Bændablaðið - 24.05.2017, Side 12

Bændablaðið - 24.05.2017, Side 12
12 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 Landgræðsla, laxeldi og virkjanaframkvæmdir voru til umræðu á aðalfundi Landverndar sem fór fram í Gunnarsholti laugardaginn 13. maí. Fundurinn samþykkti sam- einingu við Framtíðarlandið en með henni er vonast til að efla enn náttúruverndarhreyfingu á Íslandi. Áhrif náttúruverndarsamtakanna hefur aukist ár frá ári og sést það ekki síst í mikilli aukinni þátttöku samtakanna í ákvarðanatöku um umhverfismál. Þannig sendu samtökin frá sér 44 umsagnir um margvísleg lagafrumvörp, þingsá- lyktunartillögur, skipulagsáætlan- ir, mat á umhverfisáhrifum áætlana og framkvæmda á árinu 2016, sem er tæplega helmings aukning frá árunum áður. Félagsmenn Landverndar eru nú 4.950 talsins en fjöldi félags- manna hefur tífaldast frá árinu 2011 og standa samtökin því nokkuð sterkum fótum fjárhags- lega. Hjá Landvernd starfa nú tíu manns í rúmum sjö stöðugildum. Fjórir nýir stjórnarmenn Landverndar voru kosnir á aðal- fundinum. Guðmundur Björnsson, Helga Ögmundsdóttir, Hugrún Geirsdóttir og Snorri Baldursson en úr stjórn fóru Kristín Vala Ragnarsdóttir og Anna Gunnhildur Sverrisdóttir. Þá var Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur kjör- inn formaður samtakanna. Sameining við Framtíðarlandið Fundurinn samþykkti sameiningu Framtíðarlandsins við Landvernd. Framtíðarlandið, félag áhugafólks um framtíð Íslands, var þverpóli- tísk grasrótarsamtök, þrýstiafl og hugmyndaveita sem vildi stuðla að því að hugvit, frumkvæði og sköpunargleði fengi að njóta sín til þess að byggja upp mannvænt samfélag og fjölbreytt atvinnulíf á Íslandi í sátt við náttúruna og þjóðir heimsins. Framtíðarlandið var stofn- að 17. júní 2006 en um 3.000 einstaklingar eru skráðir í félag- ið. Eitt stærsta verk efni félags- ins er vinnsla og utanumhald um Náttúrukortið, sem nálgast má á vefnum, en þar er hægt að nálg- ast upplýsingar yfir þau svæði á Íslandi sem fyrirhugað er að nýta til orkuframleiðslu eða raska á annan hátt. Stefnumörkun um vindorkuver Tvö ný verkefni samtakanna voru kynnt á fundinum. Annars vegar var fjallað um strandhreinsiverk- efnið Hreinsun Íslands, sem fram fór dagana 25. apríl–7. maí sl. En með átakinu vilja samtökin vekja athygli á þeim hættum sem fylgja plastmengun í hafi. Þá mun Landvernd vera að vinna að stefnumörkun sinni um vindorkuver, þar sem meginá- hersla verður á að skilgreina á hvernig svæðum eigi ekki að reisa slík mannvirki. Vonast er til að stefnumörkunin geti orðið leiðar- ljós stjórnvalda við að taka ákvarð- anir í þessum málum í sem mestri sátt við umhverfi og náttúru. Strandaþjóðgarð í stað Hvalárvirkjunar Aðalfundurinn samþykkti enn fremur ályktun er varðar fyrir- hugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum. Þar er skorað á sveitarstjórn og landeigend- ur í Árneshreppi á Ströndum að falla frá öllum áformum um Hvalárvirkjun og þess í stað hvatt til nýta svæðið undir þjóðgarð. „Með þjóðgarði mundu strax skapast nokkur langtímastörf í náttúruvernd og til langs tíma fjöl- mörg störf í náttúrutengdri ferða- mennsku. Engin langtímastörf í Árneshreppi fylgja Hvalárvirkjun. Landvernd hafnar því að fjármun- um almennings sé varið til stuðn- ings við tengivirki Landsnets á Nauteyri við Ísafjarðardjúp og leggja til að frekar sé lagt til fé í uppbyggingu Strandaþjóðgarðs,“ segir í ályktuninni. Í annarri samþykktri ályktun skorar aðalfundur Landverndar á umhverfis- og auðlindaráðherra að slá hvergi af því markmiði að vernda miðhálendi Íslands í einum samfelldum þjóðgarði og flýta stofnun hans. Varað við laxeldi í sjó Þá er varað við stórauknu lax- eldi í sjó við Íslandsstrendur, þar sem notaður er frjór eldisfiskur af erlendum, framandi stofnum í samþykktri ályktun fundarins. Krafist er þess að stjórnvöld móti skýra stefnu sem banni ræktun á eldislaxi í sjó nema tryggt sé að það valdi ekki óásættanlegri mengun eða erfðablöndun við íslenska laxastofna. Það megi tryggja með notkun rannsókna- kvía, ófrjórra stofna eða ræktun í lokuðum kerfum í sjó eða á landi. Þá þurfi að tryggja öflugt eftirlit með starfsemi fiskeldisfyrirtækja svo þau geti starfað í meiri sátt við umhverfi og samfélag. Í greinargerð með ályktuninni er vísað í niðurstöðu rannsókna vís- indamanna í Noregi og Finnlandi um erfðablöndun eldislax og áhrif hennar á lífsferil villtra stofna af Atlantshafslaxi sem birtist í vís- indatímaritinu Nature í síðasta mánuði. „Höfundarnir fullyrða að niðurstöður sínar og umfangs- miklar tilraunarannsóknir fyrri ára sýni svart á hvítu að erfða- blöndun hafi breytt mikilvægum líffræðilegum eiginleikum villtra laxastofna, þ.m.t. aldri og stærð við kynþroska,“ segir í greinar- gerðinni. /ghp Búið er að stofna Matarmarkað á Facebook sem hefur það mark- mið að efla milliliðalaus viðskipti á milli framleiðenda og viðskipta- vina. Framleiðendur geta auglýst vörur sínar og viðskiptavinir geta pantað vörurnar í ummælum undir auglýsingunni eða með skilaboðum beint til seljenda. Fyrirkomulagið er að norrænni fyrirmynd en t.d. hefur þessi við- skiptaleið breiðst hratt út í Finnlandi undir nafninu REKO. Reko gengur út á að búa til tengslanet á Facebook þar sem seljendur og kaupend- ur hafa milliliðalaus viðskipti. Smáframleiðendur, matarfrumkvöðl- ar, veitingahús og bændur sem selja beint frá býli eru áberandi á Reko. Þörfin er til staðar Þann 20. mars síðastliðinn stóðu matarfrumkvöðlar og Matarauður Íslands fyrir opnum fundi í Reykjavík þar sem framleiðendur, veitingamenn, heildsalar og aðrir sem tengjast matvælageiranum komu saman. Í umræðum kom fram að það þyrfti að efla milliliðalaus viðskipti og auka yfirsýn um fram- boð bænda og annarra framleiðenda og eftirspurnar veitingamanna og neytenda. Ekki er víst að milliliðalaus við- skipti henti öllum en með því að nýta sér Facebook þá geta framleiðendur mögulega lækkað viðskiptakostnað og tekið á móti pöntunum fyrirfram. Hvernig virkar markaðurinn? Matarmarkaðurinn virkar líkt og hefðbundinn matarmarkaður, nema að viðskiptavinir panta og ganga frá viðskiptum í gegnum Facebook- hóp. Þegar viðskiptin eru komin á sammælast aðilar um afhendingar- máta, greiðslufyrirkomulag og afhendingarstað. Til þess að ein- falda afhendingarferlið þá býður hópurinn upp á afhendingar í Sjávarklasanum í Reykjavík á milli 14.00 og 16.00 á föstudögum. Í staðinn fyrir að framleiðendur þurfi að koma aðföngum á hefðbundinn matarmarkað upp á von og óvon um að allt seljist þá mæta seljendur einungis með þær vörur sem búið er að panta. Hópurinn var stofnaður af frum- kvöðlinum Inga Birni Sigurðssyni og Matarauði Íslands. Markmiðið er að efla íslenska framleiðslu með því að koma á milliliðalausum sam- skiptum við viðskiptavini. Allir Facebook-notendur geta selt sínar vörur endurgjaldslaust og hópurinn er öllum opinn. /TB Milliliðalaus viðskipti á Netinu: Matarmarkaður á Facebook FRÉTTIR Stjórn Landverndar. Frá vinstri: Snorri Baldursson, Margrét Auðunsdóttir, Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Helga Ögmundardóttir, Pétur Halldórsson, Hugrún Geirsdóttir, Þuríður Helga Kristjánsdóttir, Snæbjörn Guðmundsson formaður og Lovísa Ásbjörnsdóttir. Á myndina vantar Guðmund Björnsson. Aukinn slagkraftur Landverndar – Aðalfundur ályktaði um virkjunarframkvæmdir á Ströndum og laxeldi Þrjár ályktanir voru bornar upp til kosninga og voru þær allar samþykktar af aðalfundinum sem haldinn var í Gunnarsholti. Óskað eftir sögum um Sigurjón Rist Sigurjón Rist vatnamælinga- maður hefði orðið 100 ára þann 29. ágúst í ár. Til að heiðra minningu Sigurjóns vill dóttir hans safna saman sögum og frásögnum um hann. „Ég veit að til er aragrúi af skemmtilegum sögum um pabba sem mér þætti vænt um að geta tekið saman, jafnvel til útgáfu. Hann ferðaðist um allt Ísland og þekkti alla bændur á þeim árum sem hann var starfandi,“ segir Bergljót Rist, leið- sögumaður og hestakona. Hún óskar eftir frásögnum, minningum og/eða myndum frá þeim sem þekkja sögur eða kynni höfðu af Sigurjóni. Sögurnar er hægt að senda í formi upptöku eða með tölvupósti á netfangið beggarist@gmail.com. Sigurjón Rist (1917–1994) var forgöngumaður í vatnamælingum á Íslandi og kom á kerfisbundnum rennslismælingum í vatnsföllum landsins, kortlagði stöðuvötn og annaðist dýptarmælingar. Hann ferðaðist um hálendi Íslands á öllum árstímum löngu áður en hálendisferðir urðu jafn sjálfsagðar og þær eru í dag. Hann var forstöðumaður Vatnamælinga Orkustofnunar frá 1967–1987. Ævisaga um Sigurjón, Vadd´ út í, sem Hermann Sveinbjörnsson skráði, kom út hjá bókaforlaginu Skjaldborg árið 1989 en bókin hefur verið upp- seld í áraraðir. Minnisvarði um Sigurjón var reistur við Tungnaá árið 2006. /ghp Dæmigerð mynd af Sigurjóni Rist við mælingar. Snjór á bökkum beggja vegna. Mynd / Í eigu Bergljótar Rist

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.