Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Væntanlega tengja ekki margir Kýpur við mjólkurframleiðslu, enda landið líklega mun betur þekkt hér á landi sem ferðamanna- staður. Kýpur er lítið land í Miðjarðarhafi, rétt rúmlega 9 þúsund ferkílómetrar eða rúmlega tíu sinnum minna en Ísland, en þar búa þó rúmlega 1.100 þúsund manns. Þegar Kýpur fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1960 var landbúnaður langmikilvægasta atvinnugrein landsins og grundvöllur sjálfstæðis landsins. Mikilvægasta atvinnugrein landsins í dag er hins vegar ferðaþjónusta en landbúnað- ur er þó enn mikilvægur sem fyrr. Landbúnaðurinn er afar fjölbreyttur en bændur landsins sinna framleiðslu á öllum helstu matvælum allt frá korni, grænmeti og ávöxtum upp í mjólkur- og kjötvörur. Stór kúabú Kúabúskapur á Kýpur er nokk- uð umsvifamikill þrátt fyrir smæð landsins en í landinu eru álíka margar mjólkurkýr og hér á landi eða um 25 þúsund talsins. Kúabúin eru hins vegar allnokkuð stærri en hér og er meðalbúið með um 120 mjólkur- kýr og er árleg mjólkurframleiðsla búanna um 800 þúsund lítrar og er landsframleiðslan um 160 milljónir lítra. Ekki auðveld búgrein Að vera kúabóndi á Kýpur er alls ekki einfalt mál enda hentar veður- farið ekki sérlega vel fyrir búskap með mjólkurkýr en þar er afar heitt á sumrin. Kúm fer strax að líða illa þegar hitastig fer yfir 20 gráður séu þær í mikilli nyt en afurðaminni kýr þola hitann betur. Meðalnyt kúnna á Kýpur er því haldið niðri svo kýrnar lendi síður í því sem kallast hita- streita en fái kýr hitastreitu kemur það fram í verulega mikilli vanlíð- an kúnna sem bitnar bæði á áti og frjósemi og getur í verstu tilfellum dregið kýrnar til dauða. Flest fjós á Kýpur eru auk þess búin öflugum kælibúnaði svo hægt sé að halda kúnum köldum á heitum dögum. Vatnsskortur vandamál Allir sem þekkja til mjólkurfram- leiðslu vita að það þarf gott og tryggt aðgengi að drykkjarvatni þar sem kýr eru annars vegar. Þá er vökvun á ökrum einnig mikilvæg sé úrkom- an lítil. Þetta er alls ekki einfalt á Kýpur, enda er þar nánast viðvarandi skortur á vatni. Meðalúrkoman er rétt í kringum 500 mm á ári og fellur hún mest að vetrinum til og gagnast því ekki nógu vel í hefð- bundnum landbúnaði. Vegna þessa hefur verið komið upp mjög full- komnu söfnunarkerfi bæði fyrir regnvatn og frárennslisvatn frá þéttbýli svo unnt sé að nýta vatnið þegar þurrkatímabilið kemur. Þetta kerfi er þó ekki gallalaust enda er frárennslisvatn frá þéttbýli eyjunnar oft mengað og þarf því að hreinsa slíkt vatn eigi að nýta það í hefð- bundnum landbúnaði. Taðtrefjar algengur undirburður Þó svo að hátt hitastig henti mjólk- urkúm alls ekki vel þá geta því þó fylgt ákveðnir kostir fyrir kúabú- skapinn en algengt er að kýrnar liggi á taði í fjósum Kýpur, sem og í öðrum heitum löndum. Vegna hás hitastigs þornar mykjan hratt og sé hún að auki sett í gegnum skilju, sem skilur að fljótandi hluta mykjunnar og sjálfar taðtrefjarnar, verður úr mjúkur og þurr undirburður sem kúm fellur vel að liggja á. Ostaframleiðsla mikilvæg á Kýpur Utan úr heimi Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda verður haldinn að Hótel Borgarnesi 8. mars 2016 kl. 14:00. DAGSKRÁ SETNING: Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda. ÁVÖRP GESTA: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur 2015. 3. Fjárhagsáætlun 2016. 4. Kosningar. 5. Ákvörðun um laun og starfskjör stjórnarmanna. 6. Ákvörðun um framtíð Markaðssjóðs. 7. Búvörusamningar – kynning og umræður. 8. Jarðræktarforritið Jörð – kynning. Borgar Páll Bragason fagstjóri nytjaplöntusviðs RML. 9. Önnur mál. Fundastjóri: Erna Bjarnadóttir. Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir hér með eftir umsókn- um um styrki til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt samkvæmt verklagsreglum Bændasamtaka Íslands um ráðstöfun fjár til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt, sbr. aug- lýsingu nr. 702/2014. Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar: - Yfirlit um tilgang og markmið verkefnisins - Listi yfir alla sem eiga aðild að verkefninu - Tímaáætlun verkefnisins - Fjárhagsáætlun verkefnisins. - Hvernig verkefnið nýtist nautgriparæktinni. - Hvar og hvernig niðurstöður verða kynntar Umsóknafrestur er til 1. apríl n.k Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á www. fl.is. Aðeins er tekið við umsóknum á eyðublöðunum sem þar er að finna Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri 311 Borgarnes, merktum: umsókn um þróunarfé. Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins; thorhildur@fl.is Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyri – 311 Borgarnes Sími 430-4300 Halloumi-osturinn hefur verið fram- leiddur á Kýpur í hundruð ára en sér- kenni þessa osts er að hann er miðlungs stífur og minnir nokkuð - oumi-osturinn var hér áður fyrr unninn úr mjólk frá geitum og ám en hef- ur í seinni tíð einnig verið Halloumi er með frekar hátt bræðslustig og þykir því henta vel til grillunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.