef við setjum það í samhengi við Búðarháls þar sem kostnaður var um 28 milljarðar og framleiðslu- geta 90 megawött (MW) á móti 100 MW í Búrfelli 2,“ segir Kristófer Tómasson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveitarfélagið hefur samþykkt framkvæmdaleyfi virkjunarinnar. Ráðgert er að gangsetja stækkunina í aprílmánuði 2018. Um 150 manns munu fá vinnu við byggingu virkj- unarinnar. Fasteignagjöldin til sveitarfélagsins Kristófer segir að íbúar sveitarfé- lagsins verði örugglega varir við framkvæmdirnar þegar þær fara af stað. „Já, þetta mun þýða talsverða umferð um sveitarfélagið meðan á framkvæmdum stendur og við reiknum með að heimamönnum, ekki síður en öðru fólki, muni standa til boða störf við framkvæmdirn- ar. Framtíðarstörfum við Búrfell mun þó ekki fjölga að neinu ráði. Varla nema tvö til þrjú ársverk. Sveitarfélagið mun fá fasteignagjöld af stöðvarhúsi virkjunarinnar, vissu- lega munar um það,“ segir hann. − En er almenn sátt um stækk- unina í sveitarfélaginu? „Já, ég met það svo að full sátt sé um framkvæmdina meðal íbúa sveitarfélagsins. Ég hef ekki heyrt nokkurn einasta íbúa lýsa van- þóknun á að virkjunin verði byggð. En auðvitað get ég ekki útilokað að leynst geti fólk sem ekki er sátt við framkvæmdina.“ Lítið áberandi mannvirki „Um 14% af rennslisorku við Búrfellsstöð, eða sem nemur um 410 GWst, renna að jafnaði ónýtt fram hjá stöðinni á hverju ári. Stækkuð Búrfellsvirkjun mun bæta nýtingu á því rennsli. Er það í samræmi við hlutverk fyrirtækisins að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálf- bæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi,“ segir Ívar Páll Jónsson, sérfræðingur á samskiptasviði Landsvirkjunar. Auk þess segir hann að lögð verði áhersla á að mannvirki verði sem minnst áberandi. Mest áberandi mannvirkin verða aðrennslisskurður, frárennslisskurð- ur og inntaksmannvirki virkjunar- innar. „Stöðvarhúsið verður stað- sett neðanjarðar í Sámsstaðaklifi. Landsvirkjun mun tryggja aðgengi að útivistarsvæðum í nágrenni Búrfellsstöðvar. Enn fremur er ætl- unin að skoða möguleika á að tengja þau svæði við upplýsingamiðstöðv- ar í Þjórsárdal,“ bætir Ívar Páll við. Áformað er að uppsett afl nýrr- ar stöðvar verði 100 MW með einni vél, en gert er ráð fyrir að síðar verði hægt að stækka stöðina um allt að 40 MW. Með stækkun Búrfellsvirkjunar má auka orku- getu raforkukerfisins um allt að 300 Gígawattstundir (GWst) á ári. /MHH Skeiða- og Gnúpverjahreppur: Fimmtán milljarðar fara í stækkun Búrfellsvirkjunar Veittir eru styrkir úr jöfn- unarsjóði sveitarfélaga til að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum í dreifbýli samkvæmt reglugerð nr. 973/2000 með síðari breytingum. Rafrænar umsóknir skal fylla út á Bændatorginu eigi síðar en 1. mars 2016. Með umsókn skal fylgja staðfest kostnaðar- og framkvæmdaáætlun. Rafrænt umsóknarform og reglugerð er að finna á Bændatorginu. Aðeins er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið. Styrkir til frumbýlinga í sauðfjárrækt Hér með er auglýst eftir umsókn- um um styrki til frumbýlinga í sauðfjárrækt samkvæmt ákvæð- um núgildandi sauðfjársamnings og reglugerð nr. 1221/2015, VIÐAUKA IV, Verklagsreglur um úthlutun bústofnskaupa- styrkja til frumbýlinga. Rafrænar umsóknir skal fylla út á Bændatorginu eigi síðar en 1. mars 2016. Rafrænt umsóknar- form og reglugerð er að finna á Bændatorginu. Aðeins er tekið á móti umsóknum í gegnum Bændatorgið. Lýsingarbúnaður í gróðurhúsum Veittir eru styrkir til uppsetn- ingar á lýsingarbúnaði sam- kvæmt aðlögunarsamningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða og reglugerð nr. 1222/2015, VIÐAUKA I, Verklagsreglur um úthlutun styrkja vegna uppsetningar á lýsingarbúnaði. Rafrænar umsóknir skal fylla út á Bændatorginu eigi síðar en 1. mars 2016. Rafrænt umsóknar- form og reglugerð er að finna á Bændatorginu. Aðeins er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið. Gæðastýring í sauðfjárrækt Í byrjun janúar fengu þeir sauð- fjárbændur sem eru þátttakend- ur í gæðastýrðri sauðfjárfram- leiðslu, en höfðu ekki gengið frá skýrsluhaldsskilum í Fjárvísi vegna skýrsluhaldsársins 2015, bréf frá Matvælastofnun þar sem vakin var athygli á því að samkvæmt reglugerð um gæða- stýringu þá falla þeir út úr gæða- stýringu sem skila ekki skýrslu- haldi fyrir tilsettan tíma. Rétt er að vekja athygli á því að það nægir að ganga frá haustskilum í Fjárvísi (sjá forsíðu Fjárvísar). Nú fer að líða að því að Matvælastofnun, búnaðar- málaskrifstofa, fer í það verk að ganga frá fyrirframgreiðslu gæðastýringarálags til bænda, en greiðsluna skal inna af hendi í mars. Greiðslukerfi landbún- aðarins, AFURÐ, skoðar þá sjálfkrafa hvort skilyrði um skil á skýrsluhaldi séu fullnægjandi í Fjárvísi. Uppfærsla landbótaáætlunar Matvælastofnun vekur athygli bænda sem taka þátt í gæða- stýrðri sauðfjárframleiðslu á að frestur til að uppfæra land- bótaáætlanir er til 1. mars nk. sbr. bráðabirgðaákvæði í reglu- gerð nr. 536/2015 um gæða- stýrða sauðfjárframleiðslu. Landbótaáætlun skv. 15. gr. skal gera fyrir beitiland sem uppfyllir ekki kröfur samkvæmt viðauka I í reglugerð nr. 1160/2013. Framleiðandi sem ekki uppfyllir skilyrði reglugerðar um landnýt- ingu og ástand lands í landbóta- áætlun uppfyllir ekki skilyrði um gæðastýrða sauðfjárfram- leiðslu sbr. 16. gr. reglugerðar nr. 536/2015. Bændum er bent á að hægt er að leita aðstoðar Landgræðslu ríkisins við gerð landbótaáætlana og eru bændur hvattir til að setja sig í samband við héraðsfulltrúa hennar, óski þeir aðstoðar eða nánari upplýsinga vegna þessa. Greiðslumark í mjólk og sauðfé Bændur geta nú séð greiðslu- mark ársins í mjólk og sauð- fé á Bændatorginu í liðnum Bú-yfirlit (hægra megin á síð- unni fyrir miðju). Búnaðarmálaskrifstofa: Stuðningsgreiðslur ...frá heilbrigði til hollustu Búrfellsstöð. Mynd / HKr. Kristófer Tómasson sveitarstjóri. www.VBL.is REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 GOTT ÚRVAL - HAGSTÆTT VERÐ BEISLISHLUTIR - REKSTRARVÖRUR Sjá nánar í vefverslun okkar á VBL.is undir beislishlutir Búrfell og Þjófafoss í Þjórsá. Búrfellsstöð er í hlíð Búrfellsins að vestanverðu. Mynd / HKr. ofan við Búrfell. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.