Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Við tókum við af foreldrum Péturs Davíðs, þeim Sigurði Oddi Péturssyni og Bergdísi Línu Jóhannsdóttur, um áramótin 2012– 2013. Auður er hins vegar fædd og uppalin í Magnússkógum í Dölum, dóttir Guðbjörns Guðmundssonar og Jóhönnu Bjargar Jóhannsdóttur. Það var einmitt á haustfagnaði sauðfjárbænda í Dölum sem við kynntumst fyrst. Pétur er menntaður pípari og vél- smiður og hefur það komið sér vel með bændastörfunum. Búland er land- námsjörð og var kirkjujörð til ársins 1898. Hér stendur enn kirkjugarður sem reynt er að halda við. Við höfum stækkað fjósið lítillega og fjölgað fénu ásamt því að gera upp gömul fjárhús og taka í notkun. Núna standa yfir framkvæmdir á hesthúsi sem kemst vonandi í gagnið sem fyrst. Býli: Búland. Staðsett í sveit: Búland er efsti bær í austanverðri Skaftártungu við Nyrðra- Fjallabak. Ábúendur: Auður Guðbjörnsdóttir og Pétur Davíð Sigurðsson. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Börnin eru þrjú; Elva Marín, 12 ára, Sigurbjörn Ási, 2 og hálfs árs og Bergrós Hanna, 10 mánaða. Og ætli maður verði ekki að láta hamstra- kvikindið fylgja með. Stærð jarðar? Það er pínulítið flókið mál þar sem um þrjár jarð- ir er að ræða, Búland, Svartanúp og svo eigum við líka hlut í Búlandsseli. Samtals eitthvað um 10.000 ha. Gerð bús? Við erum með blandað bú. Kýr, sauðfé og nokkur hross. Fjöldi búfjár og tegundir? 16 bása fjós, auk 30 geldneyta, 500 kindur, nokkur hross og hundinn Lýru frá Gröf. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjaltir og gjafir kvölds og morgna ásamt alls konar tilfallandi ves- eni hjá bóndanum. Húsmóðirin er mest í því þessa dagana að sjá um mjaltir innandyra og elta börnin upp um allt. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu störf- in er heyskapur þegar vel gengur og vélar haldast í lagi og smala- mennskur hjá bóndanum á vélfáki en húsmóðurinni á alvöru smalafáki af gömlu gerðinni. Fyrsta smölun er alltaf skemmtileg og alltaf ákveðin spenna sem fylgir því að sjá hvernig féð hefur dafnað á fjalli. Leiðinlegast er þegar blessaða rúlluvélin bilar og að eltast við rollur sem finnst hvergi betra að vera en inni á túnum. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Alla húsakosti í betra standi og betri útkomu bæði af sauðfé og kúm. Og svo að sjálfsögðu miklu fleiri hross og tamningar og þjálf- un í blóma. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Skemmtilegustu félagsmálin eru sennilega á Snapchat þar sem við fylgjumst með ungum bændum á hverjum degi. Hvernig mun íslenskum landbún- aði vegna í framtíðinni? Það fer allt eftir nýju búvörusamningunum. Vonandi verður horft til þess að samningarnir styðji við allan búskap en verði ekki til þess að búunum fækki og eftir standi fá en stór bú. Það er von okkar að búskapur geti verið áfram fjölskylduvænn atvinnu- rekstur en ekki verksmiðjubúskapur. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Miðað við gríðarlegan fjölda ferðamanna hér á landi telj- um við að miklu stærri tækifæri séu í því að efla innanlandsmarkaðinn og horfa meira til þess að kynna land- búnaðinn og afurðirnar fyrir ferða- manninum heldur en að selja þessa gæðavöru erlendis á undirverði. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólkurvörur af ýmsu tagi ásamt eggjum og kjötáleggi. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ef elsta barnið fær að ráða þá er kjöt í karrí í öll mál. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ætli það sé ekki þegar við horfðum upp á Skaftárhlaupið ryðjast hér fram og sópa í burtu þó nokkru af okkar landi ásamt því að horfa upp á leiðina inn á Skaftárdal lokast og brýrnar standa af sér allan þennan vatnsflaum. En við sitjum eftir með lokaða leið að 1/3 af þeim túnum sem við höfum verið að heyja og sjáum ekki fram á að geta heyjað þau næsta sumar. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Hollustupitsa og svepparisotto Díana prinsessa heitin nefndi svepparisotto sem sitt persónu- lega uppáhald, svepparisotto „Risotto Ai Funghi“ að hætti Anton Mosimann. Þetta er réttur sem allir geta gert með blöndu af íslenskum sveppum eða þurrkuð- um villisveppum. En risotto þarf að vera fljótandi og rjómakennd- ur grautur með sterku bragði og vel af osti. Hægt er að framreiða risotto með Parmaskinku, fiski eða jafn- vel sem sér rétt eins og gert er á Ítalíu. Ostinn „Tind“ er hægt að rífa niður í stað ítalska pamesian reggi- ano. Íslenskir ostagerðarmenn eru á réttri leið með að láta ost þroskast við réttar aðstæður! Einnig býð ég upp á holla græn- metispitsu með kúrbít og ristuð- um hvítlauk. Nýr valkostur fyrir hádegismat eða kvöldmat. Holl og góð pitsa án hinnar hefðundnu pitsusósu. Svepparisotto Undirbúningur › 10 g smjör (2 tsk.) › 1 meðalstór skarlottulaukur › 120 g Arborio hrísgrjón (1/2 bolli) › 160 ml sterkt kjúklingasoð (2/3 bolli) vatn og kraftur Villisveppasósa › 10 g smjör (2 tsk.) › 1 meðalstór skarlottulaukur › 350 g blanda af villisveppum og sneidd um frosnum (1 1/2 bolli) › 5 g hveiti (1 tsk.) › 60 ml Madeira eða annað vín sem er við hendina (má sleppa) › 150 ml brúnt kjötsoð (2/3 bolli) vatn og kraftur › 100 ml rjómi (1/3 bolli) › salt & ferskmalaður pipar Risotto (klárað þegar gesti ber að garði) › forsteikt hrísgrjón (sjá uppskrift að ofan) › 80 ml kjúklingasoð (1/3 bolli) › 180 g villisveppasósa (3/4 bolli) › 40 g Parmesanostur (2 matskeiðar + 2 tsk. til skrauts) › 25 g rjómi (5 tsk.) › 40 g þurrkaðir villisveppir (3 mat skeiðar) › 30 ml jarðsveppaolía (2 msk.) › ferskur skorinn graslaukur › 30 ml hvítvín eða freyðivín (2 mat- skeiðar) › salt & ferskmalaður pipar Saxið skarlottulauk fínt og bræðið smjör í potti. Léttsteikið laukinn þar til hann er farinn að mýkjast án þess að hann brúnist. Þá er hrísgrjónunum bætt á pönnuna. Hrærið stöðugt þar til lauk- urinn og grjónin eru léttsteikt og hálf- gagnsæ. Bætið í soði og hrærið varlega. Eldið hrísgrjónin í 10 mínútur. Setjið hrís- grjón á hreinan bakka eða disk og látið kólna. Geymið þar til gesti ber að garði. Saxið skarlottulaukinn. Bræðið smjörið á pönnu og eldið varlega þar til hann er gegnsær. Skerið sveppina, setjið á pönnu og steikið þar til þeir eru mjúkir. Stráið yfir hveiti og hrær- ið í. Bætið í Madeira-víni ef það er til og látið sjóða. Bæta kjötsoði og látið sjóða. Bætið í rjóma og sjóðið niður um helming. Kryddið með salti og ferskmöluðum pipar. Bætið sveppasósunni og hrísgrjón- unum á pönnuna. Hrærið vel ásamt parmesanosti, þeyttum rjóma og þurrkuðum svepp- um. Bætið með gras- lauk, truffluolíu og ögn af freyðivíni eða hvítvíni. Bragðbætið með kryddi og fram- reiðið strax Holl pitsa með ristuðu hvítlauks- mauki Hráefni › Gróft maísmjöl › hveiti › 1 kúla pitsudeig (hægt að kaupa deig tilbúið) › 1 sítróna › 1 meðalstór kúrbítur › 2 hvítlaukshausar (bakaðir við 180°C í 1 klst.) › 2 msk. ólífuolía › ¼ tsk. flögur rauður chilipipar › ¼ biti rifinn parmesan, Tindur eða ferskur mozzarela-ostur › salt og ferskur pipar Hitið ofninn í 225°C. Stráið maís- mjöli á bökunarpappír. Stráið örlitlu af hveiti á borðið og mótið deigið í 14- til 16-tommu hring eða rétthyrn- ing og setjið á bökunarpappír. Með grænmetisflysjara, fjarlægið 3 lengjur af sítrónubörk og sneiðið fínt. Í stóra skál, blandið berki, kúrbít, ólífuolíu, chilipipar flögum, 2 mat- skeiðum af parmesan og 1/2 tsk salt. Merjið hvítlaukinn með skeið eða gaffli og smyrjið yfir deigið. Raðið kúrbítblöndu yfir deigið og stráið restinni af (2 msk) parmesan- ostinum. Bakið þar til skorpan er gullinbrún og stökk eða í 20 til 25 mínútur. Framreiðið með salati – þá er þetta frábær grænmetisréttur. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Búland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.