Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Fréttir Með sigrinum í keppninni um Kokk ársins 2016 vann Denis Grbic sér þátttökurétt í keppni um besta norræna kokkinn sem fram fer í Danmörku í mars. Denis má því ekki slá slöku við æfingar næstu daga. Norræna keppnin er talin með erfiðari kokkakeppnum en síðustu ár hafa matreiðslumenn frá Norðurlöndunum notið mikill- ar velgengni á alþjóðavettvangi. Denis byrjaði ungur að hafa áhuga á kokkamennsku og hann segist hafa fengið áhugann hjá foreldrum sínum. „Ég varði miklum tíma í eldhúsinu þegar ég var krakki. Mamma ætlaði alltaf að verða kokkur en þau áform fóru í bið þegar ég fæddist. Eftir grunnskólann fór ég að vinna við byggingarvinnu og lærði að verða múrari. Samhliða nám- inu vann ég á skyndibitastað en þegar kreppan skall á hætti ég hins vegar í múrverkinu, rétt kominn að sveinsprófinu, og skellti mér í Menntaskólann í Kópavogi í mat- reiðsluna. Ég fór á samning hjá Hótel Sögu og kláraði sveinspróf- ið árið 2013. Þá hóf ég störf á Dill og var þar um tíma þar til mér bauðst starf á Grillinu þar sem ég er nú. Ég er því búinn að vera sjö ár í faginu,“ segir Denis. Stíf keppni í Danmörku Norræna keppnin um kokk ársins á Norðurlöndunum verður haldin í Herning í Danmörku í mars. „Við förum út 6. mars, keppum og komum aftur heim 9. mars. Nú standa yfir æfingar en fyrirkomu- lagið er þannig að við fáum fjóra klukkutíma í undirbúning og þar til maður skilar forrétti, þar á eftir klukkutíma fyrir aðalrétt og loks 80 mínútur fyrir eftirréttinn. Ólíkt keppninni hér heima er ég einn á báti þar sem ég verð ekki með neinn aðstoðarmann,“ segir Denis en það var Hinrik Örn Lárusson, matreiðslunemi á Grillinu, sem var honum innan handar í Hörpunni á dögunum. Á sama tíma verð- ur þjónakeppni og keppni yngri kokka í Herning. Annar fulltrúi úr Grillinu verður í þjónakeppninni en það er Thelma Björk Hlynsdóttir sem um þessar mundir er við störf á Michelin-staðnum Olo í Helsinki í Finnlandi. „Við erum með besta veitingastaðinn á landinu!“ Aðspurður um það hvaða þýðingu það hafi fyrir Grillið að vera með hvern verðlaunakokkinn á fætur öðrum í starfsliðinu segir Denis það ekkert vafamál. „Við erum með besta veitingastaðinn á landinu! Þetta er vissulega mjög góð aug- lýsing fyrir okkur og við finnum fyrir því. Það er fullbókað næstu 3–4 helgar og viðskiptavinahópur- inn á örugglega eftir að stækka,“ segir Denis. Hann segist vera mik- ill aðdáandi norrænnar matargerðar og með það í huga henti samstarf við íslenska bændur mjög vel. „Við erum opnir fyrir öllu sam- starfi við bændur. Á Íslandi er eitt flottasta hráefni sem býðst og við erum stoltir af því að geta boðið upp á það besta. Allt sem við fáum og bjóðum hér á Grillinu er í hæsta klassa.“ Var í hópi flóttamanna sem settust að á Íslandi Denis fluttist hingað til lands með foreldrum sínum frá Króatíu árið 1996. „Við vorum í hópi flótta- manna sem settust að á Ísafirði. Ég var ellefu ára gamall og var strax settur í stíft íslenskunám sem gekk vel. Árin á Ísafirði voru frábær en eftir fjögur ár þar fluttum við suður. Pabbi minn er Serbi en mamma er Króati. Maður reynir að fara reglu- lega til Króatíu enda á maður þar ættingja og vini,“ segir Denis sem er fjölskyldumaður með konu og tveggja ára dóttur. Aðspurður um það sem er fram undan segir kokkur ársins að það sé að taka þátt í keppn- inni í Danmörku og síðan einfald- lega að mæta á vaktina á Grillinu. /TB Á Grillinu starfa fjórir verðlaunakokkar um þessar mundir: „Erum með besta veitingastaðinn á landinu“ „Á þessu stigi getum við ekki svar- að því þó að við stefnum að því. Til þess að þetta sé möguleiki verður samstaða að ríkja meðal land- eigenda en við erum landeigend- ur við Seljalandsfoss ásamt með fjórum jörðum við Seljaland. Við Skóga eru þetta héraðsnefnd- irnar tvær, Vestur-Skaftfellinga og Rangæinga, þannig að þar koma fimm sveitarfélög að málinu. Við þurfum líka að færa til og laga bíla- stæði við fossana, það er væntanlega forsenda þess að geta hafið gjald- töku,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, þegar hann var spurður hvort það ætti að fara að taka upp gjaldtöku á bílastæðunum fyrir ferðamenn við Seljalandsfoss og Skógafoss, sem báðir eru staðsettir í Rangárþingi eystra. Sveitarfélagið hefur verið í sambandi við fyrirtæki sem sér- hæfa sig í búnaði varðandi gjaldtöku á bílastæðum, salernum og þess hátt- ar. Við Seljalandsfoss hefur verið rætt um að gjaldtakan verði hugs- anlega í höndum heimamanna, þ.e. að landeigendur sjái um þennan þátt ferðaþjónustunnar. Ekki hlynntur skoðunargjöldum En hvað með Ísólf Gylfa sjálfan, vill hann sjá gjaldtöku við ferðamanna- staði í sveitarfélaginu? „Ég vildi gjarnan komast hjá því að innheimta einhvers konar skoðunargjöld. Hins vegar er mik- ill átroðningur við þessa staði, við rekum salerni o.þ.h. sem er kostn- aðarsamt og engin ástæða að reka frítt fyrir ferðamenn. Sjálfur hefði ég kosið að þessi gjöld væru inni í farmiðanum til Íslands eða einhvers konar borgar- eða landsgjald eins og þekkist víða í útlöndum.“ Rætt hefur verið um samræmda gjaldtöku á ferðamannastöðum í Rangárþingi eystra en út á hvað gengur sú hug- mynd? „Við höfum verið á sameiginleg- um fundum með ferðaþjónustuaðil- um sem eru við Suðurströndina. Það er afar æskilegt að þetta sé með sama eða svipuðum hætti alls staðar. Við erum líka á Kötlu jarðvangssvæði og þetta eru alls konar vangaveltur sem hafa komið upp. Auðvitað er líka ákveðin skylda sem liggur á ferðaskrifstofum og rútu fyrirtækjum sem koma með gestina á þessa fjölförnu staði. Flestar nýjar rútur eru með salernisaðstöðu sem einhverjir fullyrða að lítið séu notaðar, það þarf líka að vera aðstaða til þess að tæma þau ferðaklósett,“ segir Ísólfur Gylfi. /MHH Stefnt að gjaldtöku á bílastæðunum við Seljalandsfoss og Skógafoss Á Grillinu er sannkallaður verðlaunakvartett starfandi í eldhúsinu. Frá vinstri: Myndir / TB Denis Grbic, Kokkur ársins 2016, hefur starfað í faginu í 7 ár. Denis Grbic er Kokkur ársins 2016 Keppni um útnefninguna Kokkur ársins fór fram í Hörpu 13. febr- úar síðastliðinn. Þá mættust í fimm manna úrslitum kokkar sem unnið höfðu sér þátttöku- rétt úr tíu manna keppni sem haldin var 8. febrúar. Denis Grbic, matreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu, bar sigur úr býtum, en í öðru sæti var Hafsteinn Ólafsson á Nasa og þriðji varð Ari Þór Gunnarsson á Fiskifélaginu. Þetta er annað árið í röð sem matreiðslumeist- ari af Grillinu hlýtur nafn- bótina, en í fyrra sigraði Atli Erlendsson. Fyrirkomulagið á keppninni, sem áður hét Matreiðslumaður ársins, var að faglærðir mat- reiðslumenn sendu inn í keppnina uppskrift ásamt mynd af réttinum. Valnefnd skipuð fimm faglærðum dómurum völdu nafnlaust þær 10 uppskriftir sem þóttu lofa góðu þar sem mið er tekið af frumleika, nýtingu á hráefni og útliti réttar. Lambið í leyndarkörfunni Keppendur fengu fimm klukkustund- ir til að elda þriggja rétta matseðil sem samanstóð af forrétti, aðalrétti og eftirrétti. Daginn fyrir úrslita- keppnina var upplýst um hvaða hrá- efni væru í boði fyrir keppendur, þegar hulunni var svipt af svokall- aðri leyndarkörfu. Þar kom í ljós að í forrétt skyldi notað langa, humar, og söl. Í aðalrétt yrði notaður lambahryggur og lambasíða. Í eft- irrétt Omnom-súkkulaði, grænt epli og lakkrís. Að auki völdu keppend- ur sitt eigið grænmeti, mjólkurvör- ur og þurrvörur. Keppendur skyldu mæta með eigin aðstoðarmann eða matreiðslunema, sem mætti vera 23 ára eða yngri á keppnisdag. Félgagsskapur sigurvegara keppninnar Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppn- inni eins og áður og byggir á sterkri sögu og hefð. Fyrir keppnina var stofnaður félagsskapur sigurvegara keppninnar frá upphafi, en hópur- inn fylgdi keppninni úr hlaði og tók virkan þátt í undirbúningi og framkvæmd. Yfirdómari keppninnar í ár var Sven Erik Renaa frá Noregi. Samhliða keppnishaldinu var boðið til glæsilegs kvöldverðar þar sem Kokkalandsliðið sá um að mat- reiða fjögurra rétta máltíð sem borin var fram með ljúffengu víni, en talið er að um 200 manns hafi gætt sér á krásum landsliðsins. /smh Hafsteinn, Ragnheiður E. Árnadóttir, Denis Grbic, Björn Bragi Bragason, og Ari Þór. Mynd / Sigurjón Sigurjónsson www.VBL.is REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTAEFNI GOTT ÚRVAL Í BOÐI ÖRYGGISHLÍFAR Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 HÆGT ER AÐ KAUPA STAKA HLUTI Í DRIFSKAFTAHLÍFAR ERU ÖRYGGISMÁLIN Í LAGI? - arstjóri Rangárþings eystra. Handverkshátíð 2016: Opnað fyrir umsóknir Opnað hefur verið fyrir umsókn- ir þátttakenda á Handverkshátíð við Hrafnagil sem haldin verður dagana 4.–7. ágúst næstkomandi. Líkt og undangengin ár geta þátttakendur sótt um sölubás á inni- svæði, útisvæði eða í matvælatjaldi. Með umsókn skuldbindur sýnandi sig til að taka þátt í sýningunni alla fjóra sýningardagana. Í ár verður haldin samhliða Handverks hátíðinni Landbúnaðar- sýning auk þess sem aukin áhersla verður lögð á matvæli, sér í lagi mat- væli úr héraði. Til að sækja um er bent á heima- svæði Handverkshátíðar sem er að finna í tengli inni á síðu Eyjafjarðar- sveitar, esveit.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl. Niðurstaða mun liggja fyrir þann 2. maí og verður öllum umsóknum svarað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.