Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 33
33BÚVÖRUSAMNINGAR | FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Reiknivél á Netinu Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur útbúið reiknivél fyrir bændur í töflureikninum Excel þar sem hægt er að skoða áhrif nýrra búvöru- samninga á tekjur búa. Skjalið er aðgengilegt á rml.is og líka á bondi.is. Innsláttarreitir eru litamerktir og geta bændur fært inn greiðslumark, búfjárfjölda og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Neðar í skjalinu birtast niðurstöður þess bús sem slegið er inn hverju sinni. Vilji notendur skoða annaðhvort nautgriparækt eða sauðfjárrækt skal setja „0“ í innsláttarreiti hinnar búgreinarinnar. Vatnshalllinn sem er á samningunum hefur veruleg áhrif á útkomuna – auk kerfisbreytinga og breyttrar forgangsröðunar. Sauðfjársamningurinn er margþættari að þessu leyti en hinir samningarnir. Dæmin sem sýnd eru í hér í Bændablaðinu eru unnin upp úr reiknivélinni á Netinu. Nokkrum árum á seinni hluta samningstímabilsins er sleppt vegna pláss. Á Netinu er hins vegar hægt að sjá öll árin. Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Lind, ábyrgðarmaður í rekstrarráðgjöf, á netfangið jle@ rml.is. Dæmi um áhrif samninga á mismunandi sauðfjár- og kúabú Vatnshalli búvörusamninga * 100,0% 98,9% 98,6% 97,3% 94,6% 91,9% Dæmi 1. Sauðfjárbú með 600 ærgildi og 600 vetrarfóðraðar kindur, innlegg er 1,25 lömb eftir kind og 16,2 kg meðalvigt. Tún og ræktun 60 ha, þ.a. 10% með jarðræktarstyrk. Fast innleggsverð öll árin. 2016 2017 2018 2019 2020 2023 2026 Greiðslur samkvæmt sauðfjársamningi 7.096.611 6.959.373 6.791.609 6.681.243 6.334.674 5.923.626 5.419.523 Greiðslur skv. rammasamningi 105.429 291.523 289.697 288.729 339.394 333.266 326.169 Samtals búgreinatekjur sauðfjár 7.740.000 7.740.000 7.740.000 7.740.000 7.740.000 7.740.000 7.740.000 Heildartekjur 14.942.040 14.990.896 14.821.306 14.709.971 14.414.068 13.996.892 13.485.691 Tekjubreyting frá upphafsári 100% 99% 98% 96% 93% 90% Dæmi 2. Sauðfjárbú með 300 ærgildi og 210 vetrarfóðraðar kindur (0,7-reglan), innlegg er 1,25 lömb eftir kind og 16,2 kg meðalvigt, 600 kr/kg afurðaverð. Tún og ræktun 22 ha, þ.a. 10% með jarðræktarstyrk. Búið nýtur sérstaks svæðisstuðnings. Innleggsverð dilka hækkar um 2,5% árlega. 2016 2017 2018 2019 2020 2023 2026 Greiðslur samkvæmt sauðfjársamningi 3.283.734 3.295.251 3.315.170 3.261.291 3.071.145 2.700.155 2.257.953 Greiðslur skv. rammasamningi 35.143 102.114 101.486 101.143 119.971 117.829 115.343 Samtals búgreinatekjur sauðfjár 2.709.000 2.772.788 2.838.170 2.905.186 2.973.879 3.190.432 3.423.636 Heildartekjur 6.027.877 6.170.153 6.254.825 6.267.620 6.164.995 6.008.415 5.796.932 Tekjubreyting frá upphafsári 100% 101% 102% 100% 97% 94% Dæmi 3. Kúabú með 250.000 lítra framleiðslu og sama greiðslumark, 45 árskýr, 63 ha ræktun. Tún og ræktun 63 ha, þ.a. 10% með jarðræktarstyrk. Innleggsverð óbreytt öll árin. 2016 2017 2018 2019 2020 2023 2026 Samtals nautgriparæktarsamningur 11.066.755 10.164.219 10.171.723 10.175.718 10.031.031 9.798.805 9.440.684 Greiðslur skv. rammasamningi 105.429 298.933 297.077 296.079 349.654 343.376 336.099 Samtals búgreinatekjur nautgriparæktar 25.253.700 25.253.700 25.253.700 25.253.700 25.253.700 25.253.700 25.253.700 Heildartekjur 36.425.884 35.716.851 35.722.500 35.725.497 35.634.386 35.395.881 35.030.483 Tekjubreyting frá upphafsári 100% 100% 100% 100% 99% 98% Dæmi 4. Kúabú með 400.000 lítra framleiðslu og 300.000 lítra greiðslumark, 72 árskýr. Tún og ræktun 100 ha. þ.a. 10% með jarðræktarstyrk. Innleggsverð óbreytt og umframmjólk 40 kr/l öll árin. 2016 2017 2018 2019 2020 2023 2026 Samtals nautgriparæktarsamningur 15.904.747 14.595.457 14.614.161 14.626.719 14.584.507 14.832.416 14.853.113 Greiðslur skv. rammasamningi 175.714 485.871 482.829 481.214 565.657 555.443 543.614 Samtals búgreinatekjur nautgriparæktar 40.405.920 35.966.920 35.966.920 35.966.920 35.966.920 35.966.920 35.966.920 Heildartekjur 56.486.381 51.048.248 51.063.909 51.074.854 51.117.085 51.354.779 51.363.648 Tekjubreyting frá upphafsári 100% 100% 100% 100% 101% 101% Dæmi 5. Nautaeldi með 100 holdakýr, innlegg 50 naut á ári, 300 kg hvert naut. Afurðaverð 800 kr/kg. Tún og ræktun 140 ha. þ.a. 10% með jarðræktarstyrk. 2016 2017 2018 2019 2020 2023 2026 Samtals nautgriparæktarsamningur 4.460.000 7.536.667 7.653.333 7.806.667 8.753.333 8.826.667 8.593.333 Hlutfall greiðslna skv. rammasamningi 246.000 680.220 675.960 673.700 791.920 777.620 761.060 Samtals búgreinatekjur nautgriparæktar 13.680.000 13.680.000 13.680.000 13.680.000 13.680.000 13.680.000 13.680.000 Heildartekjur 18.386.000 21.896.887 22.009.293 22.160.367 23.225.253 23.284.287 23.034.393 Tekjubreyting frá upphafsári 100% 101% 101% 106% 106% 105% * Hlutfall af framlögum í samninga m.v. árið 2017. Innsláttur í bláa reiti Viðmiðunartölur fyrir hvert bú. Árleg breyting hefur ekki áhrif á upphafsár eða magntölur hvers bús. Mitt bú Þín spá um þróun á landsvísu Greiðslumark í sauðfé 300 Vetrarfóðraðar kindur 210 0,00% Fj. sláturlamba 252 0,00% Meðalvigt dilka 16,2 0,00% Innlögð kg. dilka 4.082 0,00% Svæðisbundinn stuðn. - skrá 1 eða 0 1 Meðal innleggsverð dilka í upphafi 600 0,0% Meðal innleggsverð ærkjöts í upphafi 180 0,0% Greiðslumark í mjólk / innanlandsneysla - 0,0% Innvegin mjólk - 0,0% Fj. mjólkurkúa - árskýr - 0,0% Fj. holdakúa - árskýr - 0,0% Ungnautakjöt innlögð kg. - 0,0% Kýrkjöt innlögð kg. - 0,0% Afurðarstöðvarverð innanlands 2016 84,4 0,0% Afurðarstöðvarverð umframmjólk 2017 40 0,0% Meðalverð ungnautakjöts í upphafi 800 0,0% Meðalverð kýrkjöts í upphafi 560 0,0% Jarðarbætur, kornrækt ofl. ha. 2 Annað uppskorið land ha. 20 Mínustala gefur fækkun/minnkun Hér er hægt að velja að setja spá um þróun á landsvísu. Ef t.d. er sett -1% (mínus) við vetrarfóðraðar kindur er gert ráð fyrir að þeim fækki um 1% á ári út samningstímann, eða 10%. Ef sett er 2,5% á innleggsverð er reiknað með að það hækki um 2,5% á hverju ári, eða 28% á samn- ingstímanum. Þessar stærðir hafa ekki áhrif á framleiðslu míns bús, eingöngu einingaverðin sem reiknuð eru út samningstím- ann. Til að skoða „mitt bú“ eru settar inn upplýsingar um framleiðsluna. Hægt er að slá inn í alla bláa reiti, svo það má velja annað afurðaverð í upp- skráð inn, vilji menn nota sitt innleggsverð. Hér er sett inn ræktun og tún sem uppskorin eru og skráð eru/verða í jörð.is. Samtalan gefur heildarstærð. Með nýjum samningi opnast ný tækifæri Nýr samningur um starfsskilyrði naut- griparæktarinnar felur í sér stefnumörk- un um breytingar á því kerfi sem verið hefur við lýði síðasta aldarfjórðung að mati Landssambands kúabænda. Stefnt er að því að greiðslumarkið fjari út á samningstímanum, bæði sem viðmiðun fyrir beingreiðslur og kvóti sem tryggir forgang að innanlandsmarkaði. Mikil umræða var á meðal kúabænda um örlög kvótakerfisins á meðan samninganefndin var að störfum. Niðurstaðan var sú að fresta ákvörðun til ársins 2019 um það hvort afnema skuli kvóta árið 2021. Kveðið er á um að ákvörðunin verði borin undir bændur í atkvæðagreiðslu þegar þar að kemur. Stuðningsformi ríkisins er breytt og byggist á fleiri viðmiðum en áður. Samið er um breytt fyrirkomulag við verðlagningu mjólkur. Þá er í samningnum tekinn upp með nýjum hætti stuðningur við framleiðslu á nautakjöti. Í tilkynningu sem Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, sendi frá samtökunum til fjölmiðla skömmu eftir undirskrift segir að það hafi verið afar mikilvægt að náðst hafi samningur um starfsskilyrði greinarinnar til næstu 10 ára. Ástæðan er sú að framleiðsluferlar í nautgriparækt eru langir og miklu skiptir að bændur sem starfa í greininni hafi möguleika á að horfa til langs tíma. Ánægja með að stuðningur nái til framleiðslu nautakjöts Fjárhagsrammi samningsins helst svipaður frá því sem nú er, jafnframt sem stuðningurinn er að stærstum hluta greiddur út á framleiðslu afurða eins og lagt var upp með í ályktun aðalfundar LK 2015 vegna búvörusamninga. Samtökin hafa lýst ánægju með að stuðningskerfið nái nú einnig til framleiðslu nautakjöts. Þau segja að nautgriparæktin standi frammi fyrir margvísleg- um áskorunum. Undanfarin ár hefur markaður hér á landi fyrir nautgripaafurðir stækkað hratt og líkur standa til að sú þróun haldi áfram. Það sé áfram meginverkefni íslenskra nautgripa- bænda að sinna innlendum markaði fyrir gæða afurðir á hagstæðu verði. Kröfur samfélagsins um bættan aðbúnað og velferð gripanna, ásamt væntingum nýrra kynslóða bænda um betri og nútímalegri vinnu- aðstöðu, krefjast mikilla fjárfestinga á komandi árum að mati LK. Til að fjárhagslegur grund- völlur sé fyrir þeim fjárfestingum, er mikilvægt að stuðningur samfélagsins við greinina nýtist starfandi bændum betur en áður. Baldur Helgi segir að þær breytingar sem verið er að gera á starfsumhverfinu séu þær mestu í þrjá áratugi og verða þær innleiddar í skrefum á fyrri hluta samningstímans. Hann segir jafnframt í niðurlagi: „Í samningnum eru einnig öflugir varnaglar, fari svo að mál þróist á verri veg og eru endurskoðunarákvæðin árið 2019 og 2023 þar lykilatriði. Ákvæði samn- ingsins um samstarf við úrvinnslu og mark- aðssetningu mjólkurafurða er afar mikilvægt, sem og viðurkenning á mikilvægi tollverndar mjólkurafurða. Staða smærri vinnsluaðila í mjólkuriðnaði og aðgengi þeirra að hráefni er jafnframt tryggt. Með nýjum samningi um starfsskilyrði naut- griparæktarinnar opnast fyrir ný tækfæri og nýjar lausnir, sem mikilvægt er að nýta í þágu greinarinnar og þeirra sem hana stunda.“ Baldur H. Benjamínsson. Eigi að skoða annaðhvort sauðfjár- eða nautgripafram- leiðslu er sett 0 í framleiðslu- tölur hinnar greinarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.