Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Allt er breytingum háð – líka sauðfjárbúskapur Gömlum frænda mínum þótti lítt til menntunar koma og leit á skólagöngu sem tímasóun. Kannski voru það varnarviðbrögð hjá honum því hann átti ekki kost á að mennta sig. Eða, kannski var hann bara ekki tilbúinn að viður- kenna að það að hleypa heimdrag- anum og sækja sér þekkingu utan- frá væri til bóta. Hann var sauðfjárbóndi af gamla skólanum. Hann hélt sauði sem gengu við opið veturlangt og var gefið með beitinni. Hann hafði um 400 ær á vetrarfóðrum. Þeim var gefið tvisvar á dag; lágu við opið en byrgðar inni yfir blánóttina. Hrútarnir voru settir í hjörðina um jólaleytið og náttúran látin hafa sinn gang. Frændi hleypti ekki til gemsanna en hýsti þá og gaf þorra vetrarmánaðanna. Þegar fór að síga á einmánuð voru þeir, ásamt sauðunum, reknir á beit til fjalla. Á algróna bala þar sem snjóa leysti snemma. Sauðburður fór fram undir blá- himni maísólarinnar sem oft á tíðum lét ekki sjá sig en sendi norðangarr- ann eða hraglanda og vosbúð í sinn stað. Ærnar voru vaktaðar með reglu- legu millibili allan sólarhringinn og nýbærur aðeins hýstar ef það rigndi eða slyddaði hressilega á þær. Eitt lamb á á þótti gott og burðarhjálp var með öllu óþörf. Krummi sem bjó í nálægu gili var svarinn óvinur frænda míns enda var fuglinn sá fljót- ur að fara í veikburða lömb eða ær og kroppa úr augu eða slíta út garnir. Smala og smala aftur Ánum var sleppt inn í heiði eins fljótt og hægt var. Fyrst var rekið í heima- réttina, ormalyfi dengt í hjörðina og lömbin mörkuð og merkt áður en þau stukku á vit íslenska sumarsins með mæðrum sínum. Í byrjun júlí var svo þarfasti þjónninn beislaður og fénu smalað til rúnings. Sumu hleypt inn á afrétt, annað var kyrrt í heimaheiðinni. Halda fénu á meðan hand- klippurnar gengu í gríð og erg eftir skinni skepnanna var verkefni okkar krakkanna. Miserfitt því ærnar voru misvel framgengnar og misskapstór- ar. Að loknu dagsverki var ullin sett í balla og reidd á klyfberum áleiðis heim, því engin var vegurinn þarna inni í heiðinni. Að hausti var smalað á ný. Dregið í sundur, ásetningurinn valinn og sláturlömbin send burtu eins fljótt og auðið var, jafnvel á smaladaginn. Minnstu lömbin voru höfð á túnum fram að næstu slátr- un en grænfóðurræktun þótti ekki valkostur á þessum bæ. Ánum var sleppt aftur á úthagann þar til þær voru teknar á hús, ef vel viðraði ekki fyrr en í desember. Leggur og læri Fjárstofninn hans frænda míns var fremur þunnur á lendar og malir. Háfættar og læranettar fjallafálur sem unnu sér oft fríðleika til lífs, ekki síður en læragerð. Kynbætur sem miðuðu að stuttum legg og holdugum lendum höfðu ekki náð hans eyrum og voru því ekki hluti af hans skilningi og sýn á sauðfjár- rækt. Hvort afurðirnar sem hann framleiddi væru þóknanlegar neyt- endum var ekki hans mál. Hann stóð sína plikt og markaðurinn skyldi bara gera sér það að góðu. Hann og kaupfélagið voru eitt. Í kaupfélaginu fékkst allt sem þurfti svo frændi og Sambandið stunduðu í raun vöruskipti. Innlögn að hausti vó upp úttekt af reikningnum næstu 12 mánuðina; ja, eða skuldajafnaði stöðuna. Ríkisframlagið meðtalið því kaupfélagið af stakri gæsku sá um að geyma það á reikningnum góða. Soðið kindakjöt var hversdags, ofn- steik á sunnudögum, saltkjöt við og við og hangikjöt á hátíðisdögum. Heimsmyndin var einföld, um það bil 8000 hektarar. Hversdagurinn samt aldrei eins því fénu fylgdi stöðugt og breytilegt stúss, allt eftir árstíma. Upp úr 1980 fór unglingurinn á næsta bæ til náms við Bændaskólann á Hvanneyri. Frændi taldi hann og aðra búfræðinga ekkert skárri en þessa spekinga „að sunnan“ sem allt þóttust vita. Frændi minn lærði búskaparhætti af föður sínum og hafði djúpan skilning á þeim vinnu- brögðum. En, rétt eins og þekking án skilnings er lítt vænleg til árangurs mun skilningur án aukinnar þekk- ingar ekki leiða til framfara. Í næstu sveit Á níunda áratugnum, meðan frændi minn bjó í tímalausum heimi sauðfjárbúskapar fortíðarinnar, voru aðrir bændur á þeysireið eftir kynbótabrautinni. Þar héldu búfræðingar um taumana og þar var hrútunum ekki hleypt stjórnlaust í ærnar. Ó nei. Allan fengitímann var valið handvirkt hvaða hrútur skyldi feðra hvaða lömb og allt skráð af ítrustu nákvæmni í fjár- bókina. Svampar og strá; eitthvað sem ég vissi ekki að þekktist fyrr en þá. Tilhleypingar búnar að mestu um jólaleytið. Féð byrgt inni á gjöf frá miðjum nóvember að jafnaði, fram á vor. Ær með stuttan legg og samvaxin læri langt niður undir hækil. Vetrarrúið. Sauðburður inni, endalausar stíur, vatn í fötum og burðarhjálp fastur liður í daglegri rútínu. Markað fljótlega eftir burð; tvö lömb á á, jafnvel þrjú, fjögur eða fimm þegar best lét. Úthagabeit yfir sumarið, græn- fóður og grösug tún að hausti. Allt viktað við smalamennsku, ekkert sent beint til slátrunar. Viktað aftur og jafnvel aftur áður en sláturbíllinn náði að leggja að. Ásetningur valin eftir ætterni föður, frjósemi móður og gerð skepnunnar. Fallþungi dilka skráður eftir númerum og tengd- ur lífþunga. Meðalafurðir eftir á reiknaðar, kynbótastuðull hrútanna grandskoðaður og strá næstu til- hleypinga valin eftir lúslestur gegn- um hrútaskrána. Seytján, ekki sautján Allt var öðruvísi, meira að segja tungumálið. Skjóla hét fata, reka var skófla, bura var allt í einu orðin að jakka, mögótt var golótt og vellótt var írautt! Sumt var þó eins – kaup- félagið og bændurnir í þessari sveit voru líka eitt. Og – þeir framleiddu afurðir eftir eigin kynbótastefnu án þess að hlusta eftir óskum neytend- anna þarna „fyrir sunnan“. Það hraut af vörum sumra að þetta lið þyrfti bara að læra að éta kjöt og bera virðingu fyrir íslenskri framleiðslu. Kynbætur fjárstofnsins hafa verið helsta aðalsmerki sauðfjár- ræktarinnar um langt árabil og leitt til ótrúlegra breytinga á vaxtarlagi og vöðvafyllingu skepnanna. Eitt virðist þó ekki hafa breyst mikið; enn er framleitt útfrá áhuga og þekkingu bændanna á kynbótum, en ekki svo mikið útfrá forsendum markaðarins né óskum neytandans. Hvar er kjötið mitt? Ánægjuleg þróun hefur engu að síður átt sér stað síðustu árin í sér- vinnslu og sölu landbúnaðarafurða. Í dag getur sá „fyrir sunnan“ með útsjónarsemi og þolinmæði pantað vörur beint frá þeim framleiðend- um sem neytandinn vill beina við- skiptum sínum til. Það eru meira að segja nokkrar sérvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu þar sem hægt er að versla upprunamerktar land- búnaðarvörur. Í hversdeginum fara allflestir þéttbýlisbúar aftur á móti í stórmarkaðinn. Nokkrar greinar landbúnaðarins bjóða þar upp á vöru sem er upp- runamerkt framleiðanda og jafnvel val á milli lífrænna og hefðbundinna afurða. Því miður er lambakjötið ekki í þessum flokki og neytandinn hefur almennt enga hugmynd um hvað hann er að kaupa. • Hvar er rekjanleikinn sem Gæðastýringin átti að skila? • Af hverju getur neytandinn ekki sannreynt muninn á gæðaflokk- um sláturmatsins? • Hvar er lífræna framleiðslan? Það er löngu tímabært að sauðfjár- bændur kanni hvað neytandinn vill og geri allt til að mæta þeim óskum. Lambakjöt er hágæðavara og á skil- ið mun meiri virðingu en að vera selt í hálfum skrokkum fyrir smáaur í stórum sekk úr þykku glæru plasti sem á stendur „súpukjöt“. Þórunn Pétursdóttir land- græðsluvistfræðingur REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 www.VBL.is REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is NÚ ER GÓÐUR TÍMI TIL AÐ PANTA PANTIÐ TÍMALEGA! Pantið merkin fyrir 20. mars til að tryggja að þau komi fyrir sauðburð LAMBAMERKIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.