Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Fréttir Vandinn við að lækna fólk af bakt- eríum sem fúkkalyf ráða ekki við hefur farið ört vaxandi í ríkjum Evrópusambandsins á undanförn- um árum. Eru sýklalyfjaónæmar súnur (Zoonoses) orðnar skæðar, en þær berast hæglega úr dýrum í menn. Þá vara læknar nú við því að bakteríur séu að öðlast ónæmi fyrir fúkkalyfinu ciprofloxacin sem er afar mikilvægt til að berjast við sýkingar í mönnum. Fúkkalyfjaónæmi er orðið mjög útbreitt í camfyló-bakteríum sem berast í menn m.a. úr fæðunni sem þeir borða. Það þýðir að æ erfiðar verður að lækna fólk sem af þessum bakteríum veikjast. Samkvæmt úttekt Heilsu- og fæðuöryggisnefndar ESB þá deyja nú árlega um 25 þúsund manns í Evrópusambandinu sem rekja má til sýklalyfjaónæmra baktería. Vandinn er enn að aukast og slíkar bakteríur berast til sífellt fleiri landa. EFSA og ECDC vara við stöðunni Fæðuöryggisstofnun Evrópu- sambands ins EFSA lét gera úttekt á málinu 2014. Í skýrslu sem þá var unnin voru notaðar faraldsfræðilegar aðferðir við að greina stöðuna. Þá hefur miðstöð sjúkdómavarna í Evrópu ECDC og EMA einnig varað við stöðunni. Var síðan birt frétt þar sem sérfræðingar vöruðu við stöð- unni þann 11. febrúar síðastliðinn. Þar er byggt á gögnum úr skýrslunni. Vandinn liggur í ofnotkun sýklalyfja Vandinn í Evrópu á að stórum hluta rætur að rekja til notkunar sýklalyfja sem vaxtarhvetjandi efna við ræktun á alifuglum og nautgripum. Þessi vandi er líka orðinn mjög mikill í Bandaríkjunum af sömu ástæðum. Óhófleg notkun á sýklalyfjum hjá mannfólkinu hefur svo aukið enn á vandann. Þó að á Íslandi hafi sýklalyf verið notuð í óhófi hjá mannfólkinu um langa hríð, þá er sýklalyfjanotkun í landbúnaði hér á landi og í Noregi sú allra minnsta sem þekkist í heiminum. Munar þar mjög miklu miðað við þau ríki sem mest hefur verið flutt af kjötvörum frá til Íslands. Sýklalyfjaónæmar bakteríur hafa því ekki náð fótfestu í landbúnaði hér á landi og þykir íslenskum læknum sem og erlendum sérfræðingum mikið til vinnandi að reyna að verja landið eins og kostur er. Það verði m.a. gert með því að hindra innflutning á hráu kjöti frá Evrópu. Gallinn er að það eru ekki til nein skref til baka þegar bakteríur hafa á annað borð áunnið sér ónæmi fyrir lyfjum. Eina ráðið er að þróa öflugri lyf sem ekki er einfalt mál þegar um sýklalyf er að ræða. Spörum enn um 7 milljarða króna vegna hreinleika landsins Staðan á Íslandi er afar mikils virði metið í beinhörðum peningum. Ef kostnaðarstaða miðstöðvar sjúk- dómaeftirlits og sjúkdómavarna (CDC) hjá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna væri yfirfærð yfir á Ísland miðað við íbúafjölda, þá myndi baráttan við sýklalyfjaónæm- ar bakteríur kosta Íslendinga um 7 milljarða króna á ári. Slíkir peningar eru ekki gripnir upp úr götunni og því þyrfti annaðhvort að skera niður í heilbrigðisþjónustunni sem því nemur, eða taka þá fjármuni úr örðum verkefnum. Álegur heildarkostnaður Banda- ríkjamanna af glímunni við sýkla- lyfjaónæmið er því áætlaður um 55 milljarðar dollara. Það sam- svarar hátt í sjö þúsund milljörðum íslenskra króna (6.985.000.000.000). Sambærilegur kostnaður í íslenskum veruleika yrði því fljótur að vega upp meintan gróða af inn- flutningi á hráu kjöti. Hvert ár sem hægt er að halda sýklalyfjaónæm- um bakteríum fjarri eða í lágmarki er því mikils virði fyrir þjóðfélagið. Fjölónæmar bakteríur orðnar áberandi Samkvæmt tölum Evrópu- sambandsins hafa bakteríur í mönn- um og kjúklingum í 30% tilfella myndað ónæmi fyrir tetracyclin. Í 28,2% tilvika varðandi sulphomid og í 28,2% tilvika hafa þær myndað ónæmi fyrir ampicilin-lyfinu. Fjöllyfjaónæmi er líka orðið hátt í Evrópubúum eða 26%. Þá finnast fjölónæmar bakteríur í 24,8% til 30,5% tilvika í holdakjúklingi og kalkún. Ákveðnar bakteríutegund- ir valda læknum þó sérstökum áhyggjum. Það eru Salmonella Kentucky og Salmonella Infantis sem hafa sýnt mjög hátt þol gegn ciprofloxacin og hafa hátt fjöllyf- jaónæmi. Vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem uppi er hafa yfirvöld m.a. verið að skoða hvort gera þurfi breytingar á löggjöf vegna alifuglaeldis í ríkjum ESB. /HKr. Talið er að um 25 þúsund manns látist árlega innan ríkja ESB vegna sýklalyfjaónæmis: Vandinn er stöðugt að aukast og kostnaðurinn er gríðarlegur − Fjölónæmar bakteríur valda sérstökum áhyggjum sérfræðinga Mynd úr skýrslunni ANTIBIOTIC RE- SISTANCE THREATS in the United States. Yfirlýsing frá Svínaræktarfélagi Íslands: Niðurstöður búvörusamninganna vonbrigði Stjórn Svínaræktarfélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún lýsir vonbrigðum sínum með niðurstöður búvörusamninga, sem undirritaðir voru fyrir síðustu helgi. Í yfirlýsingunni segir að helstu ástæður vonbrigðanna séu að í búvörusamningunum, sem gilda til 10 ára, séu framlög til uppbyggingar svínabúa samtals 440 milljón- ir króna. Þetta eru jafnframt einu framlög ríkisins til greinarinnar sam- kvæmt búvörusamningunum. Þetta er ekki í neinu samræmi við stuðning til svínaræktenda í nágrannalönd- um okkar, þar sem yfirvöld hafa gert sambærilegar kröfur um aðbúnað. Tjón svínabænda gríðarlegt Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, sagði í samtali við Bændablaðið að með yfir- lýsingunni vilji Svínaræktarfélagið benda á þá stöðu sem búgreinin býr við og tengist einkum nýjum lögum um velferð dýra og tollasamningum við Evrópusambandið. „Við gerð laganna horfðu stjórnvöld til landa sem fremst standa þegar kemur að dýravel- ferð og sérstaklega til landanna í Skandinavíu þar sem þessar reglur eru að mörgu leyti til fyrirmyndar. Við hjá Svínaræktarfélaginu erum að sjálfsögðu mjög ánægð með það enda viljum við að aðbúnaður dýranna sé sem allra bestur. Það sem hins vegar er ekki tekið með frá viðmiðunarlöndunum er fjár- mögnun þeirra fjárfestinga sem ráðast þarf í. Þessar 440 milljónir alls sem ríkisstjórnin ætlar að leggja til á móti kostnaði sem er áætlaður af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar- ins um 3 milljarðar króna dugir því skammt. Algengt er að sambærileg- ur stuðningur í Skandinavíu sé 40 til 50% af kostnaði. Á sama tíma munu svínabændur verða fyrir gríðarlegu tjóni vegna nýju tollasamninganna sem taka gildi í upphafi árs 2017. Í skýrslu sem Bændasamtök Íslands létu gera vegna áhrifa samninganna á einstakar kjöttegundir er talað um að skerðing á tekjum svínabænda geti numið 308 milljónum á ári og er ekki jafn mikil á neina aðra kjöt- tegund. Það sjá því allir að það er harla ólíklegt að viðskiptabankarnir séu tilbúnir til að koma að fjármögnun á fjárfestingum vegna nýrra aðbún- aðarreglna í því starfsumhverfi sem greinin býr við. Hörður segir að í þessu ljósi sé eðlilegt að skoðað verði hvernig hægt sé að nota þær 440 milljónir króna sem ætlaðar eru til fjárfestinga samkvæmt nýjum rammasamningi til úreldingar á þeim búum sem rekstrargrundvelli hefur verið kippt undan með stjórnvaldsákvörðunum að hans sögn. „Staða landbúnaðarins í dag er þannig að hann þarf á öflug- um heildarsamtökum að halda. Heildarsamtökum sem hafa burði til að koma fram fyrir landbún- aðinn í heild og fyrir þá sem í sveitunum búa. Eins og staðan er í dag finnst okkur svínabændum að loknum búvörusamningunum að við stöndum eftir án þess að hafa fengið lausn á okkar málum. Í ljósi þess er eðlilegt að við veltum fyrir okkur hvort við eigum samleið með Bændasamtökum Íslands eða ein- hverjum öðrum. Svo má líka velta því fyrir sér að ef svínabúskapur er að leggjast af í stórum stíl, hvort það skipti nokkru máli lengur hvort svínabændur séu hluti af einhverjum samtökum eða ekki,“ segir Hörður. Nauðsynlegar breytingar kosta 2,5 til 3,2 milljarða Í yfirlýsingunni segir stjórn Svínaræktarfélags Íslands að óháð- ir sérfræðingar telji að kostnaður við nauðsynlegar breytingar til að uppfylla ákvæði nýrrar reglugerð- ar um aðbúnað í svínarækt sé 2,5 –3,2 milljarðar króna og að með íþyngjandi reglugerð um aðbúnað, auknum heimildum til innflutnings á svínakjöti frá og með 2017 og nú síðast nýjum búvörusamningum er vegið alvarlega að rótum svínarækt- ar á Íslandi. Við gerbreyttar forsendur, sem alfarið eru að tilstuðlan ríkisins, hlýtur að vera sanngjörn krafa að úrelding búa sé hluti af nýju rekstr- arumhverfi greinarinnar. Þannig gefist bændum sem það kjósa kostur á að hætta rekstri án þess að taka með sér skuldaklafa. Skoða hvort hagsmunum sé betur borgið utan BÍ Þá segir að gerð nýrra búvörusamn- inga hafi verið með þeim hætti að Svínaræktarfélag Íslands hljóti að skoða það alvarlega hvort hags- munum þess er betur borgið utan Bændasamtaka Íslands. Tillaga þess efnis liggur fyrir fundi sem boðaður hefur verið 2. mars næstkomandi. /VH Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands. Mynd / Úr myndasafniSindri Sigurgeirsson, formað- ur BÍ, segir vegna yfirlýsingar svínabænda að áherslur svína- ræktarinnar hafi verið ræddar í viðræðum um búvörusamninga. „Hagsmunum svínabænda var haldið til haga við samningaborðið eins og reyndar hagsmunum allra annarra búgreina. Bændasamtökin létu dr. Vífil Karlsson gera skýrslu um tollasamninginn og RML skýrslu um kostnað vegna nýrra aðbúnaðarreglugerða, einmitt til að draga fram þann mikla kostnað sem svínaræktin og fleiri búgreinar eru að verða fyrir vegna þessara atriða. Því miður voru stjórnvöld ekki tilbúin að koma til móts við þessi sjónarmið nema að litlu leyti í svínaræktinni, en ekkert í öðrum greinum. Það eru vonbrigði að Svínaræktarfélagið sé að velta fyrir sér úrsögn úr Bændasamtökunum. Ég er og verð þeirrar skoðunar að bændur séu sterkari saman sem ein heild.“ Hagsmunum svínabænda var haldið til haga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.