Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Enn hriktir í efnahagskerfi heims- ins þótt dagsveiflur á fjármála- mörkuðum hafi enn ekki fætt af sér keðjuvverkandi hrun. Á dögunum varaði eignarhalds- félag risaskipafélagsins Maersk í Danmörku, AP Moller Maersk, við því að staðan í efnahagsmálum nú væri verri en fyrir hrunið 2008. Þar glíma menn við 84% hagnaðar- samdrátt samhliða því að vera með aukna flutningsgetu á 27 risaskipum. Þetta er athyglisvert frá þessum flutningarisa í ljósi þess að einn stærsti kostnaðarliðurinn í rekstrin- um, olían, hefur snarfallið í verði. Lágt olíuverð dugar þó hvergi nærri til að vega upp stöðnun og samdrátt í hagkerfum heimsins með tilheyr- andi mun minni flutningum. Fyrir hrunið 2008 var Maersk með gróða sem skrifaður var með tveggja stafa prósentutölum en á síðasta ári var hann áætlaður 0 til 1%. Nils Smedegaard Andersen, for- stjóri samsteypunnar, sagði í samtali við Financial Times á dögunum að flutningageirinn hafi verið að hegða sér mjög undarlega á liðnum miss- erum. Þannig hafi innflutningur til Evrópu, Brasilíu, Rússlands og Vestur-Afríku hríðfallið. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var nettótap Maersk 2,5 milljarð- ar dollara. Á sama tíma afskrifaði félagið miklar eignir í olíugeiranum í Kazakhstan, Kúrdistan, Bretlandi, Angóla og Brasilíu, eða metna eign upp á um 2,5 milljarða dollara. Efnahagsrýnar höfðu aftur á móti gert ráð fyrir 300 milljóna dollara hagnaði. Hagvöxtur í Kína var langt undir væntingum á síðasta ári, eða 6,9%, sem er minnsti hagvöxtur þar í landi í 25 ár. Í Evrópu var aðeins spáð 1,5% hagvexti. Værukærð gagnvart vaxta- og peningakerfinu á Íslandi Á Íslandi virðast ráðamenn aftur á móti hinir rólegustu. Vitandi það að vaxtakerfið eigi eftir að svíða almenning enn eina ferðina inn að beini ef illa fer. Það er eitt óumbreytanlegt lög- mál í heiminum sem fjölmargir hagspekingar virðast ekki skilja og margir fjármálasnillingar reyna að telja almenningi trú um að sé rangt. Það snýst einfaldlega um að það eyðist sem af er tekið. Maður étur sem sagt ekki sama brauðið tvisvar. Vissulega hafa íslensk stjórnvöld unnið vel á einum anga þessarar staðreyndar, nefnilega að nýta tekjur til að greiða niður skuldir ríkisins. Hitt stendur eftir að almenningur er enn berskjaldaður vegna okurvaxta og verðtryggingar sem hér ríkir. Kallað á breytingar Það er staðreynd að peningaút- gáfa án innstæðu og háir vextir eru hrunvaldar hagkerfa heims- ins. Það að enn sé haldið áfram á þeirri sömu braut þrátt fyrir ítrek- aða slæma reynslu, er líka ástæða þess að stöðugt styttra verður á milli efnahagshruns í heiminum. Ákall um að þessu verði breytt heyrist nú úr mörgum áttum, jafnvel frá hinni mjög svo afturhaldssömu stofnun páfadóms í Róm. Á Íslandi hefur líka verið uppi krafa um að aflétta vaxtaokri og verðtryggingu af almenningi, en lítið virðist þó vera um undirtektir í röðum þeirra sem ráða ferðinni. Þar er greinilegt að hagsmunir fjármagnseigenda vega þyngra en hagsmunir almennings. Það var því ástæða til smá bjartsýni þegar af því fréttist að ellefu alþingisþingmenn með Frosta Sigurjónsson í broddi fylkingar lögðu fram þingsálykt- unartillögu um að þingmannanefnd kanni fyrirkomulag peningamynd- unar og skili Alþingi tillögum að endurbótum. Gert er ráð fyrir að nefndin skili skýrslu í síðasta lagi tíu mánuðum eftir skipun nefndarinnar. Peningastjórnunin hefur algjörlega brugðist Bendir Frosti t.d. á að Seðla bank- anum hafi verið falið það megin- markmið að starfrækja gjaldmiðil og verja kaupmátt frá stofnun 1961. Það hafi þó ekki tekist betur en svo að kaupmáttur krónunnar hafi rýrnað um 99,7% á 50 árum. Þá hafi Seðlabankinn ekki getað spornað við verulegri aukningu peningamagns í umferð eftir að gengi krónu var sett á flot og einkavæðing bankanna varð að veruleika. Á fjórtán árum hafi peningamagn 19-faldast sem endaði með hruni bankakerfisins og 50% gengishruni. Þetta hafi hvergi meiri áhrif en einmitt á þá sem voru með verðtryggð lán og enn vofir hættan yfir að slíkt endurtaki sig. Bankar ráða enn för við að búa til innistæðulausa peninga Peningamyndun með útgáfu banka á rafpeningum og seðlaprentun seðlabanka er ávísun á eignaupp- töku. Öðruvísi er ekki mögulegt að búa til rauneignir á bak við alla innistæðulausu peningamyndunina. Nákvæmlega sama á við varðandi vexti sem er ekkert annað en inni- stæðulaus peningamyndun. Þrátt fyrir þessar augljósu stað- reyndir hefur Alþingi aldrei veitt bönkum heimild til að gefa út raf- ræna peninga sem síðan eru lánað- ir út. Þeir hafa bara fengið að gera þetta nánast algjörlega eftirlitslaust og sannarlega algjörlega ábyrgðar- laust. Enginn virðist bera ábyrgð á stöðunni og Alþingi Íslendinga hefur ekkert gert. Aftur stefnir hraðbyri í sömu mistökin Hækkanir Seðlabanka Íslands á stýrivöxtum hefur svo í raun bara gert illt verra. Með því stjórntæki hefur hann verið að reyna að sporna við verðbólgu, en um leið haldið uppi ofurháu vaxtastigi í landinu. Á því hafa engir grætt meira en fjármagnseigendur, bankar og aðrar fjármálastofnanir. Sá gróði er þó ekki tekinn upp úr götunni, því sækja verður raunverðmætin í vasa almennings og skuldara. Í dag stefnir því hraðbyri í sömu ógöngur á Íslandi og fyrir síðasta efnahags- hrun. Ofurgróði íslenskra banka og ofurbónusar til manna í fjármála- stofnunum sem lífeyrissjóðir töpuðu gríðarlega á í síðasta hruni, er besta vísbendingin um það. Ríkidæmi á kostnað almennings Hagspekingar sem lengst ganga í rökfræðinni vilja samt enn meina að með því að auka frelsi v i ð s k i p t a með peninga, hækka vexti í það óendanlega og bæta við þá veldisstuðlum með verðtryggingu vaxtanna, þá sé hægt að taka enda- laust meira af engu þannig að allir verði moldríkir. Til að fegra þessa mynd enn frekar hafa menn beitt svokallaðri brauðmolakenningu sem gengur út á að sáldrið sem fellur úr peningahaugunum, sem mokað er til fjármagnseigenda, nýt- ist hinum fátæku um leið og þannig þjóðfélaginu í heild. Það sem sér- fræðingarnir vilja þó ekki tala um er að verðmætin sem eiga að bakka upp peningahrúguna. Hún verður nefni- lega hvergi tekin annars staðar en frá þeim sem búa til raunverðmætin. Þeir ríku verða stöðugt ríkari, milli- stéttin er að hverfa og allur fjöldinn situr eftir með sárt enni af brölti eins prósents mannkyns. Jaðarhópar stökkva á tækifærið Þótt frumframleiðendurnir fái örfáa mola sem hrökkva til þegar brauðið er af þeim hrifsað, þá þýðir það ekki að þeir komi til með að sætta sig við það um aldur og ævi. Nema fólk sætti sig þá líka við að sú ævi verði sífellt styttri. Fólk veit mæta vel að brauðið minnkar í réttu hlutfalli og af því er tekið. Þegar fólk stendur á endanum uppi allslaust eftir strit dagsins, hlýtur þolinmæðin að bresta. Þetta sést vel á stöðunni sem nú er uppi í pólitíkinni víða um heim. Almenningur treystir ekki þeim sem ráðið hafa ferðinni og kallar á breytingar. Þar hefur fjölbreyttur hópur reynt að svara því kalli, en gallinn er bara sá að sú mislita hjörð á sér oft djúpar rætur í gömlum stjórn- málahreyfingum til hægri og vinstri. Það er t.d. sérkennilegt að sjá að hinir annars ágætu Píratar sem mest fylgi virðist hafa í skoðanakönnun- um, hefur á oddinum helsta stefnu- mál Samfylkingarinnar um aðild að ESB. Stefnumál sem hún reyndi að þvinga í gegn án lýðræðislegrar aðkomu þjóðarinnar og galt þess dýru verði í síðustu kosningum. Eitthvað sem núverandi formaður flokksins sagði alvarleg mistök í skilmerkilegu bréfi til flokksmanna á dögunum. Enn sérkennilegra er að Píratar hafa ekki tekið þessa viður- kenningu til greina og ekki viðrað hugmyndir um að almenningur fái að kjósa um hvort menn vilji að Ísland gangi í Evrópusambandið eða ekki. Krafan snýst einungis um að halda aðlögunarviðræðum sem slitið var áfram. Viðræður sem farið var í án samþykkis almennings. Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Fréttaskýring Nils Smedegaard Andersen. Gatslitna gamla efnahagsplatan er enn á fóninum: Bankarnir græða á snúningnum en rispurnar eru að æra almenning Frakklandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.