Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Hið árlega Mjúkísmót fór fram í blíðviðri laugardaginn 6. febrúar sem undanfari þorrablóts Seyluhrepps sem haldið var í Miðgarði þá um kvöldið. Mjúkísmótið er í grunninn liða- og bæja- keppni þeirra bæja sem land eiga að Holtstjörn neðan Langholts í Skagafirði. Upphafið má rekja meira en áratug til baka þegar nágrannar á Ytra- og Syðra-Skörðugili og Halldórsstöðum ákváðu á gleðistund að blása til mannfagnaðar og skemmtimóts fyrri part þorrablótsdagsins. Síðan þá hefur aðeins einu sinni verið uppihald, en nafngiftin lýsir því að ísalög eru ekki alltaf trygg þó á miðþorra sé. Keppt er um veglegan farandgrip, „Dúddabeinið“, listaverk hannað og unnið af Guðmundi Hermannsyni frá Fjalli sem að uppistöðu til er úr mjaðmabeini af Sótu gömlu. Andi Dúdda heitins á Skörðugili svífur yfir vötnum því um miklu meira en ísmót er að ræða, andlega upplyftingu og nágrannavörslu einnig. Upphaflega var samkoman með varnar- þing í hlöðunni á Ytra-Skörðugili en flutt- ist síðan í reiðhöllina á Syðra-Skörðugili, „Sundahöllina“. Þegar gestir fara að tínast að um hádegi er kjötsúpa í boði húsfreyja á bæj- unum, liðin eru kynnt sem og dómarar. Mútur þeim til handa jafnvel hanteraðar. Fjögur fimm manna lið Að þessu sinni voru fjögur lið með fimm keppendur hvert. Frá Skörðugilsbræðrum, Einari, Elvari og Eyþóri Einarssonum (Syðra- Skörðugili) og Ingimar Ingimarssyni á Ytra- Skörðugili. Dómarar voru þeir Agnar H. Gunnarsson á Miklabæ, Arnór Gunnarsson frá Glaumbæ og Bjarni Maronsson sem taldi sig sjálfkjörinn formann og gerði enginn athugasemdir, enda maðurinn stjórnarfor- maður KS. Þulur og „leikstjóri“ var Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri. „Hleyptu skeiði hörðu halir yfir ísa“ Keppnin var óvenju hörð, magnaðir hestar og úrval knapa á öllum aldri þar sem „hleyptu skeiði hörðu halir yfir ísa“. Haldið var í Sundahöllina að nýju eftir reiðina þar sem enn meiri veitingar biðu gesta sem og niðurstöður keppninnar. Var ómögulegt fyrir leikmenn að skera úr um sigurvegara en dómararnir voru starfi sínu vaxnir og töldu Björn Sveinsson á Varmalæk óumdeildan sigurvegara, reiðmennskan frábær og hesturinn allgóður eins og dómsformaður orðaði það. Dúddabeinið féll svo í skaut Ingimars Ingimarssonar á Ytra-Skörðugili en hann var í öðru sæti á eftir liðsmanni sínum, Birni. Þórarinn Eymundsson var svo þriðji. Að verðlaunaafhendingu lokinni eru gjarnan skemmtiatriði, söngur og gamanmál eða keppt í óhefðbundnum greinum s.s. skautahlaupi, pílukasti og skinnaflokkun. Nú var söngur og almennur mannfagnaður látinn duga en ugg- laust hafa einhverjir farið að velta fyrir sér hvernig nappa megi beininu að ári frá Ytra- Skörðugili. Gestrisni mótshaldara, viðmót og yfirbragð samkomunnar er hrífandi og minnir okkur á að orðin sem letruð eru á legsteininn hans Dúdda eru þess virða að taka mark á og fara eftir: „Menn eiga að hafa vit á að vera í góðu skapi“. /GR/HKr. Mjúkísmótið í Skagafirði þar sem sveitabæirnir etja saman hestum sínum: Sjálfsprottin hátíð og undanfari þorrablóts í Seyluhreppi Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM V ísur tengdar veðurfari hafa áður birst í þessum þáttum. Það er við hæfi, enda fátt fólki hugstæðara en veðurlag. Jafnvel verður nettur núningur og metingur milli landshluta þegar heyrast fréttir af fjölda vindstiga og ekki síður af snjómagni hér eða þar, svo ekki sé minnst á hitatölur. Þeim mun minna er um samanburð á rigningarmetum, sem þó falla af og til. Fáum hefur betur tekist en Ísleifi Gíslasyni að lýsa veðri og vindhraða: Voga skefur vindakast, virðar trefil brúka. Það er án efa þéttingshvasst þegar refir fjúka. Í síðasta vísnaþætti birtust vísur úr nýút- kominni Leirbók. Þar er auðvitað svaka- legar veðurlýsingar að finna. Hallmundur Kristinsson „hundraðþjalasmiður“ á Akureyri orti í einu stórviðrinu: Suðaustanrokurnar auka nú í, allhvassar vindhviður styrkja. Líkast til mun ég nú þagna af því það er of hvasst til að yrkja! Og einmitt í þessu sama ofviðri orti Davíð Hjálmar Haraldsson um ósérhlífni hjálp- arsveitarfólks: Bjarga þeir bágstöddum enn og blás‘ekki úr nös uppá heiðum en löggur og Landsbjargarmenn lýjast á trampólínveiðum. Og til að ekki halli á með landshlutum, þá orti Sigrún Á Haraldsdóttir „leirlista- kona“ einmitt í þessu sama stórviðri sem einnig reið yfir Reykjavík: Í moldviðrinu mátti sjá margt um götur sviðra, eins og fjaðrir fauk það hjá fólkið hérna syðra. Og enn bætir Davíð í lýsingarnar: Er á ferli naumast neinn nema sá er þarf. Yfir tíu tonna steinn tókst á loft og hvarf. En um miðjan febrúar sl. tók nú alveg steininn úr yrkingum Davíðs Hjálmars. Laust trúi ég að nokkurt landshlutaskáld hafi upplifað slík veðrabrigði: Opnar dyrnar upp á gátt Ingveldur í Sogni. Naumast blæs þar nokkur átt nema helst í logni. Leiðist mest í logni og yl Leopold á Hóli, hann vill fimbulfellibyl en fárviðri í skjóli. Á Stafni fellur steypiregn stöðugt. Þó að linni blotnar þvottur þar í gegn í þurrkklefanum inni. Þurrast veit ég veðurfar í vindinum á Grundum. Fyllibyttur þorna þar á þremur klukkustundum. Svalt er oft við Syðri-Skörð. Sauður var þó heppinn; frusu bara fjórtán spörð á ferð úr vömb í keppinn. Við Seylu er á sumrin heitt. Sjóði vatn í kílum er með hneif og agni veitt ögn af krókódílum. Fæst þar einnig fenjagás, fuglum öðrum betri, en gómsætust þó gæfist krás: Geirhjörtur að vetri. Geirhjartarkjöt er vinsæll réttur á mínu heimili, og greinilega víðar: Frost var slíkt við Fremri-Ás -og frekar herti, að frúin eldaði Geirhjartarglás við grýlukerti. 148 Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Á annað hundrað manns mættu í gleðskapinn í reiðhöllina á Syðra-Skörðugili. Björn á Varmalæk óumdeildur sigurvegari, reiðmennskan frábær og hesturinn allgóður eins og dómsformaður orðaði það. Við hlið hans er hins vegar Ingimar Ingimarsson á Ytra-Skörðugili sem hlaut Dúddabeinið, sem Björn hampar þarna í sigurvímu ásamt liðsmönnum sínum. Myndir / Gunnar Rögnvaldsson Dómaratríóið leikur stórt hlutverk á Mjúkísmótinu. Þarna eru frá vinstri; Bjarni Maronsson í Furulundi, Agnar Gunnarsson, oddviti á Miklabæ, og Arnór Gunnarsson frá Glaumbæ. Fullyrt er að keppendur eigi það til að gauka að þeim mútum til að tryggja sér betra sæti í úrslitum. Ásdís Sigurjónsdóttir á Skörðugili við Dúdda- beinið. Hún er nú að segja má verndari Mjúk- ísmótsins í Skagafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.