Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Í sumar verður lokið við 330 metra langan malbikaðan stíg í Kristnesskógi í Eyjafirði sem haf- ist var handa við á liðnu hausti. Umhverfis- og auðlindaráðu- neytið veitti á dögunum styrk sem nægir til að ljúka verkinu. Stígurinn verður kærkominn fyrir alla gesti skógarins en þó ekki síst fólk sem nýtur aðhlynningar og endurhæf- ingar á Kristnesspítala. Yfirlæknir endurhæfingardeildar segir að stígurinn muni breyta miklu enda margsannað að skógur hafi jákvæð áhrif á heilsu fólks. Frá þessu er sagt á vef Skógræktar ríkisins, skogur.is. Upphaf málsins var að Sjálfsbjörg á Akureyri sótti í sam- vinnu við Skógrækt ríkisins um styrk hjá umhverfis- og auðlinda- ráðuneytinu til lagningar stígs fyrir hreyfihamlaða í Kristnesskógi. Í byrjun síðasta árs veitti ráðuneytið 1,4 milljónir króna úr verkefnasjóði sínum á sviði umhverfis- og auð- lindamála. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða lagði að auki til hálfa milljón króna úr sérstakri fjárveitingu fyrir árið 2015. Þessi framlög nægðu til að hefja mætti verkið en á dögunum bættist við annar styrkur frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 2,4 milljónir, sem nægir til að ljúka við stíginn. Styrkir til verkefnisins nema sam- tals 4,3 milljónum króna. Lokið við verkið í byrjun júlí Um hönnun stígsins sá Ingvar Ívarsson, landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf. á Akureyri, en Túnþökusala Kristins tók að sér framkvæmdina. Verkið hófst á liðnu hausti en eftir er að þöku- leggja, setja jöfnunarlag og að lokum malbika stíginn. Ætlunin er að þessu verði öllu lokið í byrjun júlí á þessu ári. Stígurinn er um 330 metrar á lengd og breiddin um 1,6 metrar við yfirborð. Hæðin er mjög mismunandi. Mest gæti hún verið um 1 metri enda þarf stígur sem þessi að vera sem sléttastur og halli hans aldrei meiri en 60 prómill svo að hann fullnægi stöðlum um hjóla- stólafæra stíga. Skógurinn veitir tækifæri til þjálfunar Að sögn Rúnars Ísleifssonar, skógarvarðar á Norðurlandi, er sá hluti Kristnesskógar sem stígurinn liggur um að mestu leyti gróður- settur á árunum um og upp úr 1950. Helstu trjátegundir á svæðinu eru birki, sitkagreni og síberíulerki en tegundirnar eru talsvert fleiri sem ber fyrir augu og fjölbreyttur gróð- ur í skógarbotni. Kristnesspítali var upphaflega reistur sem berklahæli og enn í dag er talað um Hælið í sveitinni. Nú eru þar reknar tvær deildir Sjúkrahússins á Akureyri, öldr- unardeild og endurhæfingardeild. Aðstaða er góð í Kristnesi og þar er meðal annars þjálfunarsundlaug, en skógurinn veitir líka tækifæri til þjálfunar og endurhæfingar sem nú hillir undir að nýtast muni enn betur en fyrr. Skógurinn opinn öllum Ingvar Þóroddsson, yfirlæknir endurhæfingardeildarinnar, segir að stígurinn muni breyta miklu fyrir báðar deildir spítalans. Þarna komist fólk á hjólastólum eða með göngu- grindur auðveldlega út í heilnæmt umhverfi skógarins. Fjölmargar rannsóknir hafi sýnt fram á jákvæð áhrif gróðurs, ekki síst skóga, á líðan fólks. Ingvar telur að með tilkomu þessa stígs verði komin aðstaða við Kristnesspítala sem sé einstök við sjúkrahús á Íslandi og til eftirbreytni. Hann tekur þó skýrt fram að þessi stígur sé ekki fyrir spítalann einan. Hann verði opinn öllum og öllum velkomið að nota hann enda er Kristnesskógur þjóðskógur. /MÞÞ Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur Furuvöllum 1, 600 Akureyri. Opnunartími: Mánudaga – föstudaga, kl. 08.00-16.00 Sími 461-4606, Fax 461 2995 Netfang pbi@akureyri.is Veittur er 15% afsláttur á lambamerkjum ef pantað er fyrir 23. mars 2016 Lambamerki Minnum á að panta lambamerkin á www.bufe.is Þróunarverkefni í sauðfjárrækt Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir hér með eftir umsókn- um um styrki til rannsókna og þróunaverkefna í sauðfjárrækt samkvæmt verklagsreglum Bændasamtaka Íslands um ráðstöfun fjár til stuðnings við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í sauðfjárrækt, sbr. auglýsingu nr. 703/2014. Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar: - Yfirlit um tilgang og markmið verkefnisins - Listi yfir alla sem eiga aðild að verkefninu - Tímaáætlun verkefnisins - Fjárhagsáætlun verkefnisins. - Hvernig verkefnið nýtist sauðfjárræktinni - Hvar og hvernig niðurstöður verða kynntar Umsóknarfrestur til 1. apríl n.k. Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á www. fl.is. Aðeins er tekið við umsóknum á eyðublöðunum sem þar er að finna Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri 311 Borgarnes, merktum: umsókn um þróunarfé. Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins; thorhildur@fl.is Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyri – 311 Borgarnes Sími 430-4300 Hjólastólafær skógarstígur í Kristnesskógi − Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitir styrk til malbikunar Mynd / Pétur Halldórsson Kristnesspítali er 10 km sunnan Akureyrar. Mynd /SAK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.