Bændablaðið - 24.05.2017, Side 24

Bændablaðið - 24.05.2017, Side 24
24 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 Viðskiptahugmyndin var mótuð og þróuð á þremur vikum en hópurinn samanstendur af Ingibjörgu Láru Magnús- dóttur, Sonju Lind Eyglóardóttur, Gauta Geirssyni og Guðrúnu Eddu Þórðardóttur, ásamt Gunnari. Fylgjukrem njóta vaxandi vinsælda víða um heim: Vilja nota fylgju sauðkindar í andlitskrem „Hver er ekki til í íslenskt lífrænt andlitskrem unnið úr fylgjum sauðkindarinnar sem viðheldur heilbrigði húðarinnar?“ spyr Gunnar Freyr Þorleifsson, nemi við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur ásamt fjórum samnemendum unnið að viðskiptahugmynd fyrir lífræna andlitskremið Hildir Organics. Eins og nafnið bendir til verður kremið unnið úr hildum sauðkindarinnar en notkun á fylgjukremum virðist njóta vinsælda víða um heim nú um stundir. „Í Nýja-Sjálandi er unnið krem úr um 20 tonnum af kindafylgjum á ári. Þetta virðist einnig vera mjög vinsælt víða í Asíu og nú eru Hollywood-stjörnur farnar að bera slík krem á sig,“ segir Gunnar, en fylgjan mun vera rík uppspretta virkra næringarefna og amonísýra, andoxunarefna og sagt er að kremin hamli öldrun húðarinnar og öramyndun. Hópurinn segir helsta kost við nýtingu fylgja úr sauðfé þann að hún er algjörlega ónýtt í dag og yfirleitt hent. Það sé því mjög í anda sjálfbærrar hugsunar að nýta þessa auðlind. „Við hugsuðum; af hverju ekki að framleiða svona krem á Íslandi, með allar okkar kindur?“ Þörf á rannsóknum Viðskiptahugmyndin var mótuð og þróuð í þriggja vikna löngum áfanga sem heitir Nýsköpun og stofnun fyrirtækja en hópurinn samanstendur af Ingibjörgu Láru Magnúsdóttur, Sonju Lind Eyglóardóttur, Gauta Geirssyni og Guðrúnu Eddu Þórðardóttur, ásamt Gunnari. Hópurinn hefur á undanförnum vikum leitað til fjölda stofnana og fyrirtækja til að afla sér upplýsinga til að nota í rekstraráætlun vörunnar. Þá hafa þau hannað frumgerð umbúða fyrir vöruna. Einnig leituðu þau fanga víða í von um að geta raungert viðskiptahugmynd sína einn daginn. „Við höfðum m.a. samband við lífræn bú sem væru til í samstarf ef við förum af stað með þetta,“ segir Gunnar. Hins vegar þyrfti mikil rannsóknavinna að eiga sér stað áður en af því verður. „Við erum alveg opin fyrir því að þróa vöruna áfram og teljum að það sé markaður til staðar. Við þyrftum þá að fara í rannsóknir á fylgjunni og kafa dýpra í efnasamsetningu hennar. Við eigum í rauninni bara eftir að ræða það hvað við ætlum að gera í framtíðinni. Þetta gæti nefnilega orðið spennandi verkefni og aldrei að vita nema Hildir Organics verði að veruleika,“ segir Gunnar. /ghp Hópurinn segir helsta kost við nýtingu fylgja úr sauðfé þann að hún er Frumgerð umbúða fyrir andlitskremið Hildir Organics. Nýr formaður Landverndar: Vill gott samstarf við bændur Snæbjörn Guðmundsson var kjörinn formaður Landverndar á aðalfundi umhverfis- verndarsamtakanna þann 13. maí sl. Hann vill vinna ötullega að stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Snæbjörn er fæddur árið 1984, jarðfræðingur að mennt, höfundur bókarinnar Vegvísir um jarðfræði Íslands. Hann hefur kennt jarðfræði og jarðefnafræði á ýmsum skóla- stigum, bæði við Háskóla Íslands og við Endurmenntun HÍ en hefur einnig staðið fyrir óhefðbundinni jarðfræðikennslu fyrir börn og ung- linga. Þá hefur Snæbjörn unnið í ferðaþjónustu, verið staðarhaldari og skálavörður í Landmannalaugum og Kerlingarfjöllum. Síðustu misseri hefur Snæbjörn starfað á rannsóknar- stofu hjá Mannvit. „Ég hef verið félagi í Landvernd í nokkur ár en aldrei starfað formlega innan samtakanna áður. Því var skot- ið að mér að staðan væri að losna og mér fannst góð hugmynd að bjóða mig fram,“ segir Snæbjörn. Staða formanns samtakanna kall- ar á fjölbreytt verkefni og Snæbjörn gengur óragur að þeim. Fram undan sé áhugaverður tími. „Það eru fjölmörg mál í gangi núna hjá Landvernd, og önnur í farvatninu, sem ég hef alla tíð haft áhuga á og mun halda áfram að vinna ötullega að. Þar á meðal eru til dæmis þjóðgarðsmál á miðhálendinu, lofts- lagsmálin og svo almennt vernd sér- stæðrar náttúru og víðerna landsins. Svo eru önnur mál hjá Landvernd sem ég er kannski minna inni í, sem tengjast umhverfismennt og almennri umgengni um náttúruna og umhverfi okkar. Þau eru afar mikil- væg og ég mun auðvitað setja þau mál ekki síður á oddinn, enda góð mál til að vekja fólk til umhugsunar um náttúruna.“ Snæbjörn telur augljóst að hags- munir bænda og náttúruverndar fari saman. „Við nýtingu auðlinda og nátt- úrugæða verður að huga að viðhaldi og viðgangi þeirra til lengri tíma litið, þannig að áfram sé unnt að nýta þær. Þannig hefur Landvernd til að mynda lagt mikla áherslu á sjálfbæra nýtingu beitilanda, meðal annars við gerð búvörusamninga og við breytingar á lögum um landgræðslu og skógrækt. Við vinnum í mikilvæg- um landgræðsluverkefnum, svo sem á Hekluskógasvæðinu. Landvernd hefur líka verið framarlega í umræðu um jarðstrengi sem valkost við loft- línur, sem ég tel vera hagsmunamál bænda og annarra landeigenda víða um land. Sem nýr í þessari stöðu þekki ég kannski ekki alveg hvern- ig samskiptin hafa verið hingað til en sem formaður Landverndar er ég mjög opinn fyrir góðu samstarfi í ýmsum málum, og má þar til dæmis nefna mál varðandi stofnun þjóð- garðs á miðhálendinu,“ segir nýr formaður Landverndar. /ghp Snæbjörn Guðmundsson. Landgræðsla ríkisins auglýsir eftir girðingarverktaka vegna endurnýjunar landgræðslugirðingar í Rangárþingi ytra. Um er að ræða c.a 5,5 km hefðbundna rafgirðingu. Verkinu skal að fullu lokið 1. október 2017. Upplýsingar gefa Árni Eiríksson í síma 860-9135 eða arni.e@land.is og í síma 891-8874 eða gardar@land.is. Verklýsingar og tilboðsblöð er hægt að nálgast hjá sömu aðilum. Tilboðum skal skila til Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti eða á netfangið arni.e@land.is eigi síðar en kl 12:00 föstudaginn 9. júní 2017 og verða þau opnuð kl. 13:00 þann sama dag. Nýgirðing á Rangárvöllum Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti 851 Hella Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 8. júní

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.