Bændablaðið - 25.02.2016, Side 26

Bændablaðið - 25.02.2016, Side 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Keli vert hefur rekið Gistihúsið Langaholt í Staðarsveit á Snæfellsnesi í tíu ár: Ég lærði þar af mömmu, besta kokki í heimi − Verið að fjölga herbergjum í takt við þróun ferðamennskunnar á landsbyggðinni Keli vert, eða Þorkell Sigurmon Símonarson eins og maðurinn heitir fullu nafni, hefur rekið veitingarekstur og gistiaðstöðu á Langaholti á Snæfellsnesi um árabil. Hann stendur nú í nýbyggingu á staðnum þar sem hann hyggst fjölga herbergjum um 20. Flestir þekkja manninn undir nafninu Keli vert. Hann er líka þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir í þessum rekstri sem foreldrar hans hófu fyrir 38 árum. Þá voru þau frumkvöðlar í ferðaþjónustu í sveit sem mjög takmarkaður skilningur var þá á. Keli er líklega í hugum flestra þekktur sem listakokkur sem gjarn- an fer óhefðbundnar leiðir í sinni eldamennsku. Þegar blaðamann Bændablaðsins bar að garði laugar- daginn 20. febrúar, var hann að halda skírnarveislu fyrir barnabarn sitt. Hann lét það þó ekki trufla sig við að segja nokkur orð við komu- mann. Ferðaþjónustubrölt foreldranna þótti algjört rugl „Hér er ég fæddur og uppalinn og er búinn að reka starfsemina hér í tíu ár,“ segir Keli. „Foreldrar mínir byrjuðu í þess- um túristabransa 1978 og voru þá í frumkvöðlahreyfingu sem þá fór af stað. Þá var ákveðin vakning í ferðaþjónustu úti á landi. Áður fyrr voru það bara gömlu sveitahótelin og tjaldstæði og nánast ekkert þar á milli. Þá voru hótel á Laugavatni, Búðum, Bjarkalundi og á nokkrum öðrum stöðum. Upp úr 1980 fór fólk að sjá möguleika á að gera meira úr þessu og bjóða upp á heimagistingu og sölu á mat. Foreldrar mínir voru með þeim fyrstu sem byrjuðu á slíku og í dag er flokkað sem ferðaþjón- ustubændur. Það voru ákaflega skiptar skoð- anir á því sem þau voru að reyna að gera. Það var byrjað að byggja elsta hlutann af þessu húsi hér árið 1985. Þá vissu menn ekki hvert þau ætl- uðu með að vera að eyða peningum í slíka hluti. Það væri algjört rugl að vera að byggja sérstaklega yfir ferðamenn.“ Loðdýraræktin þótti meira aðlaðandi „Á sama tíma var verið að „agítera“ mjög stíft fyrir uppbyggingu í loð- dýrarækt um allt land. Það þótti miklu meira sexí, en að brölta í ein- hverri ferðamennsku. Var loðdýra- ræktin töluð mikið upp og miklum peningum í það veitt.“ Keli segir að stuðningurinn við ferðaþjónustuna hafi verið algjör andstæða við þetta og mótstaðan mikil lengi framan af. Í dag þykir þessi lýsing Kela sérkennileg í ljósi reynslunnar. Nú horfa menn með mikilli undrun á grotnandi mannvirki undir minkabú á ótrúlegustu stöðum víða á lands- byggðinni. Virðist fyrirhyggjan í þeirri uppbyggingu hafa verið víðs fjarri. Ekki var t.d. nægilega hugs- að um nauðsynlega þætti eins og þekkingaröflun og aðgengi að fóðri. Enda fór sem fór, flest þessara búa urðu gjaldþrota á skömmum tíma. Uppgangur loðdýraræktar á undanförnum árum byggir á allt öðrum forsendum. Þar hefur þekk- ingaröflun og náin tengsl við bestu minkabændur heims verið í fyrir- rúmi og árangurinn í takt við það. Mótlætið var kannski til góðs „Það var ferðaþjónustunni úti á landi kannski til happs hvað and- staðan var mikil í upphafi. Hún hefði varla orðið það sem hún er í dag nema vegna þess hversu baslið var mikið í upphafi. Það voru einungis þeir þrautseigustu sem héldu áfram. Þessir brautryðjendur voru nánast allir hugsjónafólk fram í fingur- góma. Þeir sem ekki voru með þau viðhorf entust ekki neitt. Þeir sem lögðu línurnar á níunda áratugnum og fyrr voru miklir eldhugar og margir litríkir einstaklingar voru í þeim hópi. Braust undan valdi Kaupfélagsins „Alla búskapartíð föður míns hafði hann eiginlega það eina markmið í öllu hokrinu að reyna að ná peningum út fyrir hringiðu Kaupfélagsins. Þá lögðu bændur auðvitað sínar afurðir inn í Kaupfélagið í Borgarnesi. Þar var byggingarvöruverslun og allt til alls og innlegg bænda var þá gjarnan Keli vert þykir fara skemmtilegar leiðir í sinni matargerð sem gestirnir kunna vel að meta. Hann lætur ekki einhver afturhaldsviðhorf takmarka sig við að gera tilraunir og fara út fyrir hinn hefðbundna ramma. Myndir / HKr. Langaholt og Ytri-Garðar í síðdegisbjarma febrúarsólarinnar.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.