Bændablaðið - 24.05.2017, Side 8
8 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017
Marka þarf opinbera stefnu um
málefni sem tengjast sýklalyfjaó-
næmi og endurskoða reglugerðir
með tilliti til þess, auka þarf eftirlit
bæði meðal manna, matvæla og
dýra og stefna þarf að skynsam-
legri notkun þeirra. Það er meðal
þeirra tillagna sem starfshópur
velferðarráðuneytisins leggur til
í nýútkominni greinargerð um
aðgerðir til að draga úr útbreiðslu
sýklalyfjaónæmra baktería.
Sýklalyfjaónæmi er ein helsta
ógn sem steðjar að lýðheilsu,
matvælaöryggi og framþró-
un í heiminum í dag samkvæmt
Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni
(WHO). Árlega deyja um
25.000 Evrópubúar af völd-
um kvilla sem sýklalyf ráða
ekki við. Matvælastofnun og
Matvælaöryggisstofnun Evrópu
(EFSA) stóð fyrir ráðstefnu um
ónæmi gegn sýklalyfjum og þar var
kynnt skýrsla starfshóps um aðgerðir
til að draga úr útbreiðslu sýklalyfja-
ónæmra baktería á Íslandi.
Framsögumenn á ráð-
stefn unni voru forstjóri
Matvælaöryggisstofnunar Evrópu,
Berhard Url, Pierre Alexandre
Beloeil, sérfræðingur, Hans
Verhagen, deildarstjóri hjá stofn-
uninni, ásamt fulltrúum úr starfs-
hópi velferðarráðuneytisins, þau
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
og Sigurborg Daðadóttir yfirdýra-
læknir.
Dregið úr og leyst af hólmi
Vandamálið er víðtækt á meginlandinu
og talar Matvælaöryggisstofnun
Evrópu fyrir heildstæðum aðgerðum
í baráttu gegn sýklalyfjaónæmi í
nafni Einnar heilsu (e. One Health),
þar sem litið er til jafns til lýðheilsu
manna, dýra og umhverfis.
Í máli Berhald Url kom fram
að átak gegn sýklalyfjaónæmi í
Evrópu væri byrjað að hafa áhrif.
Reglugerðir hefðu verið innleiddar
í Evrópusambandslöndum og
leiddi það til víðtækara eftirlits og
gagnasöfnun. Þá hefðu tilvikum um
sýklalyfjaónæmi fækkað töluvert
síðan reglugerðir voru fullgildar í
Hollandi og Frakklandi.
Horft er til þess að draga úr,
leysa af hólmi og endurskoða
notkun á sýklalyfjum. Lögðu
framsögumenn áherslu á aukna
meðvitund almennings og
miðlun vísindalegra rannsókna
á málefnum sýklalyfjaónæmis. Í
þágu þess hefði stofnunin nú sett
upp upplýsingasíðu á netinu sem
útskýrir hið margþætta vandamál
á myndrænan og gagnvirkan hátt.
Þörf á opinberri stefnu
Ísland sker sig frá öðrum
Evrópulöndum. Ónæmi hjá mönnum
og dýrum er almennt lægra en aftur
á móti neyta Íslendingar sýklalyfja í
mun meira mæli en gengur og gerist
annars staðar í álfunni. Fram kom á
ráðstefnunni að til þess að viðhalda
lágu hlutfalli tilvika sýklaónæmis á
Íslandi og koma í veg fyrir útbreiðslu
þurfi að ráðast í samhæfðar aðgerðir.
Greinargerð starfshóps um
aðgerðir til að draga úr útbreiðslu
sýklalyfjaónæmra baktería á
Íslandi var birt samhliða ráðstefn-
unni. Starfshópurinn var skipaður
af heilbrigðisráðherra og í honum
áttu sæti Þórólfur Guðnason sótt-
varnalæknir, sem var formaður
hópsins, Sigurbjörg Daðadóttir yfir-
dýralæknir og Vala Friðriksdóttir,
deildarstjóri Tilraunastöðvar
Háskóla Íslands að Keldum.
Starfshópurinn leggur til að
stjórnvöld marki sér opinbera
stefnu um málefni sem tengjast
ónæmi sýklalyfja. Stefnan þurfi
að taka til forvarna, vöktunar og
viðbragða og hægt sé að líta til
vinnu Norðmanna um slíka stefnu.
Þá verði áfram gefin út árleg
skýrsla um sýklalyfjaónæmi og
sýklalyfjanotkun hér á landi. Stefna
verði innleidd um skynsamlega
notkun sýklalyfja í mönnum og
dýrum.
Eftirlit aukið með ferskum
matvælum
Styrkja þarf eftirlit með sýklalyf-
jaónæmum bakteríum í dýrum,
matvælaframleiðslu og matvæl-
um. Starfshópurinn leggur til að
fylgst verði með sýklalyfjaónæmi
hjá sjúkdómsvaldandi bakteríum
og bendibakteríum í matvælum í
smásölu á grundvelli ákvörðunar
Evrópusambandsins nr. 652/2013.
„Lagt er til að í byrjun verði eft-
irliti háttað samkvæmt ákvörðun
Evrópusambandsins en síðar megi
beita auknu eftirliti eins og sum
Norðurlöndin hafa gert. Hér má helst
nefna eftirlit með grænmeti (erlendu
sem innlendu) sem og eftirliti með
lamba- og hrossakjöti. Stofna þarf
starfshóp á vegum atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytis sem metur
kostnað og útbýr leiðbeiningar um
slíkar aðgerðir,“ segir í greinar-
gerðinni. Eftirlit með ónæmi í ferskri
matvöru, bæði íslenskri og erlendri,
hefur ekki verið fullnægjandi hér
á landi, en slíkar skimanir hafa nú
verið teknar upp.
Bæta þarf hreinlætisaðstöðu
ferðamanna
Kallað er eftir heildstæðri endur-
skoðun á notkun sníkjudýralyfja
hér á landi í greinargerðinni. Lagt
er til að gerðar verði rannsóknir á
útbreiðslu sníkjudýra í búfé og gælu-
dýrum og næmi þeirra fyrir lyfjum
prófað. Í kjölfarið verði settar reglur
og/eða leiðbeiningar um ávísun og
notkun sníkjudýralyfja hjá dýrum
auk leiðbeininga um varnir/hömlur
við sníkjudýrasmit.
Nauðsynlegt sé að gera rann-
sóknir á tilvist sýklalyfjaónæmra
baktería í umhverfi og skimanir
fyrir sýklalyfjaónæmum bakterí-
um verði auknar hjá skilgreindum
áhættuhópum.
Að lokum bendir starfshópur-
inn á að minnka verði áhættu á
dreifingu sýklalyfjaónæmra bakter-
ía með ferðamönnum, meðal annars
með því að bæta hreinlætisaðstöðu á
ferðamannastöðum. „Eins og fram
hefur komið í fréttum þá er víða
pottur brotinn í þessum efnum hér
á landi. Mikilvægt er að hið opin-
bera leggi kvaðir á sveitarfélög
um úrbætur í þessum efnum. Aðrir
aðilar sem að þessum málum þurfa
að koma eru Umhverfisstofnun og
ýmis samtök í ferðamannaiðnaði,“
segir í greinargerðinni. /ghp
Breytingar á reglugerðum og víðtækara eftirlit hefur áhrif:
Heildstæðra aðgerða er þörf í
baráttu gegn sýklalyfjaónæmi
Fjósið í Flatey á Mýrum opnað
ferðamönnum smátt og smátt
Eitt stærsta fjós landsins, ef ekki
það stærsta, verður opnað ferða-
mönnum smátt og smátt. Það er
í Flatey á Mýrum sem er í eigu
útgerðarfyrirtækisins Skinneyjar
Þinganes á Höfn í Hornafirði.
Fjósið er aðdráttarafl fyrir ferða-
fólk og mjög aðgengilegt með svöl-
um sem snúa að fjósinu með góðri
sýn yfir það. Byggingaframkvæmdir
fyrir móttöku og veitingasölu geng-
ur vel en móttaka á ferðafólki hefst
á næstu vikum með aðstöðu fyrir
þrjú ferðaþjónustufyrirtæki. Það eru
Ice Guide (kajakferðir /íshellar),
Glacier Journey (jeppa- og sleða-
ferðir) og Ice Explorers (jeppaferð-
ir). Veitingasalan og aðstaðan fyrir
ferðamenn til að skoða fjósið verður
ekki opnuð alveg strax. Þá stendur
til að fara í repjurækt og skógrækt á
jörðinni. Um 240 kýr eru á búinu þar
sem fjórir róbótar sjá um að mjólka
kýrnar. /MHH
FRÉTTIR
Hans Verhagen frá Matvælaöryggis-
stofnun Evrópu (EFSA) hélt erindi á
ráðstefnunni.
Matvælaöryggisstofnunin hefur útbúið nokkrar upplýsingasíður á netinu sem útskýrir hið margþætta vandamál
sýklalyfjaónæmis á myndrænan og gagnvirkan hátt.
Pierre Alexandre Beloeil, sérfræðingur Matvælaöryggisstofnunarinnar, fór
Í Berjanesi í Vest-
ur-Landeyjum í
Rangárvallasýslu
vanagang. Þessi
fallegi kálfur númer
0679 hefur þó ekki
sérstakar áhyggjur
af brölti mannfólks-
ins. Ræktendur eru
Guðmundur Jón
Jónsson og Erna Ár-
fells sem annáluð eru
fyrir væntumþykju á
skepnum sínum.
Í Berjanesi eru nú
um 50 kýr.
Þessir vinir brosa
breitt í sveitinni.
Frænkurnar Aþena
Lillý og bóndadóttirin
Svala Ingibjörg
Guðmundsdóttir
ásamt Lubba.
Myndir / Telma
Sigurgeirsdóttir
Hér er Hjalti Vignisson (t.v.) sem hefur m.a. með uppbygginguna að gera í
Flatey en hann er framkvæmdastjóri sölu og þróunar hjá Skinney Þinganes.
Með honum er Birgir Freyr Ragnarsson, bústjóri í Flatey, en þeir félagar
vinna sameiginlega að framtíðarsýn fjóssins fyrir ferðamenn og aðra gesti
Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson
til fyrirmyndar.